flugfréttir

Fyrrum tækniflugmaður sækir um verndarrétt í MAX-málinu

- Vill ekki afhenda gögn til saksóknara vegna rannsóknar á MCAS-kerfinu

9. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:17

Mark Forkner starfaði sem tækniflugmaður hjá Boeing frá árinu 2011 til ársins 2018 og kom hann að þróun og ráðgjöf varðandi 737 MAX þotuna

Fyrrverandi starfsmaður Boeing, sem gengdi lykilstöðu í þróun á Boeing 737 MAX þotunni, hefur neitað að afhenda gögn og upplýsingar til saksóknara sem rannsaka tvö flugslys er varðar þotuna sem áttu sér stað í október í fyrra og í mars á þessu ári.

Starfsmaðurinn, Mark Forkner, sem var tækniflugmaður hjá Boeing, hefur ákveðið að njóta réttinda fimmta viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna sem felur í sér ákvæði um að allir borgarar eigi rétt á að neita því að vitna gegn sjálfum sér auk réttar á að fá sanngjarna málsmeðferð án þess að vera þvingaðir í varðhald vegna máls sem þeim er gefið að sök.

Að sögn sérfræðinga og lögfræðinga vestanhafs þá er sagt að þeir sem nýta sér hinn svokallaðan „fimmta viðauka“ eru oft þeir sem neita að bera vitni án þess að brjóta með því lög en viðkomandi aðilar eru oft taldir vera þeir sem hafa eitthvað að fela eða eru mögulega sekir. Með ferlinu fá þeir gálgafrest á meðan flókið ferli hefst milli saksóknara og lögfræðinga.

Forkner starfar í dag sem flugmaður hjá Southwest Airlines en saksóknarar í Washington hafa falist eftir því að fá frá honum gögn til að notast við í sjálfstæðri rannsókn þróunar- og vottunarferli á Boeing 737 MAX þotunni.

Ekki er enn vitað hvenær Boeing 737 MAX þoturnar fara að fljúga á ný

Forkner starfaði hjá Boeing frá árinu 2011 til ársins 2018 en sagt er að honum hafi sjálfur ekki litist á blikuna á sínum tíma er hönnun á Boeing 737 MAX stóð yfir. Aðili, sem starfaði með Forkner, sem kýs að koma ekki fram undir nafni, segir í viðtali við Seattle Times að Forkner hafi talið of litlum tíma varið í prófanir á kerfinu þar sem til stóð að koma þotunni á markað sem fyrst og einnig hafi hann talið að það hafi verið of mikil pressa og álag á öllu verkefninu að hans mati.

Lagði til að MCAS-kerfið yrði ekki hluti að flughandbókinni

Forkner kom fram með tillögu til bandrískra flugmálayfirvalda (FAA) þegar vottunarferli Boeing 737 MAX stóð yfir að MCAS-kerfið yrði ekki tilgreint í flughandbók vélarinnar en eftir nokkra fundi og umræður félst FAA á að halda MCAS-kerfinu fyrir utan handbókina á þeim forsendum að um kerfi væri að ræða sem starfar sjálfstætt í bakgrunni án þess að flugmenn þurfi að skipta sér að þeim búnaði.

Hvorki David Gerger, lögfræðingur Mark Forkner, Boeing né bandarísk flugmálayfirvöld (FAA), hafa viljað svara fyrirspurnum frá fjölmiðlum vestanhafs vegna málsins er snýr að umsókn Forkner um að vilja nýta sér rétt er varðar fimmta ákvæði stjórnarskránnar.

Meðal þess sem saksóknarar vilja rannsaka er tilgangur og hlutverk hið nýja MCAS-kerfis sem er talið að hafi verið orsök slysanna en lögfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið við fjölmiðla, segja að um flókið mál gæti verið að ræða þar sem réttur Forkner gæti verið mismunandi eftir því hvort að verið sé að sækjast eftir persónulegum gögnum hans varðandi hönnun vélarinnar eða hvort skjölin sé formleg gögn sem eru merkt Boeing.

„Forkner gæti óskað eftir friðhelgi en slíkt þýddi að saksóknarar fengu ekki með neinum hætti að nota gögnin í tengslum við rannsókn í þeim tilgangi að rannsaka persónulega aðkomu hans að málinu og mættu ekki lögsækja hann ef þær aðstæður væru fyrir hendi“, segir Paul Rothstein, prófessor í lögfræði við háskólann í Georgetown.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga