flugfréttir

Fékk fugla í báða hreyfla í flugtaki og nauðlenti á akri

- Airbus A321 þota frá Ural Airlines nauðlenti rétt eftir flugtak í Moskvu

15. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:44

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu eftir flugtak er báðir hreyflarnir fengu fugla inn í sig

Farþegaþota nauðlenti á maísakri í morgun í Rússlandi eftir að báðir hreyflar vélarinnar stöðvuðust eftir að þotan flaug í gegnum fuglager skömmu eftir flugtak frá Moskvu.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 og frá rússneska flugfélaginu Ural Airlines, fór í loftið frá Zhukovsky-flugvellinum klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma áleiðis til Simferopol í Úkraínu og voru 226 farþegar um borð auk sjö manna áhafnar.

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu þegar fjöldi fugla enduðu í báðum hreyflunum með þeim afleiðingum að flugmenn vélarinnar urðu að nauðlenda á kornakri skammt frá flugvellinum.

226 farþegar voru um borð og var flugvélin rýmd á augabragði
eftir nauðlendinguna

Fram kemur að minnsta kosti 10 manns um borð hlutu meiðsl í lendingunni og tókst að rýma vélina á augabragði eftir brotlendinguna. Þotan er mikið skemmt en enginn eldur kom upp en töluverðan reyk lagði frá hreyflunum.

Enginn lét lífið í slysinu en Ural Airlines hampar flugmönnum vélarinnar fyrir fagmannleg viðbrögð og segir að snögg viðbrögð neyðarteymis og sjúkrabíla hafi skipt sköpum.

Flugstjóri vélarinnar hefur starfað hjá Ural Airlines frá árinu 2013 og hefur hann yfir 3.000 flugtíma að baki á meðan flugmaðurinn hefur 600 tíma að baki en hann var ráðinn til félagsins í fyrra.

Átta rútur mættu á slysstað og ferjuðu farþega aftur til Zhukovsky-flugvallarins þar sem þeir fengu aðstoð og aðhlynningu.

Slysið þykir minna á atburðinn sem átti sér stað fyrir 10 árum síðan er hinn heimsþekkti flugmaður Chesley „Sully“ Sullenberger nauðlenti Airbus A320 þotu á Hudson-ánni í New York þann 15. janúar 2009 en sú þota fékk gæsir í báða hreyflanna skömmu eftir flugtak frá LaGuardia-flugvellinum.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

FAA gæti mögulega hafið prófanir á 737 MAX eftir 3 vikur

1. janúar 2020

|

Möguleiki er á því að prófanir á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) með Boeing 737 MAX þoturnar hefjist núna í janúar og líklega í þriðju viku mánaðarins.

Binter Canarias fær sína fyrstu E195-E2 þotu frá Embraer

25. nóvember 2019

|

Binter Canarias, flugfélag Kanaríeyja, hefur fengið afhenta sína fyrstu E2 þotu frá Embeaer.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00