flugfréttir

Widerøe og Rolls-Royce í samstarf um rafmagnsflug

- Stefna á að skipta Dash 8 flugvélunum út fyrir rafmagnsflugvélar eftir áratug

30. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:00

Dash 8 flugvélar norska flugfélagsins Widerøe

Norska flugfélagið Widerøe og Rolls-Royce hreyflaframleiðandinn hafa hafið samstarf um rannsókn á möguleikum á framleiðslu á hreyflum knúnum áfram eingöngu með rafmagni.

Noregur hefur komið sér ofarlega á lista þeirra landa sem farin eru að huga að öðrum orkugjöfum í flugi en farþegaflugvélar sem ganga fyrir raforku er þó enn töluverð áskorun.

Widerøe stefnir á að leysa Dash 8 flugvélarnar í flotanum af hólmi með umhverfisvænni flugvélum árið 2030 með því að fljúga áætlunarflug með flugvélum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni og er samstarf við Rolls-Royce því stórt skref í átt að því markmiði.

Andreas Aks, yfirmaður yfir stefnudeild Widerøe, segir að þróun í rafmangsflugi lofi góðu en hlutirnir þurfi samt að þróast með meiri hraða en þeir gera í dag.

Tilkynnt var um samstarf Widerøe og Rolls-Royce á Clean Aerospace ráðstefnunni sem haldin var í breska sendiráðinu í Osló en að sögn Rolls-Royce hefur undirbúningur samstarfsins þegar hafist.

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur þegar komið á fót rannsóknardeild í Þrándheimi varðandi þróun á raforku í flugi

Noregur hefur þegar lýst því yfir að stefnt er á að allt innanlandsflug verði útblásturslaust árið 2040 og þá stefna Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) á það sama árið 2050.

Rolls-Royce hefur þegar komið á fótt rannsóknardeild í Þrándheimi þar sem rannsókn á raforku sem aflgjafa í flugi er að hefjast en stærsta áskorunin er að þróa hreyfil og rafhlöður sem ná að framkvæma það afl sem þarf til að knýja áfram stóra farþegaflugvél sem hefur reynst auðveldara í almannaflugi er kemur að litlum einkaflugvélum.

Rolls-Royce hefur náð yfirburðastöðu í þróun og rannsókn á raforkugjafa eftir að framleiðandinn tók yfir rekstri rafmagnsflugvéladeild Siemens og þá hefur töluverðum árangri verið náð í rannsókn á rafmagnsflugi með E-Fan X verkefninu.  fréttir af handahófi

Segja að þrjár flugvélar hafi „horfið“ úr flota Air Zimbabwe

4. júlí 2019

|

Flugfélagið Air Zimbabwe hefur vísað á bug fréttum um að þrjár flugvélar í flota félagsins séu týndar og að þær hafi horfið frá flugvellinum í Harare þar sem félagið hefur höfuðstöðvar sínar.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

CAE sér mikla aukningu í sölu á flughermum fyrir 737 MAX

10. september 2019

|

Mikil aukning hefur verið í sölu á Boeing 737 MAX flughermum á þessu ári þrátt fyrir að þoturnar hafa verið kyrrsettar um allan heim í tæpt hálft ár að verða.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00