flugfréttir

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

- Umhverfissinnar mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:10

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13. september næstkomandi.

Hópurinn ætlar sér að raska áætlunarflugi og vonast til þess að með því verði settur þrýstingur á bresk stjórnvöld til þess að taka í taumana og hraða aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun er kemur að flugi.

Lögreglan í Lundúnum segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir drónaárásina en það eru samtök sem kalla sig „Heathrow Pause“ sem hafa lýst yfir fyrirhuguðum aðgerðum.

Í yfirlýsingu frá Heathrow Airports kemur fram að þótt það sé rétt að grípa verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga þá sé ekki rétta leiðin að fremja glæpsamlegar aðgerðir með því að stofna flugöryggi í hættu og raska ferðaáætlunum þúsunda farþega.

„Að fljúga drónum eða fjarstýrðum loftförum af hvaða tegund sem er í nálægð flugvalla varðar við lög og vinnum við í samstarfi við lögregluna með því markmiði að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir. Einnig munum við notast við drónavarnir sem eru hannaðar til að lágmarka röskun af drónum í nálægð við flugvelli“, segir í tilkynningu frá Heathrow Airports.

„Heathrow Pause“ samtökin segja að til stendur að fljúga drónum innan við 5 kílómetra radíus frá Heathrow-flugvellinum sem er nóg til þess að raska brottförum og lendingum um völlinn.

„Aðgerðarleysi stjórnvalda er kemur að loftslagsbreytingum og fyrirætlunum um að stækka flugvöllinn enn frekar gerir það að verkum að við höfum enga annarra kosta völ en að bregðast við með aðgerðum“, segja samtökin.  fréttir af handahófi

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Norwegian sagt ætla að panta Sukhoi Superjet þotur

25. október 2019

|

Sagt er að Norwegian eigi í viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um möguleg flugvélakaup.

Widerøe og Rolls-Royce í samstarf um rafmagnsflug

30. ágúst 2019

|

Norska flugfélagið Widerøe og Rolls-Royce hreyflaframleiðandinn hafa hafið samstarf um rannsókn á möguleikum á framleiðslu á hreyflum knúnum áfram eingöngu með rafmagni.

  Nýjustu flugfréttirnar

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

21. nóvember 2019

|

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.