flugfréttir

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:11

Airbus A330 breiðþota Qantas í flugtaki á flugvellinum í Sydney

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Atvikið átti sér stað með þeim hætti að flugumferðarstjóri hafði gefið breiðþotu af gerðinni Airbus A330 leyfi til þess að taka sér brautarstöðu fyrir flugtak til Melbourne en á sama tíma var Boeing 737-800 þota á lokastefnu á leið til lendingar á sömu braut eftir flug frá Brisbane.

Airbus A330 þotan fékk leyfi til þess að fara í tafarlaust flugtak en fljótllega kom í ljós að aðskilnaðurinn frá flugvélinni sem var að lenda var of lítill og bað flugumferðarstjóri flugmenn þeirrar vélar að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug úr lítilli hæð og beygja svo fljótlega frá til austurs.

Stefnan til austurs í fráhvarfsfluginu skarst hinsvegar við staðlaðan brottflugsferil Airbus A330 þotunnar sem og kom upp TCAS árekstrarviðvörun um borð í stjórnklefa þeirrar vélar sem náði að klifra fyrir ofan Boeing 737-800 þotuna.

Boeing 737 þotan lenti skömmu síðar eftir 10 mínútur á meðan Airbus A330 þotan hélt flugi sínu áfram til Melbourne.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu flokkar atvikið sem alvarlegt atvik og hefur rannsókn hafist á því en ekki kemur fram hversu mikill aðskilnaður var á milli flugvélanna tveggja.

Fram kemur að flugturninn á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney hefur átt við manneklu að stríða að undanförnu og sé búið að vera mikið álag á flugumferðarstjórum sem margir hverjir hafa kvartað yfir strangri yfirvinnu og hafa komið upp tilvik þar sem sumir hafa hringt sig inn veika til þess að fá meiri hvíld.

Atvikið átti sér stað þann 5. ágúst sl. og kemur fram að flugmennirnir á Airbus A330 þotunni hafi verið með hina þotuna í augsýn allan tímann í brottfluginu og var því ekki nein hætta á ferðum.  fréttir af handahófi

Stefna á að opna aftur flugvelli í Serbíu

20. apríl 2020

|

Stjórnvöld í Serbíu stefna á að opna aftur flugvelli landsins fyrir farþegaflugi og er áætlað að flugvellir landsins verði starfræktir á ný í fyrstu vikunni í maí.

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

De Havilland fær leyfi til að breyta Dash 8 yfir í fraktvélar

12. maí 2020

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland Aircraft tilkynnti í dag að framleiðandinn hafi fengið leyfi frá flugmálayfirvöldum í Kanada fyrir breytingum á Dash-8 flugvélum yfir í fraktvélar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00