flugfréttir

Var í sínum fyrsta flugtíma er flugkennarinn missti meðvitund

- Tókst að lenda flugvélinni giftusamlega með leiðsögn frá flugturni

1. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Max Sylvester tókst að lenda flugvélinni í sínum fyrsta flugtíma með leiðsögn frá flugturninum eftir að flugkennarinn missti meðvitund

Nemandi, sem var í sínum fyrsta flugtíma, tókst giftusamlega að lenda kennsluflugvél í Perth í Ástralíu í gær eftir að flugkennarinn hans missti skyndilega meðvitund um borð.

Nemandinn, Max Sylvester, sem er á fertugsaldri, og kennarinn hans, höfðu verið í um klukkustund á flugi á flugvél af gerðinni Cessna 152 þegar Max hafði samband við flugturninn á Jandakot-flugvellinum þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var einn við stjórnvölin.

Max sagði flugturninum að flugkennarinn væri ekki með meðvitund og hann væri farin að halla höfði sínu á axlirnar hans og hann væri í augnablikinu einn að fljúga vélinni.

Flugumferðarstjórinn byrjaði á því að spyrja hann hvort hann kynni að fljúga vélinni en Max svaraði því neitandi þar sem þetta var hans fyrsti flugtími og var þá ákveðið að kalla til flugkennara frá skólanum og láta hann mæti upp í flugturninn til að leiðbeina nemandanum.

Eftirfarandi samtal fór í gang milli nemandans og flugumferðarstjórans:

ATC: Flugkennarinn þinn…. er hann meðvitundarlaus?
Max: Hann hallar sér yfir axlirnar mínar. Ég er að reyna að halda höfði hans uppi en hann hallar höfðinu alltaf niður aftur
ATC: Tango Foxtrot Romeo, veistu hvernig á að fljúga vélinni?
Max: Mjög, mjög lítið. Þetta er fyrsti flugtíminn minn

Neyðarteymi fór strax að vélinni eftir að hún staðnæmdist og var flugkennarinn fluttur á sjúkrahús

Flugumferðarstjórinn leiðbeindi Max í gegnum allt ferlið en það tók hann nokkrar tilraunir til að lenda áður en hann lenti flugvélinni að lokum með glæsibrag.

ATC: Ok, það fyrsta sem við viljum gera er að halda vængjunum láréttum og halda réttri hæð og réttum hraða. Við erum að fylgjast með þér og hvar þú ert í augnablikinu. Hefuru lent flugvél áður?
Max: Nei, aldrei
ATC: Þú ert að standa þig mjög vel. Ég veit að þetta er mjög stressandi. En þú ert að standa þig svakalega vel og við munum hjálpa þér að koma þér niður aftur, ok?

Tíu sjúkrabílar og slökkviliðsbílar voru í viðbragðsstöðu á flugvellinum er Max lenti vélinni en lendingin var það mjúk að hún var engu síðri en lending hjá reyndum flugmönnum sem hafa flogið í mörg ár með hundruði flugtíma að baki.

Flugvélin sem Max Sylvester náði að lenda ber skráninguna VH-TFR

Chuck McElwee, eigandi flugskólanum í Perth, segir að svona atvik hafi aldrei áður komið upp á þeim 28 árum sem hann hefur verið í bransanum og hampaði hann nemandanum og einnig flugumferðarstjóranum og flugkennaranum fyrir frábært samstarf við að leiðbeina Max.

„Þetta hefði geta farið mun verr en allt gekk eins og í sögu í þetta skiptið og því má þakka góðu samstarfi frá flugumferðarstjóranum og flugkennara frá skólanum sem dreif sig upp í flugturninn er í ljós kom hvaða aðstæður hvoru komnar upp þar sem þetta var nemandi“, segir McElwee.

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra mættu með honum út á flugvöll

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra höfðu öll fylgt honum í fyrsta flugtímann og urðu þau vitni að því þegar hið óvænta ástand kom upp og fylgdust með alveg til enda en mikil fagnaðarlæti brutust út meðal allra er Max náði að lenda vélinni.

„Hún var eins og klettur og náði að halda ró sinni allan tímann alveg til enda. Við sögðum henni að ekki láta Max keyra heim og leyfa honum að jafna sig aðeins fyrst“, sagði McElwee.

Flugkennarinn sem var um borð, Robert Mollard, var fluttur á sjúkrahús og er hann allur að koma til.

Myndband:  fréttir af handahófi

Jet2.com og Jet2CityBreaks fjölga flugferðum til landsins

31. janúar 2020

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að fjölga áætlunarflugferðum hingað til lands veturinn 2020 - 2021 með áætlunarflugi frá Birmingham og Manchester í fyrsta sinn, ás

Þyrla Kobe Bryant var í sérlegu sjónflugi í mjög lélegu skyggni

27. janúar 2020

|

Talið er líklegt að þyrluslysið í Los Angeles í Kaliforníu í gær, er Sikorsky S-76B þyrla með körfuboltamanninn Kobe Bryant innanborðs, auk dóttur hans, flugmanns og sex annarra um borð, hafi orsakast

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00