flugfréttir

Var í sínum fyrsta flugtíma er flugkennarinn missti meðvitund

- Tókst að lenda flugvélinni giftusamlega með leiðsögn frá flugturni

1. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Max Sylvester tókst að lenda flugvélinni í sínum fyrsta flugtíma með leiðsögn frá flugturninum eftir að flugkennarinn missti meðvitund

Nemandi, sem var í sínum fyrsta flugtíma, tókst giftusamlega að lenda kennsluflugvél í Perth í Ástralíu í gær eftir að flugkennarinn hans missti skyndilega meðvitund um borð.

Nemandinn, Max Sylvester, sem er á fertugsaldri, og kennarinn hans, höfðu verið í um klukkustund á flugi á flugvél af gerðinni Cessna 152 þegar Max hafði samband við flugturninn á Jandakot-flugvellinum þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var einn við stjórnvölin.

Max sagði flugturninum að flugkennarinn væri ekki með meðvitund og hann væri farin að halla höfði sínu á axlirnar hans og hann væri í augnablikinu einn að fljúga vélinni.

Flugumferðarstjórinn byrjaði á því að spyrja hann hvort hann kynni að fljúga vélinni en Max svaraði því neitandi þar sem þetta var hans fyrsti flugtími og var þá ákveðið að kalla til flugkennara frá skólanum og láta hann mæti upp í flugturninn til að leiðbeina nemandanum.

Eftirfarandi samtal fór í gang milli nemandans og flugumferðarstjórans:

ATC: Flugkennarinn þinn…. er hann meðvitundarlaus?
Max: Hann hallar sér yfir axlirnar mínar. Ég er að reyna að halda höfði hans uppi en hann hallar höfðinu alltaf niður aftur
ATC: Tango Foxtrot Romeo, veistu hvernig á að fljúga vélinni?
Max: Mjög, mjög lítið. Þetta er fyrsti flugtíminn minn

Neyðarteymi fór strax að vélinni eftir að hún staðnæmdist og var flugkennarinn fluttur á sjúkrahús

Flugumferðarstjórinn leiðbeindi Max í gegnum allt ferlið en það tók hann nokkrar tilraunir til að lenda áður en hann lenti flugvélinni að lokum með glæsibrag.

ATC: Ok, það fyrsta sem við viljum gera er að halda vængjunum láréttum og halda réttri hæð og réttum hraða. Við erum að fylgjast með þér og hvar þú ert í augnablikinu. Hefuru lent flugvél áður?
Max: Nei, aldrei
ATC: Þú ert að standa þig mjög vel. Ég veit að þetta er mjög stressandi. En þú ert að standa þig svakalega vel og við munum hjálpa þér að koma þér niður aftur, ok?

Tíu sjúkrabílar og slökkviliðsbílar voru í viðbragðsstöðu á flugvellinum er Max lenti vélinni en lendingin var það mjúk að hún var engu síðri en lending hjá reyndum flugmönnum sem hafa flogið í mörg ár með hundruði flugtíma að baki.

Flugvélin sem Max Sylvester náði að lenda ber skráninguna VH-TFR

Chuck McElwee, eigandi flugskólanum í Perth, segir að svona atvik hafi aldrei áður komið upp á þeim 28 árum sem hann hefur verið í bransanum og hampaði hann nemandanum og einnig flugumferðarstjóranum og flugkennaranum fyrir frábært samstarf við að leiðbeina Max.

„Þetta hefði geta farið mun verr en allt gekk eins og í sögu í þetta skiptið og því má þakka góðu samstarfi frá flugumferðarstjóranum og flugkennara frá skólanum sem dreif sig upp í flugturninn er í ljós kom hvaða aðstæður hvoru komnar upp þar sem þetta var nemandi“, segir McElwee.

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra mættu með honum út á flugvöll

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra höfðu öll fylgt honum í fyrsta flugtímann og urðu þau vitni að því þegar hið óvænta ástand kom upp og fylgdust með alveg til enda en mikil fagnaðarlæti brutust út meðal allra er Max náði að lenda vélinni.

„Hún var eins og klettur og náði að halda ró sinni allan tímann alveg til enda. Við sögðum henni að ekki láta Max keyra heim og leyfa honum að jafna sig aðeins fyrst“, sagði McElwee.

Flugkennarinn sem var um borð, Robert Mollard, var fluttur á sjúkrahús og er hann allur að koma til.

Myndband:  fréttir af handahófi

Röng flapastilling talin orsök flugslyss í Connecticut

7. ágúst 2019

|

Röng stilling á flöpum er talin vera orsök flugslyss sem átti sér stað í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum er kennsluflugvél af gerðinni Cessna C172 brotlenti skömmu eftir flugtak á gras

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

2. september 2019

|

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.