flugfréttir

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

- Þrjár tilraunaflugferðir með starfsmenn frá Sydney til London og New York

22. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:21

Sennilegt er að einhverjum farþegum finnist of mikið að sitja í flugvél í 19 klukkustundir

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Þrjár tilraunaflugferðir verða farnar í haust, eitt í október, eitt í nóvember og það síðasta í desember en um borð verða starfsmenn Qantas en nokkrir þeirra verða settir í hlutverk tilraunadýra.

Einhverjir verða látnir bera á sér tæki og skynjara sem mæla meðal annars svefn en rannsóknarmenn við háskólann í Sydney munu svo skoða niðurstöður úr þeim mæliingum. Einnig verður fylgast með atferli þeirra um borð á meðan á hinu 19 klukkstunda flugi stendur og fylgast m.a. með hvernig þeir borða, drekka, hversu oft þeir standa upp og hreyfa sig í þeim tilgangi að sjá áhrif flugsins á heilsu og þægindi.

Í dag er ekkert beint áætlunarflug milli Sydney og London en Qantas hefur hingað til flogið til Heathrow-flugvallarins í London með viðkomu í Asíu á leiðinni.

Meðal annars verður fylgst með svefnmynstri þeirra starfsmanna sem verða um borð í tilraunarfluginu

„Últra-langar flugleiðir vekja upp ýmsar spurningar varðandi þægindi farþega og áhafnarinnar og þessar tilraunaflugferðir eiga eftir að láta okkur fá þær upplýsingar sem við erum að leitast eftir í þeim tilgangi að lágmarka flugþreytu“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Ef flugfélagið ástralska sér fram á að 19 tíma beint flug sé ekki of mikið fyrir farþega þá gæti svo farið að fyrstu beinu flugferðirnar milli Sydney og London og Sydney og New York hefjist árið 2022.

Tilraunirnar eru hluti af verkefninu „Project Sunrise“ sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu en til greina kemur að nota Boeing 787 þotur eða Airbus A340 þotur til flugsins

„Ekkert flugfélag hefur framkvæmt sambærilegar prófanir áður eins og við erum að fara að gera í haust“, segir Joyce.  fréttir af handahófi

GECAS hættir við pöntun í 69 Boeing 737 MAX þotur

17. apríl 2020

|

Flugvélaleigan GECAS hefur hætt við pöntun í 69 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og er ástæðan sögð vera vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á flugiðnaðinn.

„Næstum kílómetra löng biðröð fyrir hverja júmbó-þotu“

4. maí 2020

|

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, hefur hvatt bresk stjórnvöld til þess að endurskoða reglugerðir um samfélagslega fjarlægð milli fólks í ljósi þess að slíkt geti engan veginn virk

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

6. maí 2020

|

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hill

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00