flugfréttir
Aigle Azur hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi
- Annað stærsta flugfélag Frakklands á leið í gjaldþrot

Airbus A320 þota franska flugfélagsins Aigle Azur
Annað stærsta flugfélag Frakklands og það næstelsta, Aigle Azur, hefur ákveðið að hætta allri starfsemi sinni frá og með morgundeginum 7. september en þetta kemur í kjölfar yfirlýsingar frá félaginu sem óskaði eftir því í vikunni að verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Stjórn félagsins vonaðist eftir því að fá yfirtökutilboð frá öðru flugfélagi en ákveðið hafi verið í samráði við frönsk yfirvöld að félagið myndi fella niður allt flug og hætta starfsemi.
Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að fjárhagsstaða Aigle Azur sé mjög slæm vegna rekstrarerfiðleika og hafi verið ákveðið að leggja árar í bát.
Sögu Aigle Azur má rekja 73 ár aftur í tímann en félagið var stofnað árið 1946
sem gerir félagið eitt það elsta af þeim flugfélögum sem starfrækt eru í Frakklandi
en Air France er eina franska flugfélagið sem er eldra en það félag var stofnað árið
1933.
Aigle Azur hefur á síðustu árum tekið við nýjum þotum og var félagið
búið að færa út kvíarnar með nýjum áfangastöðum í Rússlandi, Líbanon og
Senegal en flestir áfangaastaðir félagsins voru í Alsír.
Félagið hefur hinsvegar verið rekið með tapi frá árinu 2012 og í seinustu viku
fór verulega að halla undan rekstri þess og sviptingar urðu í stjórn félagsins eftir
að framkvæmdarstjórinn sagði af sér.
Reynt var að freista þess að fá önnur flugfélög til að taka yfir rekstur Aigle Azur
og var sagt að breska flugfélagasamsteypan IAG, móðurfélag British Airways, og Air France-KLM hafi sýnt félaginu áhuga en viðræður hafa ekki náð fram að ganga
á sama tíma og rekstrarfé félagsins er á þrotum.


11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

20. nóvember 2019
|
Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

8. nóvember 2019
|
Tveir bandarískir demókratar innan bandaríska þingsins hafa sent bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) bréf þar sem þeir spyrjast fyrir um tvö ný atriði sem þeir gagnrýna stofnuna fyrir og telja að u

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.