flugfréttir

Emirates byrjar að fækka A380 risaþotunum

- Tvær þegar úr umferð sem verða nýttar í varahluti fyrir aðrar A380 þotur

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:46

Risaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates hefur innleitt áætlun sína sem miðar af því að fækka Airbus A380 risaþotunum í flota félagsins hægt og rólega á næstu árum.

Emirates hefur í dag 112 risaþotur í flotanum og stóð til á tímabili að endurnýja flotann og fjölga vélunum með næstu kynslóð af Airbus A380 en flugfélagið setti töluverðan þrýsting á Airbus á að koma með á markað Airbus A380neo sem átti að koma með sparneytnari hreyflum.

Airbus sá hinsvegar ekki grundvöll fyrir því að ræðast í þróun á nýrri kynslóð af risaþotunni og viðræður um A380neo fóru út um þúfur og á endanum ákvað Airbus að hætta framleiðslu á risaþotunni.

Vegna þessa hefur Emirates ekki séð ástæðu til að gera ráð fyrir að fjölga A380 risaþotunum og mun þeim því fækka eitthvað í flota Emirates. Flugfélagið gerir ráð fyrir að risaþoturnar verði um 90 til 100 talsins um miðjan næsta áratug.

Að minnsta kosti tvær Airbus A380 risaþotur hafa verið teknar úr umferð á Dubai World Central flugvellinum og verða þær notaðar í varahluti fyrir aðrar risaþotur í flotanum.

„Við höfum sett í gang áætlun okkar um að fækka risaþotunum og hafa tvær þegar verið teknar úr umferð. Það eru margar skoðanir framundan og það er betra að rífa varahluti úr eldri þotum á borð við hjólabúnað í stað þess að fjárfesta í nýju hjólastelli fyrir 3 milljarða króna“, segir Tim Clark, forstjóri Emirates.

Clark minnir á að A380 risaþotan verði áfram í flotanum í mörg ár til viðbótar þrátt fyrir að þeim eigi eftir að fara fækkandi. - „Þær verða enn í flotanum árið 2035. Þær munu ná hámarki í 115 þotum en svo fer talan niður í um 90 til 100 þotur um miðjan næsta áratug“, segir Clark.  fréttir af handahófi

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00