flugfréttir

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

- Taprekstur Thai Airways nemur 5.9 milljörðum frá áramótum

21. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Flugvélar Thai Airways á flugvellinum í Bangkok

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Ein leiðin sem flugfélagið ætlar að fara er að óska eftir sparnaðarhugmyndum frá farþegum sem geta sent inn tillögur með þeirra hugmyndir ef þeim dettur í hug sniðug leið fyrir flugfélagið til að ná að spara til að gera reksturinn betri.

Félagið segir í tilkynningu að það hafi áhuga á að heyra frá farþegum ef þeir hafa „lausn“ eða tillögu að hugmynd um hvaða leiðir félagið gæti farið til þess að lækka rekstrarkostnað en Thai Airways tapaði 3.2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins og 2.7 milljörðum á öðrum ársfjórðungi.

Rekstur félagsins hefur gengið brösulega upp á síðkastið en félagið á í mikilli samkeppni við önnur flugfélög í Asíu auk þess sem gengi á Bhat-gjaldmiðlinum í Tælandi hefur verið mjög sterkt.

Þá hefur lokun á lofthelginni yfir Pakistan sett strik sinn í reikninginn auk þess sem minni eftirspurn eftir flugsætum og verðstríð milli Kína og Bandaríkjanna hefur haft áhrif á reksturinn.

Samt sem áður hefur Thai Airways verið mjög vinsælt flugfélag meðal ferðamanna sem hafa valið það félag oft framyfir önnur flugfélög þar sem það þykir bjóða upp á góða þjónustu um borð.  fréttir af handahófi

Júmbó-þota frá Lufthansa á leið til Keflavíkur

25. október 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 747-8 frá Lufthansa stefnir nú í átt að Keflavíkurflugvelli eftir að hafa lýst yfir neyðarástandi.

Miklar líkur á að KLM velji Boeing 737 MAX

7. nóvember 2019

|

Miklar líkur eru á því að Boeing 737 MAX þoturnar verði fyrir valinu hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines er kemur að endurnýjun á þeim flugflota sem félagið notar í styttri flugleiðu

EASA setur strangar kröfur áður en 737 MAX flýgur á ný í Evrópu

5. september 2019

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa lýst því yfir að farið verði fram á strangar kröfur sem þarf að uppfylla áður en Boeing 737 MAX þotan fær að fljúga á ný í Evrópu og í lofthelginni sem tilheyrir

  Nýjustu flugfréttirnar

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

FAA lækkar öryggisstuðul Malasíu niður í 2. flokk

12. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Flugfélag sektað um 8 milljónir fyrir að spila tónlist um borð

11. nóvember 2019

|

Rúmenska flugfélagið Blue Air þarf að greiða 8.7 milljónir króna í sekt fyrir að hafa spilað tónlist um borð í farþegarýminu fyrir farþega fyrir brottför og eftir lendingu.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00