flugfréttir

Næturflugbanni um lágfargjaldaflugvöll áfrýjað

- Segja að lágfargjaldafélög verði að geta flogið nótt sem nýtan dag

28. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:53

Boeing 737 þota Flybondi á El Palomar flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu

Flugmálayfirvöld í Argentínu ætla að áfrýja ákvörðun dómstóla sem hafa samþykkt næturflugbann um El Palomar flugvöllinn í Buenos Aires að beiðni argentínska ríkisins.

El Palomar er lágfargjaldarflugvöllur sem staðsettur er í miðri höfuðborginni en að sögn stjórnvalda hafa borist margar kvartanir frá íbúum að undanförnu í kjölfars aukinna umsvifa lágfargjaldarfélaganna Flybondi og Jetsmart Argentina.

Þar af leiðandi hefur tillaga verið samþykkt um að setja á næturbann við öllum brottförum og lendingum milli klukkan 23:00 og 6:00 frá og með 9. september næstkomandi.

ANAC, flugmálayfirvöld Argentínu, mótmæla þessari ákvörðun á þeim forsendum að allar kröfur um hávaðatakmarkanir séu uppfylltar og starfi flugvöllurinn eftir öllum reglugerðum sem Alþjóðaflugmálastofnuni (ICAO) setur varðandi þau efni.

Sögu El Palomar flugvallarins má rekja aftur til ársins 1910

El Palomar er einn elsti flugvöllur Argentínu en hann hóf starfsemi sína upphaflega sem herflugvöllur árið 1910 en árið 2017 var hann gerður að þriðja flugvellinum fyrir Buenos Aires ásamt Ministro Pistarini alþjóðaflugvellinum og Jorge Newbery flugvellinum.

ANAC segir að næturbannið geti raskað starfsemi Flybondi og Jetsmart Argentina sem gæti haft áhrif á allt að 6.000 farþega í hverri viku sem koma með kvöldflugi til vallarins.

Flybondi segir að lágfargjaldafélög hafi ekki efni á því að láta flugvélar standa og bíða í 7 klukkustundir á nóttunni og verða slík flugfélög að fljúga á næturnar líka til að halda sama lága verðinu á fargjöldum.

„Þá eru einnig nokkur alþjóðaflug sem geta ekki takmarkast við næturbann eins og flug frá El Palomar til Asunción í Paragvæ“, segir í tilkynningu frá Flybondi en sveiganlegur afgreiðslutími allan sólarhringinn á El Palomar flugvellinum var forsenda þess að félagið valdi þennan flugvöll sem aðalbækistöð er félagið hóf starfsemi sína árið 2018.  fréttir af handahófi

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00