flugfréttir

Widerøe mun fella niður 37 flugleiðir ef skattar hækka

- Norska ríkisstjórnin íhugar að hækka skatta á flug úr 12 upp í 25 prósent

20. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:45

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél Widerøe

Norska flugfélagið Widerøe segir að félagið muni fella niður hátt í 40 flugleiðir í innanlandsfluginu í Noregi ef norska ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta og álögur á flugsamgöngur eina ferðina enn.

Ríkisstjórn Noregs ræðir nú tillögur um að hækka skatta á flugsamgöngur úr 12 prósenta skattaþrepinu upp í allt að 25 prósent en Widerøe segir að það sé allt of hátt þar sem 12% álagningin í dag geri félaginu nú þegar erfitt fyrir að sinna innanlandsfluginu í Noregi sem sé ekki arðbært nú þegar á mörgum flugleiðum.

Widerøe segir að minnsta kosti 40 áætlunarflugleiðir séu í hættu og verði félagið sennilega þá að hætta með í það minnsta 37 flugleiðir. Þau flug sem eru í mestri hættu eru flugferðir frá Bergen og Bodø.

Stjórnklefi um borð í Bombardier flugvél hjá flugfélaginu Widerøe

Terje Skram, yfirmaður yfir stefnumótunarsviði Widerøe, bendir á að margar flugleiðir í leiðarkerfinu séu nú þegar ekki arðbærar vegna skatta og álögur vegna kolefnislosunar og þá eru jafnháir skattar á sumar flugleiðir sem eru mjög stuttar.

Margar flugleiðir hættu að vera arðbærar árið 2015 vegna nýrra skatta

Flugfélagið segir að margar flugleiðir hafi hætt að skila félaginu inn hagnað eftir árið 2015 þegar nýir skattar voru innleiddir ásamt nýjum farþegasköttum sem voru kynntir til sögunnar og sama ár voru álögur vegna kolefnalosunar einnig teknar upp.

Widerøe hefur varað við því að félagið gæti þurft að fella niður hátt í 40 flugleiðir ef skattar verða hækkaðir

„Þetta hefur haft áhrif á leiðarkerfið sem er hluti af almenningssamgöngum sem eru mjög mikilvægar fyrir íbúa á sumum svæðum í Noregi þar sem félagið hefur neyðst til þess að hækka flugfargjöld“, segir Skram.

Tillaga um að hækka skatta á flugsamgöngur í Noregi upp í 25% eru nú til umræðu á þinginu í Noregi en Widerøe hefur sent inn athugasemdir til norska samgönguráðuneytisins þar sem félagið varar við niðurskurði og fækkun brottfara.  fréttir af handahófi

Aeroflot hyggst panta þotur sem taka yfir 400 farþega

24. júlí 2019

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar að leggja inn pöntun í langdrægar farþegaþotur sem taka yfir 400 farþega en félagið hefur nú þegar þotur sem taka svo margar farþega í sæti sem eru Boeing 777-300

GippsAero GA8 Airvan ekki lengur kyrrsettar

29. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA), í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hafa aflétt kyrrsetningu á flugvélum af gerðinni GippsAero GA8 Airvan en flugvélar af þessari gerð voru kyrrsettar þann 22. júlí sl. í

320 milljarðar í uppbyggingu flugvalla á Indlandi

12. ágúst 2019

|

Indverks flugvallaryfirvöld ætla að fjárfesta í uppbyggingu flugvalla á Indlandi fyrir um 320 milljarða króna á næstu þremur árum og stendur til styrkja sérstaklega innviði minni flugvalla í landinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00