flugfréttir
Aldrei eins margir farþegar með Icelandair í einum mánuði
- 564.000 flugu með félaginu í júlí

„Vatnajökull“, Boeing 757 þota Icelandair á flugvellinum í Zurich þann 29. júlí sl.
Icelandair sló farþegamet í seinasta mánuði þegar 564.000 farþegar flugu með félaginu og hefur farþegar aldrei verið eins margir í einum mánuði í sögu félagsins.
Þetta er 9% fleiri farþegar en félagið flutti í júlí 2018 þegar 519.000 farþegar flugu með félaginu en Icelandair rauf 500 þúsund farþegamúrinn
í fyrsta sinn árið 2017.
Framboð jókst um 8% í júlímánuði og sætanýtingin mældist 82,9% samanborið við 85,3 prósent í júlí
2018 en leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann höfðu talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí.
Farþegum til Íslands fjölgaði um 32% eða um ríflega 60 þúsund og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund.

Farþegafjöldinn í júlí síðastliðin 6 ár hjá Icelandair
Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaðinum frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Þessi aukning farþega til og frá Íslandi er meðal annars vegna áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.
Atlantshafsmarkaðurinn var áfram stærsti markaður félagins í júlí með um 45% af heildarfarþegafjölda þrátt fyrir að fjöldi skiptifarþega hafi dregist saman um 10% á milli tímabila.
Komustundvísi í leiðakerfi félagsins í júlí var 71% samanborið við 51% í júlí á síðasta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stundvísi þrátt fyrir minni sveigjanleika í flugáætlun félagsins vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins.
Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.