flugfréttir

Næturflugbanni um lágfargjaldaflugvöll áfrýjað

- Segja að lágfargjaldafélög verði að geta flogið nótt sem nýtan dag

28. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:53

Boeing 737 þota Flybondi á El Palomar flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu

Flugmálayfirvöld í Argentínu ætla að áfrýja ákvörðun dómstóla sem hafa samþykkt næturflugbann um El Palomar flugvöllinn í Buenos Aires að beiðni argentínska ríkisins.

El Palomar er lágfargjaldarflugvöllur sem staðsettur er í miðri höfuðborginni en að sögn stjórnvalda hafa borist margar kvartanir frá íbúum að undanförnu í kjölfars aukinna umsvifa lágfargjaldarfélaganna Flybondi og Jetsmart Argentina.

Þar af leiðandi hefur tillaga verið samþykkt um að setja á næturbann við öllum brottförum og lendingum milli klukkan 23:00 og 6:00 frá og með 9. september næstkomandi.

ANAC, flugmálayfirvöld Argentínu, mótmæla þessari ákvörðun á þeim forsendum að allar kröfur um hávaðatakmarkanir séu uppfylltar og starfi flugvöllurinn eftir öllum reglugerðum sem Alþjóðaflugmálastofnuni (ICAO) setur varðandi þau efni.

Sögu El Palomar flugvallarins má rekja aftur til ársins 1910

El Palomar er einn elsti flugvöllur Argentínu en hann hóf starfsemi sína upphaflega sem herflugvöllur árið 1910 en árið 2017 var hann gerður að þriðja flugvellinum fyrir Buenos Aires ásamt Ministro Pistarini alþjóðaflugvellinum og Jorge Newbery flugvellinum.

ANAC segir að næturbannið geti raskað starfsemi Flybondi og Jetsmart Argentina sem gæti haft áhrif á allt að 6.000 farþega í hverri viku sem koma með kvöldflugi til vallarins.

Flybondi segir að lágfargjaldafélög hafi ekki efni á því að láta flugvélar standa og bíða í 7 klukkustundir á nóttunni og verða slík flugfélög að fljúga á næturnar líka til að halda sama lága verðinu á fargjöldum.

„Þá eru einnig nokkur alþjóðaflug sem geta ekki takmarkast við næturbann eins og flug frá El Palomar til Asunción í Paragvæ“, segir í tilkynningu frá Flybondi en sveiganlegur afgreiðslutími allan sólarhringinn á El Palomar flugvellinum var forsenda þess að félagið valdi þennan flugvöll sem aðalbækistöð er félagið hóf starfsemi sína árið 2018.  fréttir af handahófi

2.800 starfsmönnum verður sagt upp hjá Spirit AeroSystems

16. janúar 2020

|

Fyrirtækið Spirit AeroSystems, sem framleiðir flesta íhluti og einingar fyrir Boeing 737 MAX þoturnar, hefur tilkynnt að til stendur að segja upp allt að 2.800 starfsmönnum.

Flogið tómum aftur til Bandaríkjanna 10 tímum eftir afhendingu til Doha

28. desember 2019

|

Fjórum splunkunýjum Dreamliner-þotum fyrir Qatar Airways af gerðinni Boeing 787-9 var í gær flogið aftur til baka tómum til Bandaríkjanna frá Doha í Katar eftir að þær höfðu nýlokið við 14 tíma afhen

Öllum flugvélum hjá Ernest hefur verið flogið í geymslu

10. janúar 2020

|

Svo virðist vera sem að rekstur ítalska flugfélagsins Ernest Airlines sé að liðast í sundur eftir að flugmálayfirvöld á Ítalíu tilkynntu að félagið muni missa flugrekstarleyfið þann 13. janúar ef fél

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00