flugfréttir

Næturflugbanni um lágfargjaldaflugvöll áfrýjað

- Segja að lágfargjaldafélög verði að geta flogið nótt sem nýtan dag

28. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:53

Boeing 737 þota Flybondi á El Palomar flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu

Flugmálayfirvöld í Argentínu ætla að áfrýja ákvörðun dómstóla sem hafa samþykkt næturflugbann um El Palomar flugvöllinn í Buenos Aires að beiðni argentínska ríkisins.

El Palomar er lágfargjaldarflugvöllur sem staðsettur er í miðri höfuðborginni en að sögn stjórnvalda hafa borist margar kvartanir frá íbúum að undanförnu í kjölfars aukinna umsvifa lágfargjaldarfélaganna Flybondi og Jetsmart Argentina.

Þar af leiðandi hefur tillaga verið samþykkt um að setja á næturbann við öllum brottförum og lendingum milli klukkan 23:00 og 6:00 frá og með 9. september næstkomandi.

ANAC, flugmálayfirvöld Argentínu, mótmæla þessari ákvörðun á þeim forsendum að allar kröfur um hávaðatakmarkanir séu uppfylltar og starfi flugvöllurinn eftir öllum reglugerðum sem Alþjóðaflugmálastofnuni (ICAO) setur varðandi þau efni.

Sögu El Palomar flugvallarins má rekja aftur til ársins 1910

El Palomar er einn elsti flugvöllur Argentínu en hann hóf starfsemi sína upphaflega sem herflugvöllur árið 1910 en árið 2017 var hann gerður að þriðja flugvellinum fyrir Buenos Aires ásamt Ministro Pistarini alþjóðaflugvellinum og Jorge Newbery flugvellinum.

ANAC segir að næturbannið geti raskað starfsemi Flybondi og Jetsmart Argentina sem gæti haft áhrif á allt að 6.000 farþega í hverri viku sem koma með kvöldflugi til vallarins.

Flybondi segir að lágfargjaldafélög hafi ekki efni á því að láta flugvélar standa og bíða í 7 klukkustundir á nóttunni og verða slík flugfélög að fljúga á næturnar líka til að halda sama lága verðinu á fargjöldum.

„Þá eru einnig nokkur alþjóðaflug sem geta ekki takmarkast við næturbann eins og flug frá El Palomar til Asunción í Paragvæ“, segir í tilkynningu frá Flybondi en sveiganlegur afgreiðslutími allan sólarhringinn á El Palomar flugvellinum var forsenda þess að félagið valdi þennan flugvöll sem aðalbækistöð er félagið hóf starfsemi sína árið 2018.  fréttir af handahófi

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Bjartsýnir á að Boeing 737 MAX eigi eftir að ná sér á strik aftur

18. nóvember 2019

|

Randy Tinseth, varaforstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, segir að framleiðandinn sé bjartsýnn á að Boeing 737 MAX þotan eigi eftir að ná sér á strik þegar á líður og að pantanir eigi eftir að taka v

  Nýjustu flugfréttirnar

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

21. nóvember 2019

|

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.