flugfréttir

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

- Hægt að læra um osök flugslya með flugöryggisspurningaleik

6. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:02

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugslysagagnagrunni frá NTSB.

Appið hefur það forvarnargildi að flugmenn geta meðal annars fræðst um mismunandi orsök slysa með því að spreyta sig á spurningum úr rannsóknarskýrslum en smáforritið kemur einnig með öðrum fróðleik tengdum flugslysum og atvikum.

Skjáskot af smáforritinu Flight Chain App

Spurningahlutinn, sem kallast „The Safety Quiz“, nær yfir alla þá helstu þætti sem hafa orsakað flugslys í gegnum tíðina og þá þætti sem ber að varast.

Orsök flugslysa má skipta niður í mismunandi hluta en sumar orsakir eru algengari en aðrar og í flestum tilvikum er um mistök flugmanna að ræða þar sem flugslys eiga sér stað sem hefði mátt koma í veg fyrir.

Smáforritið nær yfir þætti og orsakir á borð við aðstæður þar sem óvart er flogið úr sjónflugsaðstæðum inn í blindflugsskilyrði, atvik þar sem flugmenn missa stjórn á vélinni og ofris við mismunandi aðstæður.

Þá eru einnig spurningar þar sem svörin við orsök flugslysa má rekja til árekstra tveggja flugvéla í flugi, flugslys í lendingu, mistök við útreikninga á þyngd, eldsneytisskort og „ómögulegu beygjuna“ þegar flugmenn reyna að framkvæma 180° beygju til að lenda aftur á braut eftir að hafa misst mótor í flugtaki.

Finna má allar rannsóknarskýrslur frá NTSB í appinu frá árinu 1982 en appið má nálgast á vefsíðunni flightchainapp.com fyrir 4.99 bandaríkjadali en kaupa þarf vissa hluta af appinu eftir það í gegnum appið með áskrift.  fréttir af handahófi

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

6. ágúst 2019

|

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugs

United setur pressu á Boeing varðandi nýju 797 þotuna

19. júlí 2019

|

United Airlines hefur sett pressu á Boeing varðandi nýju farþegaþotuna sem til stendur að komi á markaðinn sem talið er að muni heita Boeing 797 en flugfélagið bandaríska er samt sem áður til í að gef

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.