flugfréttir

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:11

Airbus A330 breiðþota Qantas í flugtaki á flugvellinum í Sydney

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Atvikið átti sér stað með þeim hætti að flugumferðarstjóri hafði gefið breiðþotu af gerðinni Airbus A330 leyfi til þess að taka sér brautarstöðu fyrir flugtak til Melbourne en á sama tíma var Boeing 737-800 þota á lokastefnu á leið til lendingar á sömu braut eftir flug frá Brisbane.

Airbus A330 þotan fékk leyfi til þess að fara í tafarlaust flugtak en fljótllega kom í ljós að aðskilnaðurinn frá flugvélinni sem var að lenda var of lítill og bað flugumferðarstjóri flugmenn þeirrar vélar að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug úr lítilli hæð og beygja svo fljótlega frá til austurs.

Stefnan til austurs í fráhvarfsfluginu skarst hinsvegar við staðlaðan brottflugsferil Airbus A330 þotunnar sem og kom upp TCAS árekstrarviðvörun um borð í stjórnklefa þeirrar vélar sem náði að klifra fyrir ofan Boeing 737-800 þotuna.

Boeing 737 þotan lenti skömmu síðar eftir 10 mínútur á meðan Airbus A330 þotan hélt flugi sínu áfram til Melbourne.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu flokkar atvikið sem alvarlegt atvik og hefur rannsókn hafist á því en ekki kemur fram hversu mikill aðskilnaður var á milli flugvélanna tveggja.

Fram kemur að flugturninn á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney hefur átt við manneklu að stríða að undanförnu og sé búið að vera mikið álag á flugumferðarstjórum sem margir hverjir hafa kvartað yfir strangri yfirvinnu og hafa komið upp tilvik þar sem sumir hafa hringt sig inn veika til þess að fá meiri hvíld.

Atvikið átti sér stað þann 5. ágúst sl. og kemur fram að flugmennirnir á Airbus A330 þotunni hafi verið með hina þotuna í augsýn allan tímann í brottfluginu og var því ekki nein hætta á ferðum.  fréttir af handahófi

Finnair sagt vera að undirbúa stóra pöntun

11. júní 2019

|

Finnair er sagt vera að undirbúa stóra pöntun í meðalstórar farþegaþotur sem verður undirstaðan að framtíðarflota félagsins.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00