flugfréttir
Vilja fá starfsmenn Boeing í viðtal vegna 737 MAX málsins

Frá verksmiðjum Boeing í Renton
Demókratar innan bandaríska þingsins auk nefndar um samgöngu- og innviðamál fara fram á að Boeing leyfi þeim starfsmönnum, sem komu að vottunarferli Boeing 737 MAX þotunnar, að mæta til viðtals og tjá sig varðandi það ferli sem átti sér stað er þotan var í þróun.
Bréf þess efnis var sent til Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóra Boeing, þann 12. september
auk lögfræðinga innan Boeing.
„Það er mikilvægt fyrir nefndina að fá að heyra beint frá þeim starfsmönnum Boeing sem hafa
upplýsingar um sérstök atriði varðandi þær ákvarðanir sem teknar voru en það er eitthvað sem yfirmenn
Boeing hafa ekki viljað sjá sig um“, segir í yfirlýsingu.
Fram kemur að yfirheyrslur varðandi Boeing 737 MAX málsins séu fyrirhugaðar á næstu vikum en
þegar hafa margir sem hlut eiga að máli verið kallaðir til viðtals hjá yfirvöldum þar sem bandarísk
stjórnvöld hafa unnið í málinu er varðar MAX-vélarnar.
Meðal þeirra eru starfsmenn félags atvinnuflugmanna, yfirmenn frá opinberum stofnunum
auk aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysunum tveimur en engin frá Boeing hefur mætt
til viðtals.
Peter DeFazio, yfirmaður sérstakrar nefndar, sem hefur unnið að rannsóknnni, segir að Boeing
hafi aðeins útvegað gögn sem hafa verið send til nefndarinnar en stjórnvöld vestanhafs hafa meðal
annars viljað komast til botns í því með hvaða hætti bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfði
Boeing að framkvæma sína eigin skoðun og vottanir á Boeing 737 MAX þotunni.
Einnig er stefnt á að rannsaka hvort að náið samstarf Boeing og FAA hafi farið fram í þeim
tilgangi að stytta leiðina í vottunarferlinu til þess að koma Boeing 737 MAX fyrr á markaðinn
svo þotan gæti byrjað að keppa við A320neo þotu Airbus.


21. október 2019
|
SAS ætlar að fjölga flugferðum til Færeyja í vetur með því að auka tíðnina á flugi til Vágar um 41 prósent.

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

13. nóvember 2019
|
Boeing hefur rekið úr starfi yfirmann samskipta yfir farþegaþotudeild Boeing en Linda Mills hafði gengt því starfi frá því í febrúar árið 2018 er hún var gerð að upplýsingafulltrúa yfir farþegaþotud

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.