flugfréttir

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

- Hægt að læra um osök flugslya með flugöryggisspurningaleik

6. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:02

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugslysagagnagrunni frá NTSB.

Appið hefur það forvarnargildi að flugmenn geta meðal annars fræðst um mismunandi orsök slysa með því að spreyta sig á spurningum úr rannsóknarskýrslum en smáforritið kemur einnig með öðrum fróðleik tengdum flugslysum og atvikum.

Skjáskot af smáforritinu Flight Chain App

Spurningahlutinn, sem kallast „The Safety Quiz“, nær yfir alla þá helstu þætti sem hafa orsakað flugslys í gegnum tíðina og þá þætti sem ber að varast.

Orsök flugslysa má skipta niður í mismunandi hluta en sumar orsakir eru algengari en aðrar og í flestum tilvikum er um mistök flugmanna að ræða þar sem flugslys eiga sér stað sem hefði mátt koma í veg fyrir.

Smáforritið nær yfir þætti og orsakir á borð við aðstæður þar sem óvart er flogið úr sjónflugsaðstæðum inn í blindflugsskilyrði, atvik þar sem flugmenn missa stjórn á vélinni og ofris við mismunandi aðstæður.

Þá eru einnig spurningar þar sem svörin við orsök flugslysa má rekja til árekstra tveggja flugvéla í flugi, flugslys í lendingu, mistök við útreikninga á þyngd, eldsneytisskort og „ómögulegu beygjuna“ þegar flugmenn reyna að framkvæma 180° beygju til að lenda aftur á braut eftir að hafa misst mótor í flugtaki.

Finna má allar rannsóknarskýrslur frá NTSB í appinu frá árinu 1982 en appið má nálgast á vefsíðunni flightchainapp.com fyrir 4.99 bandaríkjadali en kaupa þarf vissa hluta af appinu eftir það í gegnum appið með áskrift.  fréttir af handahófi

Emirates mun fljúga A380 á ný um miðjan júlí

24. júní 2020

|

Emirates ætlar sér að byrja að nota risaþoturnar Airbus A380 aftur um miðjan næsta mánuð en félagið hefur ekki flogið risaþotunum frá því að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst.

Boeing kallar til baka 2.500 starfsmenn

16. apríl 2020

|

Boeing hefur ráðið til baka um 2.500 starfsmenn af þeim 30 þúsund starfsmönnum sem sagt var upp á dögunum þar sem til stendur að hefja takmarkaða starfsemi að nýju.

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

11. maí 2020

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00