flugfréttir

Widerøe og Rolls-Royce í samstarf um rafmagnsflug

- Stefna á að skipta Dash 8 flugvélunum út fyrir rafmagnsflugvélar eftir áratug

30. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:00

Dash 8 flugvélar norska flugfélagsins Widerøe

Norska flugfélagið Widerøe og Rolls-Royce hreyflaframleiðandinn hafa hafið samstarf um rannsókn á möguleikum á framleiðslu á hreyflum knúnum áfram eingöngu með rafmagni.

Noregur hefur komið sér ofarlega á lista þeirra landa sem farin eru að huga að öðrum orkugjöfum í flugi en farþegaflugvélar sem ganga fyrir raforku er þó enn töluverð áskorun.

Widerøe stefnir á að leysa Dash 8 flugvélarnar í flotanum af hólmi með umhverfisvænni flugvélum árið 2030 með því að fljúga áætlunarflug með flugvélum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni og er samstarf við Rolls-Royce því stórt skref í átt að því markmiði.

Andreas Aks, yfirmaður yfir stefnudeild Widerøe, segir að þróun í rafmangsflugi lofi góðu en hlutirnir þurfi samt að þróast með meiri hraða en þeir gera í dag.

Tilkynnt var um samstarf Widerøe og Rolls-Royce á Clean Aerospace ráðstefnunni sem haldin var í breska sendiráðinu í Osló en að sögn Rolls-Royce hefur undirbúningur samstarfsins þegar hafist.

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur þegar komið á fót rannsóknardeild í Þrándheimi varðandi þróun á raforku í flugi

Noregur hefur þegar lýst því yfir að stefnt er á að allt innanlandsflug verði útblásturslaust árið 2040 og þá stefna Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) á það sama árið 2050.

Rolls-Royce hefur þegar komið á fótt rannsóknardeild í Þrándheimi þar sem rannsókn á raforku sem aflgjafa í flugi er að hefjast en stærsta áskorunin er að þróa hreyfil og rafhlöður sem ná að framkvæma það afl sem þarf til að knýja áfram stóra farþegaflugvél sem hefur reynst auðveldara í almannaflugi er kemur að litlum einkaflugvélum.

Rolls-Royce hefur náð yfirburðastöðu í þróun og rannsókn á raforkugjafa eftir að framleiðandinn tók yfir rekstri rafmagnsflugvéladeild Siemens og þá hefur töluverðum árangri verið náð í rannsókn á rafmagnsflugi með E-Fan X verkefninu.  fréttir af handahófi

Sagt að Boeing 747 eigi tvö ár eftir í framleiðslu

3. júlí 2020

|

Sagt er að Boeing sé búið að ákveða að hætta framleiðslu á júmbó-þotunni, Boeing 747, samkvæmt fréttum Bloomberg News en sú útgáfa af júmbó-þotunni sem framleidd hefur verið í dag nefnist Boe

Airbus kynnir plasthlíf fyrir A350 gegn kaffisulli

24. apríl 2020

|

Airbus hefur komið með lausn á kaffisullsvandanum sem hafði herjað á þá flugmenn sem flugu Airbus A350 þotunum og hefur framleiðandinn kynnt sérstaka plashlíf sem farið er fram á að notuð verði til a

Sagt að Boeing 757-Plus sé til skoðunar í stað Boeing 797

30. apríl 2020

|

Flestir flugvélaframleiðendur halda nú að sér höndum og reyna hvað þeir geta til þess að komast í gegnum þá undarlegu tíma sem nú ríkja um allan heim vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00