flugfréttir

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

- Þrjár tilraunaflugferðir með starfsmenn frá Sydney til London og New York

22. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:21

Sennilegt er að einhverjum farþegum finnist of mikið að sitja í flugvél í 19 klukkustundir

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Þrjár tilraunaflugferðir verða farnar í haust, eitt í október, eitt í nóvember og það síðasta í desember en um borð verða starfsmenn Qantas en nokkrir þeirra verða settir í hlutverk tilraunadýra.

Einhverjir verða látnir bera á sér tæki og skynjara sem mæla meðal annars svefn en rannsóknarmenn við háskólann í Sydney munu svo skoða niðurstöður úr þeim mæliingum. Einnig verður fylgast með atferli þeirra um borð á meðan á hinu 19 klukkstunda flugi stendur og fylgast m.a. með hvernig þeir borða, drekka, hversu oft þeir standa upp og hreyfa sig í þeim tilgangi að sjá áhrif flugsins á heilsu og þægindi.

Í dag er ekkert beint áætlunarflug milli Sydney og London en Qantas hefur hingað til flogið til Heathrow-flugvallarins í London með viðkomu í Asíu á leiðinni.

Meðal annars verður fylgst með svefnmynstri þeirra starfsmanna sem verða um borð í tilraunarfluginu

„Últra-langar flugleiðir vekja upp ýmsar spurningar varðandi þægindi farþega og áhafnarinnar og þessar tilraunaflugferðir eiga eftir að láta okkur fá þær upplýsingar sem við erum að leitast eftir í þeim tilgangi að lágmarka flugþreytu“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Ef flugfélagið ástralska sér fram á að 19 tíma beint flug sé ekki of mikið fyrir farþega þá gæti svo farið að fyrstu beinu flugferðirnar milli Sydney og London og Sydney og New York hefjist árið 2022.

Tilraunirnar eru hluti af verkefninu „Project Sunrise“ sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu en til greina kemur að nota Boeing 787 þotur eða Airbus A340 þotur til flugsins

„Ekkert flugfélag hefur framkvæmt sambærilegar prófanir áður eins og við erum að fara að gera í haust“, segir Joyce.  fréttir af handahófi

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

Thrush Aircraft fer fram á gjaldþrotameðferð

1. október 2019

|

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Thrush Aircraft hefur farið fram á gjaldþrotameðferð og hefur 113 starfsmönnum verið sagt upp en fyrirtækið er að hefja endurreisnaráætlun með það markmið að geta h

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

25. september 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00