flugfréttir

Widerøe mun fella niður 37 flugleiðir ef skattar hækka

- Norska ríkisstjórnin íhugar að hækka skatta á flug úr 12 upp í 25 prósent

20. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:45

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél Widerøe

Norska flugfélagið Widerøe segir að félagið muni fella niður hátt í 40 flugleiðir í innanlandsfluginu í Noregi ef norska ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta og álögur á flugsamgöngur eina ferðina enn.

Ríkisstjórn Noregs ræðir nú tillögur um að hækka skatta á flugsamgöngur úr 12 prósenta skattaþrepinu upp í allt að 25 prósent en Widerøe segir að það sé allt of hátt þar sem 12% álagningin í dag geri félaginu nú þegar erfitt fyrir að sinna innanlandsfluginu í Noregi sem sé ekki arðbært nú þegar á mörgum flugleiðum.

Widerøe segir að minnsta kosti 40 áætlunarflugleiðir séu í hættu og verði félagið sennilega þá að hætta með í það minnsta 37 flugleiðir. Þau flug sem eru í mestri hættu eru flugferðir frá Bergen og Bodø.

Stjórnklefi um borð í Bombardier flugvél hjá flugfélaginu Widerøe

Terje Skram, yfirmaður yfir stefnumótunarsviði Widerøe, bendir á að margar flugleiðir í leiðarkerfinu séu nú þegar ekki arðbærar vegna skatta og álögur vegna kolefnislosunar og þá eru jafnháir skattar á sumar flugleiðir sem eru mjög stuttar.

Margar flugleiðir hættu að vera arðbærar árið 2015 vegna nýrra skatta

Flugfélagið segir að margar flugleiðir hafi hætt að skila félaginu inn hagnað eftir árið 2015 þegar nýir skattar voru innleiddir ásamt nýjum farþegasköttum sem voru kynntir til sögunnar og sama ár voru álögur vegna kolefnalosunar einnig teknar upp.

Widerøe hefur varað við því að félagið gæti þurft að fella niður hátt í 40 flugleiðir ef skattar verða hækkaðir

„Þetta hefur haft áhrif á leiðarkerfið sem er hluti af almenningssamgöngum sem eru mjög mikilvægar fyrir íbúa á sumum svæðum í Noregi þar sem félagið hefur neyðst til þess að hækka flugfargjöld“, segir Skram.

Tillaga um að hækka skatta á flugsamgöngur í Noregi upp í 25% eru nú til umræðu á þinginu í Noregi en Widerøe hefur sent inn athugasemdir til norska samgönguráðuneytisins þar sem félagið varar við niðurskurði og fækkun brottfara.  fréttir af handahófi

Í flestum tilvikum ná flugmenn ekki að koma auga á dróna

4. nóvember 2019

|

Mjög erfitt er fyrir reynda flugmenn að koma auga á dróna sem er nálægt lokastefnu að flugbraut og undir flestum kringumstæðum er erfiðara að koma auga á dróna sem er hreyfingarlaus í loftinu.

Starfsemi Thomas Cook Scandinavia heldur áfram

25. september 2019

|

Skandinavíski hluti Thomas Cook Airlines mun halda áfram starfsemi sinni en allt flug þess félags stöðvaðist í um sólarhring þann 23. september á sama tíma og Thomas Cook Group varð gjaldþrota.

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00