flugfréttir

Emirates byrjar að fækka A380 risaþotunum

- Tvær þegar úr umferð sem verða nýttar í varahluti fyrir aðrar A380 þotur

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:46

Risaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates hefur innleitt áætlun sína sem miðar af því að fækka Airbus A380 risaþotunum í flota félagsins hægt og rólega á næstu árum.

Emirates hefur í dag 112 risaþotur í flotanum og stóð til á tímabili að endurnýja flotann og fjölga vélunum með næstu kynslóð af Airbus A380 en flugfélagið setti töluverðan þrýsting á Airbus á að koma með á markað Airbus A380neo sem átti að koma með sparneytnari hreyflum.

Airbus sá hinsvegar ekki grundvöll fyrir því að ræðast í þróun á nýrri kynslóð af risaþotunni og viðræður um A380neo fóru út um þúfur og á endanum ákvað Airbus að hætta framleiðslu á risaþotunni.

Vegna þessa hefur Emirates ekki séð ástæðu til að gera ráð fyrir að fjölga A380 risaþotunum og mun þeim því fækka eitthvað í flota Emirates. Flugfélagið gerir ráð fyrir að risaþoturnar verði um 90 til 100 talsins um miðjan næsta áratug.

Að minnsta kosti tvær Airbus A380 risaþotur hafa verið teknar úr umferð á Dubai World Central flugvellinum og verða þær notaðar í varahluti fyrir aðrar risaþotur í flotanum.

„Við höfum sett í gang áætlun okkar um að fækka risaþotunum og hafa tvær þegar verið teknar úr umferð. Það eru margar skoðanir framundan og það er betra að rífa varahluti úr eldri þotum á borð við hjólabúnað í stað þess að fjárfesta í nýju hjólastelli fyrir 3 milljarða króna“, segir Tim Clark, forstjóri Emirates.

Clark minnir á að A380 risaþotan verði áfram í flotanum í mörg ár til viðbótar þrátt fyrir að þeim eigi eftir að fara fækkandi. - „Þær verða enn í flotanum árið 2035. Þær munu ná hámarki í 115 þotum en svo fer talan niður í um 90 til 100 þotur um miðjan næsta áratug“, segir Clark.  fréttir af handahófi

Var í sínum fyrsta flugtíma er flugkennarinn missti meðvitund

1. september 2019

|

Nemandi, sem var í sínum fyrsta flugtíma, tókst giftusamlega að lenda kennsluflugvél í Perth í Ástralíu í gær eftir að flugkennarinn hans missti skyndilega meðvitund um borð.

Farþegi læstist inni á klósetti hjá United Airlines

26. september 2019

|

Farþegaþota frá United Airlines, sem var í innanlandsflugi í Bandaríkjunum sl. miðvikudag, þurfti að lenda óvænt í Denver eftir að í ljós kom að einn farþegi um borð var læstur inni á einu af salernu

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00