flugfréttir

Huga að því að ferja MAX-þotur til hlýrri landa fyrir veturinn

- Flestar Boeing 737 MAX þoturnar fara í langtímageymslu í eyðimörkum

28. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:15

Boeing 737 MAX þotur United Airlines og Air Canada

Nokkur flugfélög eru farin að huga að því að færa kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur til hlýrri landsvæða þar sem vetur fer nú að ganga í garð á næstunni með kólnandi veðri á norðurhveli jarðar.

Bráðum verður hálft ár liðið frá því Boeing 737 MAX vélarnar voru kyrrsettar um allan heim og eru fjölmargar MAX-þotur geymdar í dag undir berum himni í löndum þar sem veður fer kólnandi á næstunni.

Air Canada, United og Icelandair eru meðal þeirra flugfélaga sem ætla sér að ferja vélarnar til heitari landa eða eru að skoða þann möguleika þar sem milt veðurfar ríkir á veturnar með hita töluvert yfir frostmarki.

Sum flugfélög íhuga flutning en önnur ekki

Air Canada hefur 24 Boeing 737 MAX þotur í sínum flota sem eru geymdar í dag utandyra í Kanada en félagið íhugar að ferja vélarnar til geymslu í eyðimörk þar sem ekki lítur út fyrir að Boeing 737 MAX fái leyfi til að fljúga á ný fyrir veturinn.

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur í flota American Airlines

WestJet, samkeppnisflugfélag Air Canada, ætlar hinsvegar ekki að ferja sínar þotur neitt en félagið hefur þrettán MAX-þotur og ætlar félagið að ræsa hreyflana að minnsta kosti einu sinni í viku í vetur og aka þeim um á athafnasvæði þeirra flugvallar þar sem þær eru geymdar til að „halda þeim heitum“.

United Airlines hefur fjórtán Boeing 737 MAX þotur sem staðsettar eru í dag í Los Angeles og í Houston en félagið ætlar að ferja þær til Arizona á næstunni.

Greint hefur verið frá því að Icelandair séu að skoða möguleika á að ferja þær fjórar Boeing 737 MAX þotur, sem staðið hafa á Keflavíkurflugvelli frá því í mars, í geymslu erlendis. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í viðtali í Fréttablaðinu að Ísland sé ekki besti staðurinn til að geyma flugvélar yfir veturinn.

Boeing ætlar að hækka framleiðsluhraðan á ný upp í 52 þotur
á mánuði eftir áramót

Það kostar flugfélög um 250.000 krónur á mánuði að sinna viðhaldi vegna hverrar Boeing 737 MAX þotu sem er í langtímageymslu og er þá ekki talinn með geymslukostnaðurinn sjálfur. Það þýðir að flugfélag á borð við Air Canada gæti þurft að verja um 6 milljónum króna á mánuði að geyma sínar Boeing 737 MAX þotur.

Að öðru leyti þarf að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir flugvélar sem þurfa að standa til lengri tíma með því að huga að hjólabúnaði og breiða yfir bremsukerfi svo ekki verði tæring vegna regns og snjós. Þá þarf að huga að öllum götum á við pitot- og static-kerfi og skynjurum og vökvakerfi vélanna.

Southwest Airlines þarf ekki að færa sínar Boeing 737 MAX þotur neitt þar sem félagið hefur haft sínar 34 þotur í geymslu í Mojave-eyðimörkinni frá því í sumar en stór hópur flugvirkja hjá félaginu hefur þurft að sinna viðhaldi á vélunum vegna geymslu og eru LEAP-1B hreyflar þeirra ræstir reglulega upp.

Ræsa þarf hreyflana að minnsta kosti 1 sinni í viku

Hreyflaframleiðandinn, CFM International, mælir með að hreyflarnir séu ræstir upp einu sinni í viku og hafðir í gangi í a.m.k. 20 mínútur til að losna við þann raka sem kann að myndast að öðru leyti í olíukerfi vélarinnar. Þá þarf að smyrja ýmsa íhluti með olíu til að forðast tæringu og einnig verða flugvirkjar að ræsa upp APU-kerfi vélanna einu sinni í viku.

Boeing 737NG þota Southwest Airlines í Mojave-eyðimörkinni

Í langtímageymslu í eyðimörk er mælt með að dyrnar á flugvélunum séu hafðar opnar til að forðast að hátt hitastig valdi skemmdum í farþegarýminu en það býður upp á að fuglar eða önnur dýr geta gert sig heimakomin inn í flugvélarnar og þarf þá að hafa eftirlit með því.

„Dýpri geymsla“ helmingi ódýrari kostur

Sum flugfélög gætu farið þá leið að setja sínar Boeing 737 MAX þotur í „dýpri geymslu“ sem þýðir að þá eru rafhlöður fjarlægðar og gengið er frá hreyflum með þeim hætti að ekki þurfi að verja eins miklum mannafla í viðhald á meðan á geymslu stendur og krefst það þá einnig þess að ekki þurfi að uppfylla eins miklar kröfur varðandi reglugerðir frá flugmálayfirvöldum.

Boeing 737 MAX þotur Southwest Airlines í Mojave-eyðimörkinni

Slík geymsla er allt að helmingi ódýrari en hefðbundin geymsla þar sem nauðsynlegt er að ræsa flugvélar upp reglulega en á móti þarf þá að losa í burt alla olíu og skipta á olíukerfinu með sérstakri olíu með ryðvarnarefni og þá þarf að innsigla allar rifur og breiða fyrir alla glugga með álbreiðum.

„Ekki settar í geymslu eins og hver annar hlutur og gengið svo í burtu“

Á hverjum degi er farin eftirlitsferð um hverja flugvél sem er í geymslu í eyðimörkinni þar sem athugað er með hvort að ábreiður sé ennþá fastar, vikulega er skoðað eftir ryði eða tæringu og á tveggja vikna fresti er rafkerfi vélanna ræst upp í tvær klukkustundir.

Flugfélagið TUI hefur eina kyrrsetta Boeing 737 MAX þotu á Tenerife

Þá er hver flugvél færð til um sem nemur þriðjung af ummáli hjólanna einu sinni í mánuði til að koma í veg fyrir að vélarnar standi ekki á sama punktinum á dekkinu of lengi og á 3 mánaða fresti eru flapar, hliðarstýri og aðrir stýrisfletir hreyfð til og færð í ystu stöðu og til baka.

Ef kyrrsetning varir lengur en eitt ár þarf að draga upp hjólabúnað og setja aftur niður en slík aðgerð er frekar dýr miðað við geymslustöðu og þarf því að hífa flugvélina upp með tjökkum sem er komið fyrir undir vængjunum.

Boeing og Airbus mæla með því að þotur, sem eru í langtímageymslu, sé komið í undirbúningsástand eins og fyrir notkun væri að ræða á eins ár fresti og svo gengið frá þeim að nýju.

„Þetta er ekki þannig að þeir leggja vélunum, ganga í burtu og koma til baka sex mánuðum síðar“, segir Tim Zemanovic, forstjóri hjá fyrirtækinu Fillmore Aviation, sem einnig hefur verið forstöðumaður hjá flugvélakirkjugarði.  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Þota fórst við stillingar á leiðsögubúnaði

23. janúar 2020

|

Þrír létust í flugslysi í Suður-Afríku eftir að einkaþota af gerðinni Cessna S550 Citation II brotlenti í fjalllendi í Outeniqua-fjöllum, mitt á milli Höfðaborgar og borgarinnar Port Elizabeth, í mor

  Nýjustu flugfréttirnar

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00