flugfréttir

EASA setur strangar kröfur áður en 737 MAX flýgur á ný í Evrópu

- Vilja sjá Boeing gera prófanir á 737 MAX með MCAS-kerfið óvirkt

5. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:53

Patrick Ky, framkvæmdarstjóri hjá flugöryggisstofnun Evrópu (EASA)

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa lýst því yfir að farið verði fram á strangar kröfur sem þarf að uppfylla áður en Boeing 737 MAX þotan fær að fljúga á ný í Evrópu og í lofthelginni sem tilheyrir álfunni.

Patrick Ky, forstöðumaður yfir stofnuninni sem hefur yfirhönd með öllu því sem varðar flugöryggismál í Evrópu, kynnti á fundi í Evrópuþinginu sl. þriðjudag þau atriði sem EASA hefur fram að færa varðandi endurkomu Boeing 737 MAX og þær kröfur sem stofnunin setur áður en þotan fær að fljúga aftur í Evrópu.

EASA hefur unnið að sinn eigin úttekt á þeim vanda sem upp kom með Boeing 737 MAX þoturnar í kjölfar tveggja flugslysa og er stofnunin ekki ánægð með það sem Boeing hefur kynnt sem lausn við vandamálinu.

Vandamálið hefur aðallega snúið að kerfi sem nefnist MCAS sem talið er að hafi verið meginorsökin í tveimur flugslysum og hefur Boeing lokið við uppfærslu fyrir hugbúnað sem snýr að því kerfi og er stefnt á að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) muni gefa út vottun fyrir uppfærslunni síðar í haust.

Fara fram á að Boeing geri ítarlegri prófanir áður en þotan fær að fljúga aftur

EASA vill að Boeing geri betur er kemur að hlutverki þeirra skynjara sem nema áfallshorn vélanna og fer stofnunin fram á að flugvélaframleiðandinn framkvæmi ítarlegri flugprófanir til að reyna á stöðugleika vélarinnar í öfgafullum flugham líkt og ef upp koma óeðlilegar aðstæður sem teljast ekki hluti af venjulegri starfrækslu loftfars líkt og í neyðartilvikum.

Á þriðja hundrað nýrra Boeing 737 MAX þotna hafa safnast saman á mismunandi stöðum vestanhafs sem býða þess að verða afhentar til viðskiptavina

Þá fer EASA einnig fram á að Boeing geri ekki aðeins tilraunir með nýju uppfærsluna virka heldur er einnig mælt með að prófanir verði gerðar á vélinni með kerfið óvirkt svo hægt sé að sannreyna stöðugleika og eiginleika þotunnar sjálfrar án kerfisins.

Meðal þess sem Patrick kynnti fyrir á Evrópuþingunu var bréf sem EASA sendi til FAA í apríl þar sem listuð eru fjögur atriði sem stofnunin fer fram á að verði tekin með í reikninginn svo MAX-vélarnar fái að fljúga á ný.

Meðal þess er farið fram á að hönnunarbreytingar verði vottaðar af EASA burt séð frá því hvaða mat FAA leggur á breytingarnar. Þá fer EASA fram á að sjálfstæðar prófanir og skoðanir verði gerðar á stjórnkerfum vélarinnar í heild sinni burt séð frá nýju uppfærslunni.

Bandarísk flugfélög gætu fengi að fljúga 737 MAX á ný á undan evrópskum flugfélögum

Svo gæti farið að þessi niðurstaða eigi eftir að þýða að bandarísk flugfélög geti farið að fljúga Boeing 737 MAX þotunni töluvert fyrr heldur en evrópsk flugfélög en það gæti skapað flóknar aðstæður sem myndi takmarkast við að bandarísk flugfélög gætu þá aðeins notað þotuna í innanlandsflugi ef önnur lönd ákveða að fara eftir kröfum EASA.

Í næstu viku verður komið hálft ár frá því Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar

Í frétt Seattle Times segir að það gæti sett Boeing í neyðarlega stöðu ef Boeing 737 MAX er talin örugg til þess að fljúga á ný vestanhafs en ekki í Evrópu og víðar.

Boeing segir að með nýju uppfærslunni á MCAS-kerfinu munu tveir skynjararnir, sem greina áfallshorn vélarinnar, senda upplýsingar til flugtölvunnar og bera upplýsingarnar saman og virkja viðvörun sem upp kemur í stjórnklefanum ef mismunur er á milli skynjaranna beggja.

EASA segir að tveir skynjarar sé ekki nægileg lausn

Patrick segir að EASA telji það samt ekki sem fullnægjandi lausn á vandamálinu og segir hann að stofnunin vilji sjá að prófanir verði gerðar sem sýni að Boeing 737 MAX sé örugg sem flugvél með eða án MCAS-kerfisins.

Þá segir Patrick að EASA vill sjá Boeing gera prófanir á stöðugleika vélarinnar í beygju á háum flughraða og með miklu áfallshorni án þess að MCAS-kerfi sé virkt og einnig með kerfið óvirkt í prófunum í ofrisi.

Í frétt Seattle Times kemur fram að einhverjir sérfræðingar og hópur þeirra sem þekkja til hafa lýst því sem svo að Boeing hafi þróað hugbúnaðarlausn með MCAS-kerfinu sem einskonar „plástur“ til þess að gera þotunni kleift að halda stöðugleika í vissum flugham þar sem hún er með stærri hreyfla en eldri tegundir Boeing 737 þotna.

Höfuðstöðvar EASA í Brussel

Stærri hreyflar kröfðust þess að þeir yrðu þá staðsettir framar á vængnum sem færir þyngdarpunkt vélarinnar framar sem breytir eiginleika vélarinnar í flugtaki en til að fyrirbyggja að vélin fari í ofris í flugtaksham var ákveðið að þróa kerfi sem myndi ýta nefi vélarinnar sjálfkrafa niður á við ef áfallshornið verður of mikið sem er megintilgangur MCAS-kerfisins.

Bandarísk flugmálayfirvöld hafa ekki viljað tjáð sig um það hvort að kröfur EASA séu strangari en þeirra kröfur er kemur að því að gefa Boeing 737 MAX grænt ljós en í yfirlýsingu frá FAA segir að flugmálayfirvöld í hverju landi fyrir sig munu taka sína eigin ákvörðun varðandi starfrækslu þotunnar er kemur að því að votta hana á ný.

Aðili sem starfar innan FAA, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir að stofnunin hafi lagt gríðarlega vinnu að undanförnu í að votta MAX-vélarnar á ný og hafa aðilar og starfsmenn FAA „fínkembt“ öll tiljeyrandi kerfi svo ítarlega að slík vinna og vandvirkni hafi hafi aldrei áður átt sér stað innan stofnunarinnar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga