flugfréttir

Boeing ætlar að ráða 400 manns tímabundið vegna 737 MAX

- Munu aðstoða við undirbúningsvinnu fyrir afhendingu

21. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:42

Verksmiður Boeing í Renton í Washington þar sem Boeing 737 hafa verið framleiddar

Boeing ætlar að ráða allt að 400 manns tímabundið í Moses Lakes í Washington í tengslum við þá vinnu sem framundan er við að undirbúa Boeing 737 MAX þoturnar aftur í umferð.

Grant County flugvöllurinn í Moses Lakes er einn af þeim mörgum stöðum sem Boeing hefur notað til að geyma þotur sem búið er að smíða og bíða þær þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningu MAX-þotnanna verður aflétt.

Boeing vonast til þess að geta afhent allar þær Boeing 737 MAX þotur sem smíðaðar hafa verið á meðan á kyrrsetningunni hefur staðið en vélarnar hafa safnast upp sl. 5 mánuði þar sem framleiddar hafa verið 42 eintök í hverjum mánuði.

Flestar Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið lagðar í stæði við verksmiðjuna í Renton

Boeing tilkynnti í gær að vonir séu bundnar við að afhendingar geti hafist að nýju snemma á fjórða ársfjórðungi eða um leið og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir þeim hugbúnaðaruppfærslum sem Boeing hefur unnið að á þotunum.

Boeing hefur ekki tilgreint nákvæmlega hversu marga starfsmenn þeir þurfa en flugvélaframleiðandinn hefur sett inn atvinnuauglýsingar þar sem óskað er eftir fjölda tæknifræðinga, flugrafvirkja, flugvirkja auk annarra sérfræðinga.

Yfir 210 nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa safnast upp á athafnasvæði Boeing í Seattle-svæðinu og á fleiri stöðum í Washington-fylki sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina.

Tugi flugfélaga um allan heim bíða þess að fá Boeing 737 MAX þoturnar afhentar  fréttir af handahófi

Aigle Azur hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

6. september 2019

|

Annað stærsta flugfélag Frakklands og það næstelsta, Aigle Azur, hefur ákveðið að hætta allri starfsemi sinni frá og með morgundeginum 7. september en þetta kemur í kjölfar yfirlýsingar frá félaginu

Spirit Airlines pantar 100 þotur

24. október 2019

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi gert samkomulag við Airbus um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

  Nýjustu flugfréttirnar

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

21. nóvember 2019

|

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.