flugfréttir

Vilja fá starfsmenn Boeing í viðtal vegna 737 MAX málsins

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:52

Frá verksmiðjum Boeing í Renton

Demókratar innan bandaríska þingsins auk nefndar um samgöngu- og innviðamál fara fram á að Boeing leyfi þeim starfsmönnum, sem komu að vottunarferli Boeing 737 MAX þotunnar, að mæta til viðtals og tjá sig varðandi það ferli sem átti sér stað er þotan var í þróun.

Bréf þess efnis var sent til Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóra Boeing, þann 12. september auk lögfræðinga innan Boeing.

„Það er mikilvægt fyrir nefndina að fá að heyra beint frá þeim starfsmönnum Boeing sem hafa upplýsingar um sérstök atriði varðandi þær ákvarðanir sem teknar voru en það er eitthvað sem yfirmenn Boeing hafa ekki viljað sjá sig um“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að yfirheyrslur varðandi Boeing 737 MAX málsins séu fyrirhugaðar á næstu vikum en þegar hafa margir sem hlut eiga að máli verið kallaðir til viðtals hjá yfirvöldum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa unnið í málinu er varðar MAX-vélarnar.

Meðal þeirra eru starfsmenn félags atvinnuflugmanna, yfirmenn frá opinberum stofnunum auk aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysunum tveimur en engin frá Boeing hefur mætt til viðtals.

Peter DeFazio, yfirmaður sérstakrar nefndar, sem hefur unnið að rannsóknnni, segir að Boeing hafi aðeins útvegað gögn sem hafa verið send til nefndarinnar en stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars viljað komast til botns í því með hvaða hætti bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfði Boeing að framkvæma sína eigin skoðun og vottanir á Boeing 737 MAX þotunni.

Einnig er stefnt á að rannsaka hvort að náið samstarf Boeing og FAA hafi farið fram í þeim tilgangi að stytta leiðina í vottunarferlinu til þess að koma Boeing 737 MAX fyrr á markaðinn svo þotan gæti byrjað að keppa við A320neo þotu Airbus.  fréttir af handahófi

TF-MYA skemmd eftir að hafa orðið fyrir gæsahópi í flugtaki

26. ágúst 2019

|

TF-MYA, Super King Air sjúkraflugvél Mýflugs, varð fyrir skemmdum í dag er flugvélin varð fyrir hópi gæsa sem flugu í veg fyrir vélina er hún var í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Fljúga fyrir Airbus milli tveggja flugvélaframleiðsluborga

30. ágúst 2019

|

Airbus flugvélaframleiðandinn hefur valið Air Canada til þess að hefja sérstakt áætlunarflug milli Montréal og Toulouse í Frakklandi næsta sumar.

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.