flugfréttir

Vilja fá starfsmenn Boeing í viðtal vegna 737 MAX málsins

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:52

Frá verksmiðjum Boeing í Renton

Demókratar innan bandaríska þingsins auk nefndar um samgöngu- og innviðamál fara fram á að Boeing leyfi þeim starfsmönnum, sem komu að vottunarferli Boeing 737 MAX þotunnar, að mæta til viðtals og tjá sig varðandi það ferli sem átti sér stað er þotan var í þróun.

Bréf þess efnis var sent til Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóra Boeing, þann 12. september auk lögfræðinga innan Boeing.

„Það er mikilvægt fyrir nefndina að fá að heyra beint frá þeim starfsmönnum Boeing sem hafa upplýsingar um sérstök atriði varðandi þær ákvarðanir sem teknar voru en það er eitthvað sem yfirmenn Boeing hafa ekki viljað sjá sig um“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að yfirheyrslur varðandi Boeing 737 MAX málsins séu fyrirhugaðar á næstu vikum en þegar hafa margir sem hlut eiga að máli verið kallaðir til viðtals hjá yfirvöldum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa unnið í málinu er varðar MAX-vélarnar.

Meðal þeirra eru starfsmenn félags atvinnuflugmanna, yfirmenn frá opinberum stofnunum auk aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysunum tveimur en engin frá Boeing hefur mætt til viðtals.

Peter DeFazio, yfirmaður sérstakrar nefndar, sem hefur unnið að rannsóknnni, segir að Boeing hafi aðeins útvegað gögn sem hafa verið send til nefndarinnar en stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars viljað komast til botns í því með hvaða hætti bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfði Boeing að framkvæma sína eigin skoðun og vottanir á Boeing 737 MAX þotunni.

Einnig er stefnt á að rannsaka hvort að náið samstarf Boeing og FAA hafi farið fram í þeim tilgangi að stytta leiðina í vottunarferlinu til þess að koma Boeing 737 MAX fyrr á markaðinn svo þotan gæti byrjað að keppa við A320neo þotu Airbus.  fréttir af handahófi

Lufthansa í viðræðum um aðstoð upp á 1.432 milljarða

7. maí 2020

|

Lufthansa á nú í viðræðum við þýska ríkið um opinbera aðstoð í formi „stöðugleikapakka“ upp á 9 milljarða evra til þess að tryggja framtíð félagsins en sú upphæð samsvarar 1.432 milljörðum króna.

Emirates segir upp 600 flugmönnum

9. júní 2020

|

Emirates hefur sagt upp um 600 flugmönnum en samkvæmt fréttum voru flestir þeirra flugmenn á Airbus A380 risaþotunni.

Fjórar flugvélategundir munu hverfa úr flota American

5. maí 2020

|

American Airlines hefur ákveðið að hætta með fjórar flugvélategundir vegna samdráttar í eftirspurn eftir flugi vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00