flugfréttir

Var í sínum fyrsta flugtíma er flugkennarinn missti meðvitund

- Tókst að lenda flugvélinni giftusamlega með leiðsögn frá flugturni

1. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Max Sylvester tókst að lenda flugvélinni í sínum fyrsta flugtíma með leiðsögn frá flugturninum eftir að flugkennarinn missti meðvitund

Nemandi, sem var í sínum fyrsta flugtíma, tókst giftusamlega að lenda kennsluflugvél í Perth í Ástralíu í gær eftir að flugkennarinn hans missti skyndilega meðvitund um borð.

Nemandinn, Max Sylvester, sem er á fertugsaldri, og kennarinn hans, höfðu verið í um klukkustund á flugi á flugvél af gerðinni Cessna 152 þegar Max hafði samband við flugturninn á Jandakot-flugvellinum þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var einn við stjórnvölin.

Max sagði flugturninum að flugkennarinn væri ekki með meðvitund og hann væri farin að halla höfði sínu á axlirnar hans og hann væri í augnablikinu einn að fljúga vélinni.

Flugumferðarstjórinn byrjaði á því að spyrja hann hvort hann kynni að fljúga vélinni en Max svaraði því neitandi þar sem þetta var hans fyrsti flugtími og var þá ákveðið að kalla til flugkennara frá skólanum og láta hann mæti upp í flugturninn til að leiðbeina nemandanum.

Eftirfarandi samtal fór í gang milli nemandans og flugumferðarstjórans:

ATC: Flugkennarinn þinn…. er hann meðvitundarlaus?
Max: Hann hallar sér yfir axlirnar mínar. Ég er að reyna að halda höfði hans uppi en hann hallar höfðinu alltaf niður aftur
ATC: Tango Foxtrot Romeo, veistu hvernig á að fljúga vélinni?
Max: Mjög, mjög lítið. Þetta er fyrsti flugtíminn minn

Neyðarteymi fór strax að vélinni eftir að hún staðnæmdist og var flugkennarinn fluttur á sjúkrahús

Flugumferðarstjórinn leiðbeindi Max í gegnum allt ferlið en það tók hann nokkrar tilraunir til að lenda áður en hann lenti flugvélinni að lokum með glæsibrag.

ATC: Ok, það fyrsta sem við viljum gera er að halda vængjunum láréttum og halda réttri hæð og réttum hraða. Við erum að fylgjast með þér og hvar þú ert í augnablikinu. Hefuru lent flugvél áður?
Max: Nei, aldrei
ATC: Þú ert að standa þig mjög vel. Ég veit að þetta er mjög stressandi. En þú ert að standa þig svakalega vel og við munum hjálpa þér að koma þér niður aftur, ok?

Tíu sjúkrabílar og slökkviliðsbílar voru í viðbragðsstöðu á flugvellinum er Max lenti vélinni en lendingin var það mjúk að hún var engu síðri en lending hjá reyndum flugmönnum sem hafa flogið í mörg ár með hundruði flugtíma að baki.

Flugvélin sem Max Sylvester náði að lenda ber skráninguna VH-TFR

Chuck McElwee, eigandi flugskólanum í Perth, segir að svona atvik hafi aldrei áður komið upp á þeim 28 árum sem hann hefur verið í bransanum og hampaði hann nemandanum og einnig flugumferðarstjóranum og flugkennaranum fyrir frábært samstarf við að leiðbeina Max.

„Þetta hefði geta farið mun verr en allt gekk eins og í sögu í þetta skiptið og því má þakka góðu samstarfi frá flugumferðarstjóranum og flugkennara frá skólanum sem dreif sig upp í flugturninn er í ljós kom hvaða aðstæður hvoru komnar upp þar sem þetta var nemandi“, segir McElwee.

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra mættu með honum út á flugvöll

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra höfðu öll fylgt honum í fyrsta flugtímann og urðu þau vitni að því þegar hið óvænta ástand kom upp og fylgdust með alveg til enda en mikil fagnaðarlæti brutust út meðal allra er Max náði að lenda vélinni.

„Hún var eins og klettur og náði að halda ró sinni allan tímann alveg til enda. Við sögðum henni að ekki láta Max keyra heim og leyfa honum að jafna sig aðeins fyrst“, sagði McElwee.

Flugkennarinn sem var um borð, Robert Mollard, var fluttur á sjúkrahús og er hann allur að koma til.

Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga