flugfréttir

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:11

Airbus A330 breiðþota Qantas í flugtaki á flugvellinum í Sydney

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Atvikið átti sér stað með þeim hætti að flugumferðarstjóri hafði gefið breiðþotu af gerðinni Airbus A330 leyfi til þess að taka sér brautarstöðu fyrir flugtak til Melbourne en á sama tíma var Boeing 737-800 þota á lokastefnu á leið til lendingar á sömu braut eftir flug frá Brisbane.

Airbus A330 þotan fékk leyfi til þess að fara í tafarlaust flugtak en fljótllega kom í ljós að aðskilnaðurinn frá flugvélinni sem var að lenda var of lítill og bað flugumferðarstjóri flugmenn þeirrar vélar að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug úr lítilli hæð og beygja svo fljótlega frá til austurs.

Stefnan til austurs í fráhvarfsfluginu skarst hinsvegar við staðlaðan brottflugsferil Airbus A330 þotunnar sem og kom upp TCAS árekstrarviðvörun um borð í stjórnklefa þeirrar vélar sem náði að klifra fyrir ofan Boeing 737-800 þotuna.

Boeing 737 þotan lenti skömmu síðar eftir 10 mínútur á meðan Airbus A330 þotan hélt flugi sínu áfram til Melbourne.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu flokkar atvikið sem alvarlegt atvik og hefur rannsókn hafist á því en ekki kemur fram hversu mikill aðskilnaður var á milli flugvélanna tveggja.

Fram kemur að flugturninn á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney hefur átt við manneklu að stríða að undanförnu og sé búið að vera mikið álag á flugumferðarstjórum sem margir hverjir hafa kvartað yfir strangri yfirvinnu og hafa komið upp tilvik þar sem sumir hafa hringt sig inn veika til þess að fá meiri hvíld.

Atvikið átti sér stað þann 5. ágúst sl. og kemur fram að flugmennirnir á Airbus A330 þotunni hafi verið með hina þotuna í augsýn allan tímann í brottfluginu og var því ekki nein hætta á ferðum.  fréttir af handahófi

Hætta flugi um Newark-flugvöll vegna vandans með 737 MAX

27. júlí 2019

|

Southwest Airlines hefur ákveðið að hætta að fljúga um Newark-Liberty flugvöllinn í New Jersey frá og með 3. nóvember vegna skorts á flugvélum í kjölfar kyrrsetninga á Boeing 737 MAX þotunum.

Starfsemi Thomas Cook Scandinavia heldur áfram

25. september 2019

|

Skandinavíski hluti Thomas Cook Airlines mun halda áfram starfsemi sinni en allt flug þess félags stöðvaðist í um sólarhring þann 23. september á sama tíma og Thomas Cook Group varð gjaldþrota.

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.