flugfréttir

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

- Bóka flug til að versla eða eiga lengri kveðjustund með ástvinum

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:24

Changi-flugvöllurinn í Singapore

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

Í mörgum tilvikum er um að ræða fólk sem pantaði flug til að komast inn á öryggissvæði flugstöðvarinnar í allt öðrum tilgangi en til þess að fara í flug.

Í frétt Straits Times er greint frá því að tvítug stúlka hafi pantað flug bara til þess að komast inn í flugstöðina til að sjá hljómsveit sem var að spila á því svæði flugstöðvarinnar sem einungis er hægt að komast eftir að búið er að fara í gegnum öryggisleit. Þá var önnur stúlka sem gerði það sama bara til að versla föt í fríhöfninni.

Þann 25. ágúst sl. var 27 ára karlmaður sem bókað flug frá Changi-flugvellinum í Singapore til þess að geta varið meiri tíma með unnustu sinni áður en hún fór um borð í flug en að kveðjustund lokinni yfirgaf hann flugvöllinn með ónotað brottfararspjald og var að lokum handtekinn fyrir að hafa misnotað öryggissvæði vallarins.

Nokkrir hafa bókað flug einungis til þess að komast í fríhafnarverslanirnar á Changi-flugvellinum

Þá var 42 ára gömul kona sem bókaði flug frá Singapore í þeim tilgangi að versla vörur í fríhöfninni en er hún lék sama leik aftur nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hún hafði einnig fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan en hélt svo heim á leið án þess að hafa ætlað sér að fara með flugi.

Til að sporna við vandamálinu er búið að koma upp viðvörunarskiltum þar sem farþegar eru varaðir við því að þeir geti átt von á því að fá sekt upp á allt að 1,8 milljón króna séu þeir ekki að fara í flug þrátt fyrir að hafa innritað sig og með brottfararspjald.

Árið 2018 voru um 40 manns handteknir fyrir að misnota öryggissvæði flugvallarins eftir að hafa bókað flug án þess að fljúga og er talið að sú tala verði enn hærri í ár þar sem fjórir mánuðir eru eftir af árinu.  fréttir af handahófi

Rannsaka starfsemi Silverstone Air í kjölfar fjölda atvika

29. október 2019

|

Flugmálayfirvöld í Kenýa hafa hafið rannsókn á starfsemi flugfélagsins Silverstone Air Service í kjölfar fjölda atvika sem hafa átt sér stað hjá félaginu í þessum mánuði.

Nýtt íslenskt flugfélag heitir Play

5. nóvember 2019

|

Forsvarsmenn nýs íslensks flugfélags kynntu rétt fyrir hádegi í dag fyrirhugaða starfsemi á félaginu sem hefur fengið nafnið „Play“ og er um að ræða nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00