flugfréttir

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

- Bóka flug til að versla eða eiga lengri kveðjustund með ástvinum

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:24

Changi-flugvöllurinn í Singapore

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

Í mörgum tilvikum er um að ræða fólk sem pantaði flug til að komast inn á öryggissvæði flugstöðvarinnar í allt öðrum tilgangi en til þess að fara í flug.

Í frétt Straits Times er greint frá því að tvítug stúlka hafi pantað flug bara til þess að komast inn í flugstöðina til að sjá hljómsveit sem var að spila á því svæði flugstöðvarinnar sem einungis er hægt að komast eftir að búið er að fara í gegnum öryggisleit. Þá var önnur stúlka sem gerði það sama bara til að versla föt í fríhöfninni.

Þann 25. ágúst sl. var 27 ára karlmaður sem bókað flug frá Changi-flugvellinum í Singapore til þess að geta varið meiri tíma með unnustu sinni áður en hún fór um borð í flug en að kveðjustund lokinni yfirgaf hann flugvöllinn með ónotað brottfararspjald og var að lokum handtekinn fyrir að hafa misnotað öryggissvæði vallarins.

Nokkrir hafa bókað flug einungis til þess að komast í fríhafnarverslanirnar á Changi-flugvellinum

Þá var 42 ára gömul kona sem bókaði flug frá Singapore í þeim tilgangi að versla vörur í fríhöfninni en er hún lék sama leik aftur nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hún hafði einnig fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan en hélt svo heim á leið án þess að hafa ætlað sér að fara með flugi.

Til að sporna við vandamálinu er búið að koma upp viðvörunarskiltum þar sem farþegar eru varaðir við því að þeir geti átt von á því að fá sekt upp á allt að 1,8 milljón króna séu þeir ekki að fara í flug þrátt fyrir að hafa innritað sig og með brottfararspjald.

Árið 2018 voru um 40 manns handteknir fyrir að misnota öryggissvæði flugvallarins eftir að hafa bókað flug án þess að fljúga og er talið að sú tala verði enn hærri í ár þar sem fjórir mánuðir eru eftir af árinu.  fréttir af handahófi

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 777-9 hreyfist fyrir sínu eigin afli í fyrsta sinn

24. júní 2019

|

Fyrsta Boeing 777X tilraunarþotan hefur hafið akstursprófanir og þar með er hún farin að hreyfast í fyrsta sinn með sínu eigin afli.

Borgarstjóri vill að Emirates fái leyfi til að fljúga til Berlínar

3. júlí 2019

|

Borgarstjóri Berlínar hefur boðað til fundar varðandi loftferðasamning milli Þýskalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna en borgarstjórinn vill að Emirates fái leyfi til þess að fljúga til Berlína

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00