flugfréttir

Widerøe og Rolls-Royce í samstarf um rafmagnsflug

- Stefna á að skipta Dash 8 flugvélunum út fyrir rafmagnsflugvélar eftir áratug

30. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:00

Dash 8 flugvélar norska flugfélagsins Widerøe

Norska flugfélagið Widerøe og Rolls-Royce hreyflaframleiðandinn hafa hafið samstarf um rannsókn á möguleikum á framleiðslu á hreyflum knúnum áfram eingöngu með rafmagni.

Noregur hefur komið sér ofarlega á lista þeirra landa sem farin eru að huga að öðrum orkugjöfum í flugi en farþegaflugvélar sem ganga fyrir raforku er þó enn töluverð áskorun.

Widerøe stefnir á að leysa Dash 8 flugvélarnar í flotanum af hólmi með umhverfisvænni flugvélum árið 2030 með því að fljúga áætlunarflug með flugvélum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni og er samstarf við Rolls-Royce því stórt skref í átt að því markmiði.

Andreas Aks, yfirmaður yfir stefnudeild Widerøe, segir að þróun í rafmangsflugi lofi góðu en hlutirnir þurfi samt að þróast með meiri hraða en þeir gera í dag.

Tilkynnt var um samstarf Widerøe og Rolls-Royce á Clean Aerospace ráðstefnunni sem haldin var í breska sendiráðinu í Osló en að sögn Rolls-Royce hefur undirbúningur samstarfsins þegar hafist.

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur þegar komið á fót rannsóknardeild í Þrándheimi varðandi þróun á raforku í flugi

Noregur hefur þegar lýst því yfir að stefnt er á að allt innanlandsflug verði útblásturslaust árið 2040 og þá stefna Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) á það sama árið 2050.

Rolls-Royce hefur þegar komið á fótt rannsóknardeild í Þrándheimi þar sem rannsókn á raforku sem aflgjafa í flugi er að hefjast en stærsta áskorunin er að þróa hreyfil og rafhlöður sem ná að framkvæma það afl sem þarf til að knýja áfram stóra farþegaflugvél sem hefur reynst auðveldara í almannaflugi er kemur að litlum einkaflugvélum.

Rolls-Royce hefur náð yfirburðastöðu í þróun og rannsókn á raforkugjafa eftir að framleiðandinn tók yfir rekstri rafmagnsflugvéladeild Siemens og þá hefur töluverðum árangri verið náð í rannsókn á rafmagnsflugi með E-Fan X verkefninu.  fréttir af handahófi

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

27. september 2019

|

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

Adria Airways er gjaldþrota

30. september 2019

|

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugreks

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00