flugfréttir

Widerøe mun fella niður 37 flugleiðir ef skattar hækka

- Norska ríkisstjórnin íhugar að hækka skatta á flug úr 12 upp í 25 prósent

20. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:45

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél Widerøe

Norska flugfélagið Widerøe segir að félagið muni fella niður hátt í 40 flugleiðir í innanlandsfluginu í Noregi ef norska ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta og álögur á flugsamgöngur eina ferðina enn.

Ríkisstjórn Noregs ræðir nú tillögur um að hækka skatta á flugsamgöngur úr 12 prósenta skattaþrepinu upp í allt að 25 prósent en Widerøe segir að það sé allt of hátt þar sem 12% álagningin í dag geri félaginu nú þegar erfitt fyrir að sinna innanlandsfluginu í Noregi sem sé ekki arðbært nú þegar á mörgum flugleiðum.

Widerøe segir að minnsta kosti 40 áætlunarflugleiðir séu í hættu og verði félagið sennilega þá að hætta með í það minnsta 37 flugleiðir. Þau flug sem eru í mestri hættu eru flugferðir frá Bergen og Bodø.

Stjórnklefi um borð í Bombardier flugvél hjá flugfélaginu Widerøe

Terje Skram, yfirmaður yfir stefnumótunarsviði Widerøe, bendir á að margar flugleiðir í leiðarkerfinu séu nú þegar ekki arðbærar vegna skatta og álögur vegna kolefnislosunar og þá eru jafnháir skattar á sumar flugleiðir sem eru mjög stuttar.

Margar flugleiðir hættu að vera arðbærar árið 2015 vegna nýrra skatta

Flugfélagið segir að margar flugleiðir hafi hætt að skila félaginu inn hagnað eftir árið 2015 þegar nýir skattar voru innleiddir ásamt nýjum farþegasköttum sem voru kynntir til sögunnar og sama ár voru álögur vegna kolefnalosunar einnig teknar upp.

Widerøe hefur varað við því að félagið gæti þurft að fella niður hátt í 40 flugleiðir ef skattar verða hækkaðir

„Þetta hefur haft áhrif á leiðarkerfið sem er hluti af almenningssamgöngum sem eru mjög mikilvægar fyrir íbúa á sumum svæðum í Noregi þar sem félagið hefur neyðst til þess að hækka flugfargjöld“, segir Skram.

Tillaga um að hækka skatta á flugsamgöngur í Noregi upp í 25% eru nú til umræðu á þinginu í Noregi en Widerøe hefur sent inn athugasemdir til norska samgönguráðuneytisins þar sem félagið varar við niðurskurði og fækkun brottfara.  fréttir af handahófi

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

17 ára stúlka gerði tilraun til að stela King Air 200 flugvél

19. desember 2019

|

Lögreglan í Fresno í Kaliforníu fékk í gær undarlegt útkall þegar tilkynnt var um að unglingsstúlka hafði tekist að fara um borð í flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 á flugvellinum í bænum og

Gætu misst flugrekstarleyfið vegna seinkana á greiðslu launa

29. nóvember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong íhuga nú að svipta flugfélaginu Hong Kong Airlines flugrekstarleyfinu eftir að félagið tilkynnti að það muni seinka launagreiðslum til starfsmanna vegna slæmrar afkomu s

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00