flugfréttir

Rússar hafa áhuga á fjartengdri flugumferðarstjórnun

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:24

Með fjartengdri flugumferðarstjórnun sér flugumferðarstjóri lifandi útsendingu frá myndavélum á flugvelli sem staðsettur er á allt öðrum stað

Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhuga fyrir því að koma upp fjartengdri flugumferðarstjórnun á nokkrum flugvöllum í landinu þar sem flugumferðinni væri þá stjórnað úr flugturni sem staðsettur er á allt öðrum stað.

Slík tækni hefur rutt sér til rúms til að mynda í Svíþjóð en Svíar hafa komið upp svokallaðri „Remote Tower Center“ á flugvellinum í Örnsköldsvik sem er útbúinn fjölda laser-skynjara og myndavéla ásamt fullkomnri veðurstöð og eru allar upplýsingarnar sendar til flugturns sem er staðsettur í yfir 100 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum sjálfum.

Rússneska flugumferðarstjórnin, Rosaviatsia, hefur átt í viðræðum við rússneska samgönguráðuneytið og rannsóknarstofnun flugmála en stjórnvöld í Rússland telja að með fjartengdri flugumferðarstjórn væri hægt að auka gæði og hagkvæmni í rekstri á flugvöllum þar sem flugumferð er tiltölulega lítil.

Formlegar viðræður varðandi þennan möguleika fóru fram á MAKS flugsýningunni í Moskvu á dögunum og deildu aðilar frá öðrum löndum reynslu sinni af fjartengdri flugumferðarstjórnun og einnig greindu þeir frá þeim vandamálum sem geta komið upp við að flytja gögn í beinni frá fjartengda flugvellinum til stjórnstöðvar.

Írsk flugmálayfirvöld hafa til að mynda þegar gert samning við Saab í Svíþjóð um uppsetningu á fjartengdri flugstjórnartækni á flugvellinum í Dublin en þaðan stendur til að stjórna flugumferðinni á flugvöllunum í Cork og á Shannon.  fréttir af handahófi

Sjötta og seinasta C919 tilraunarþotan hefur sig á loft

27. desember 2019

|

Sjötta og síðasta Comac C919 tilraunarþotan flaug sitt fyrsta flug í dag og eru þá allar tilraunarþoturnar sex komnar í umferð sem munu framkvæma flugprófanir á næstu misserum.

17 ára stúlka gerði tilraun til að stela King Air 200 flugvél

19. desember 2019

|

Lögreglan í Fresno í Kaliforníu fékk í gær undarlegt útkall þegar tilkynnt var um að unglingsstúlka hafði tekist að fara um borð í flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 á flugvellinum í bænum og

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00