flugfréttir

Fékk fugla í báða hreyfla í flugtaki og nauðlenti á akri

- Airbus A321 þota frá Ural Airlines nauðlenti rétt eftir flugtak í Moskvu

15. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:44

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu eftir flugtak er báðir hreyflarnir fengu fugla inn í sig

Farþegaþota nauðlenti á maísakri í morgun í Rússlandi eftir að báðir hreyflar vélarinnar stöðvuðust eftir að þotan flaug í gegnum fuglager skömmu eftir flugtak frá Moskvu.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 og frá rússneska flugfélaginu Ural Airlines, fór í loftið frá Zhukovsky-flugvellinum klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma áleiðis til Simferopol í Úkraínu og voru 226 farþegar um borð auk sjö manna áhafnar.

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu þegar fjöldi fugla enduðu í báðum hreyflunum með þeim afleiðingum að flugmenn vélarinnar urðu að nauðlenda á kornakri skammt frá flugvellinum.

226 farþegar voru um borð og var flugvélin rýmd á augabragði
eftir nauðlendinguna

Fram kemur að minnsta kosti 10 manns um borð hlutu meiðsl í lendingunni og tókst að rýma vélina á augabragði eftir brotlendinguna. Þotan er mikið skemmt en enginn eldur kom upp en töluverðan reyk lagði frá hreyflunum.

Enginn lét lífið í slysinu en Ural Airlines hampar flugmönnum vélarinnar fyrir fagmannleg viðbrögð og segir að snögg viðbrögð neyðarteymis og sjúkrabíla hafi skipt sköpum.

Flugstjóri vélarinnar hefur starfað hjá Ural Airlines frá árinu 2013 og hefur hann yfir 3.000 flugtíma að baki á meðan flugmaðurinn hefur 600 tíma að baki en hann var ráðinn til félagsins í fyrra.

Átta rútur mættu á slysstað og ferjuðu farþega aftur til Zhukovsky-flugvallarins þar sem þeir fengu aðstoð og aðhlynningu.

Slysið þykir minna á atburðinn sem átti sér stað fyrir 10 árum síðan er hinn heimsþekkti flugmaður Chesley „Sully“ Sullenberger nauðlenti Airbus A320 þotu á Hudson-ánni í New York þann 15. janúar 2009 en sú þota fékk gæsir í báða hreyflanna skömmu eftir flugtak frá LaGuardia-flugvellinum.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Nýtt met: 37.228 flugferðir um Evrópu á einum degi

5. júlí 2019

|

Nýtt met var sett í flugumferð um Evrópu þann 28. júní sl. er 37.228 flugferðir fóru um evrópska lofthelgi þann daginn.

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Vörslusvipting á farþegaþotu rakin til skuldar við bónda

26. ágúst 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A220-300 frá flugfélaginu Air Tanzania var vörslusvipt um helgina á O.R. Tambo flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vegna vangoldinna skulda við ríkisstjórn Suð

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00