flugfréttir

Fékk fugla í báða hreyfla í flugtaki og nauðlenti á akri

- Airbus A321 þota frá Ural Airlines nauðlenti rétt eftir flugtak í Moskvu

15. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:44

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu eftir flugtak er báðir hreyflarnir fengu fugla inn í sig

Farþegaþota nauðlenti á maísakri í morgun í Rússlandi eftir að báðir hreyflar vélarinnar stöðvuðust eftir að þotan flaug í gegnum fuglager skömmu eftir flugtak frá Moskvu.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 og frá rússneska flugfélaginu Ural Airlines, fór í loftið frá Zhukovsky-flugvellinum klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma áleiðis til Simferopol í Úkraínu og voru 226 farþegar um borð auk sjö manna áhafnar.

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu þegar fjöldi fugla enduðu í báðum hreyflunum með þeim afleiðingum að flugmenn vélarinnar urðu að nauðlenda á kornakri skammt frá flugvellinum.

226 farþegar voru um borð og var flugvélin rýmd á augabragði
eftir nauðlendinguna

Fram kemur að minnsta kosti 10 manns um borð hlutu meiðsl í lendingunni og tókst að rýma vélina á augabragði eftir brotlendinguna. Þotan er mikið skemmt en enginn eldur kom upp en töluverðan reyk lagði frá hreyflunum.

Enginn lét lífið í slysinu en Ural Airlines hampar flugmönnum vélarinnar fyrir fagmannleg viðbrögð og segir að snögg viðbrögð neyðarteymis og sjúkrabíla hafi skipt sköpum.

Flugstjóri vélarinnar hefur starfað hjá Ural Airlines frá árinu 2013 og hefur hann yfir 3.000 flugtíma að baki á meðan flugmaðurinn hefur 600 tíma að baki en hann var ráðinn til félagsins í fyrra.

Átta rútur mættu á slysstað og ferjuðu farþega aftur til Zhukovsky-flugvallarins þar sem þeir fengu aðstoð og aðhlynningu.

Slysið þykir minna á atburðinn sem átti sér stað fyrir 10 árum síðan er hinn heimsþekkti flugmaður Chesley „Sully“ Sullenberger nauðlenti Airbus A320 þotu á Hudson-ánni í New York þann 15. janúar 2009 en sú þota fékk gæsir í báða hreyflanna skömmu eftir flugtak frá LaGuardia-flugvellinum.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Emirates mun hætta öllu farþegaflugi

22. mars 2020

|

Emirates hefur ákveðið að stöðva allt áætlunarflug frá og með 25. mars næstkomandi vegna heimsfaraldursins en félagið mun þó sinna áfram fraktflugi.

Hafa fundið aðskotahluti í annarri hverri MAX-flugvél

24. febrúar 2020

|

Talið er að vandamálið varðandi þá aðskotahluti sem fundust hafa í eldsneytistönkum á nýjum Boeing 737 MAX þotum sé alvarlegra en talið var í fyrstu.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00