flugfréttir

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

- Umhverfissinnar mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:10

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13. september næstkomandi.

Hópurinn ætlar sér að raska áætlunarflugi og vonast til þess að með því verði settur þrýstingur á bresk stjórnvöld til þess að taka í taumana og hraða aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun er kemur að flugi.

Lögreglan í Lundúnum segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir drónaárásina en það eru samtök sem kalla sig „Heathrow Pause“ sem hafa lýst yfir fyrirhuguðum aðgerðum.

Í yfirlýsingu frá Heathrow Airports kemur fram að þótt það sé rétt að grípa verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga þá sé ekki rétta leiðin að fremja glæpsamlegar aðgerðir með því að stofna flugöryggi í hættu og raska ferðaáætlunum þúsunda farþega.

„Að fljúga drónum eða fjarstýrðum loftförum af hvaða tegund sem er í nálægð flugvalla varðar við lög og vinnum við í samstarfi við lögregluna með því markmiði að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir. Einnig munum við notast við drónavarnir sem eru hannaðar til að lágmarka röskun af drónum í nálægð við flugvelli“, segir í tilkynningu frá Heathrow Airports.

„Heathrow Pause“ samtökin segja að til stendur að fljúga drónum innan við 5 kílómetra radíus frá Heathrow-flugvellinum sem er nóg til þess að raska brottförum og lendingum um völlinn.

„Aðgerðarleysi stjórnvalda er kemur að loftslagsbreytingum og fyrirætlunum um að stækka flugvöllinn enn frekar gerir það að verkum að við höfum enga annarra kosta völ en að bregðast við með aðgerðum“, segja samtökin.  fréttir af handahófi

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

6. janúar 2020

|

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Nýtt vandamál uppgötvast með Boeing 737 MAX

18. janúar 2020

|

Nýtt vandamál í hugbúnaði um borð í Boeing 737 MAX þotunum hefur uppgötvast en vandamálið kom í ljós í vottunarferlinu sem staðið hefur yfir sl. mánuði.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

  Nýjustu flugfréttirnar

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00