flugfréttir

Emirates byrjar að fækka A380 risaþotunum

- Tvær þegar úr umferð sem verða nýttar í varahluti fyrir aðrar A380 þotur

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:46

Risaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates hefur innleitt áætlun sína sem miðar af því að fækka Airbus A380 risaþotunum í flota félagsins hægt og rólega á næstu árum.

Emirates hefur í dag 112 risaþotur í flotanum og stóð til á tímabili að endurnýja flotann og fjölga vélunum með næstu kynslóð af Airbus A380 en flugfélagið setti töluverðan þrýsting á Airbus á að koma með á markað Airbus A380neo sem átti að koma með sparneytnari hreyflum.

Airbus sá hinsvegar ekki grundvöll fyrir því að ræðast í þróun á nýrri kynslóð af risaþotunni og viðræður um A380neo fóru út um þúfur og á endanum ákvað Airbus að hætta framleiðslu á risaþotunni.

Vegna þessa hefur Emirates ekki séð ástæðu til að gera ráð fyrir að fjölga A380 risaþotunum og mun þeim því fækka eitthvað í flota Emirates. Flugfélagið gerir ráð fyrir að risaþoturnar verði um 90 til 100 talsins um miðjan næsta áratug.

Að minnsta kosti tvær Airbus A380 risaþotur hafa verið teknar úr umferð á Dubai World Central flugvellinum og verða þær notaðar í varahluti fyrir aðrar risaþotur í flotanum.

„Við höfum sett í gang áætlun okkar um að fækka risaþotunum og hafa tvær þegar verið teknar úr umferð. Það eru margar skoðanir framundan og það er betra að rífa varahluti úr eldri þotum á borð við hjólabúnað í stað þess að fjárfesta í nýju hjólastelli fyrir 3 milljarða króna“, segir Tim Clark, forstjóri Emirates.

Clark minnir á að A380 risaþotan verði áfram í flotanum í mörg ár til viðbótar þrátt fyrir að þeim eigi eftir að fara fækkandi. - „Þær verða enn í flotanum árið 2035. Þær munu ná hámarki í 115 þotum en svo fer talan niður í um 90 til 100 þotur um miðjan næsta áratug“, segir Clark.  fréttir af handahófi

Flugslys í Íran: Boeing 737-800 fórst skömmu eftir flugtak

8. janúar 2020

|

Enginn komst lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá úkraínska flugfélaginu Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í nótt frá höfuðborginni í Íran.

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

FAA sviptir Boeing leyfi til að sjá um vottun á 737 MAX

27. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent tilkynningu til Boeing þar sem stofnunin lætur flugvélaframleiðandann vita að héðan í frá mun FAA sjá alfarrið um allar vottanir sem gefnar verða út fyrir n

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00