flugfréttir

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

- Bóka flug til að versla eða eiga lengri kveðjustund með ástvinum

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:24

Changi-flugvöllurinn í Singapore

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

Í mörgum tilvikum er um að ræða fólk sem pantaði flug til að komast inn á öryggissvæði flugstöðvarinnar í allt öðrum tilgangi en til þess að fara í flug.

Í frétt Straits Times er greint frá því að tvítug stúlka hafi pantað flug bara til þess að komast inn í flugstöðina til að sjá hljómsveit sem var að spila á því svæði flugstöðvarinnar sem einungis er hægt að komast eftir að búið er að fara í gegnum öryggisleit. Þá var önnur stúlka sem gerði það sama bara til að versla föt í fríhöfninni.

Þann 25. ágúst sl. var 27 ára karlmaður sem bókað flug frá Changi-flugvellinum í Singapore til þess að geta varið meiri tíma með unnustu sinni áður en hún fór um borð í flug en að kveðjustund lokinni yfirgaf hann flugvöllinn með ónotað brottfararspjald og var að lokum handtekinn fyrir að hafa misnotað öryggissvæði vallarins.

Nokkrir hafa bókað flug einungis til þess að komast í fríhafnarverslanirnar á Changi-flugvellinum

Þá var 42 ára gömul kona sem bókaði flug frá Singapore í þeim tilgangi að versla vörur í fríhöfninni en er hún lék sama leik aftur nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hún hafði einnig fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan en hélt svo heim á leið án þess að hafa ætlað sér að fara með flugi.

Til að sporna við vandamálinu er búið að koma upp viðvörunarskiltum þar sem farþegar eru varaðir við því að þeir geti átt von á því að fá sekt upp á allt að 1,8 milljón króna séu þeir ekki að fara í flug þrátt fyrir að hafa innritað sig og með brottfararspjald.

Árið 2018 voru um 40 manns handteknir fyrir að misnota öryggissvæði flugvallarins eftir að hafa bókað flug án þess að fljúga og er talið að sú tala verði enn hærri í ár þar sem fjórir mánuðir eru eftir af árinu.  fréttir af handahófi

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

2. desember 2019

|

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir st

Alitalia fær 50 milljarða króna lán frá ítalska ríkinu

4. desember 2019

|

Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að veita ríkisflugfélaginu Alitalia lán upp á 53 milljarða króna til þess að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins en á sama tíma er verið að leita að nýjum fjárfest

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00