flugfréttir

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

- Umhverfissinnar mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:10

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13. september næstkomandi.

Hópurinn ætlar sér að raska áætlunarflugi og vonast til þess að með því verði settur þrýstingur á bresk stjórnvöld til þess að taka í taumana og hraða aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun er kemur að flugi.

Lögreglan í Lundúnum segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir drónaárásina en það eru samtök sem kalla sig „Heathrow Pause“ sem hafa lýst yfir fyrirhuguðum aðgerðum.

Í yfirlýsingu frá Heathrow Airports kemur fram að þótt það sé rétt að grípa verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga þá sé ekki rétta leiðin að fremja glæpsamlegar aðgerðir með því að stofna flugöryggi í hættu og raska ferðaáætlunum þúsunda farþega.

„Að fljúga drónum eða fjarstýrðum loftförum af hvaða tegund sem er í nálægð flugvalla varðar við lög og vinnum við í samstarfi við lögregluna með því markmiði að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir. Einnig munum við notast við drónavarnir sem eru hannaðar til að lágmarka röskun af drónum í nálægð við flugvelli“, segir í tilkynningu frá Heathrow Airports.

„Heathrow Pause“ samtökin segja að til stendur að fljúga drónum innan við 5 kílómetra radíus frá Heathrow-flugvellinum sem er nóg til þess að raska brottförum og lendingum um völlinn.

„Aðgerðarleysi stjórnvalda er kemur að loftslagsbreytingum og fyrirætlunum um að stækka flugvöllinn enn frekar gerir það að verkum að við höfum enga annarra kosta völ en að bregðast við með aðgerðum“, segja samtökin.  fréttir af handahófi

Von á niðurstöðum á úttekt á vottunarferli FAA í haust

25. júlí 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur tilkynnt að í haust verða birtar niðurstöður ásamt athugasemdum varðandi vottunarferli meðal bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hefur verið til ra

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00