flugfréttir

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

- Flugstjórinn lenti þotunni eins síns liðs

15. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Stjórnklefa á Airbus A320 þotu í aðflugi á lokastefnu

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi sem birt var þann 12. september sl. en atvikið átti sér stað þann 30. september í fyrra en flugstjórinn kláraði lendingu eins síns liðs.

Fram kemur að flugmaðurinn hafi fengið kvíðakast í kjölfar fráhvarfsflugs („go around“) sem átti sér stað deginum áður sem hafði áhrif á starfsgetu hans næsta dag þegar kvíði fór að byggjast upp þegar hann var í aðflugi að flugvellinum í Glasgow.

Í skýrslunni er ekki tilgreint hvaða flugfélag á í hlut en fram kemur skráning þotunnar sem mun vera Airbus A319 þotu í flota easyJet.

Fram kemur að flugstjórinn og flugmaðurinn hafi flogið saman deginum áður frá Glasgow til Mallorca en þá var aðstoðarflugmaðurinn að handfljúga vélinni á lokastefnu að flugvellinum í Palma.

Þegar vélin var í 30 fetum yfir braut kom snörp vindhviða sem feykti vélinni til af stefnu í átt að brautarjaðrinum sem varð til þess að flugstjórinn tók við stjórninni og hætti við lendinguna og fór í fráhvarfsflug.

Daginn eftir voru báður flugmennirnir aftur að fljúga saman frá Glasgow til London Stansted og því næst til baka til Glasgow og tók flugmaðurinn lendinguna í Glasgow en um borð voru 148 farþegar og sex manna áhöfn.

Þotan var af gerðinni Airbus A319

Hægt og bítandi á leiðinni til Glasgow fór kvíði að byggjast upp hjá flugmanninum sem jókst til muna þegar flugstjórinn nefndi vindhvörf („wind shear“) í aðfluginu. Fljótlega sagði flugmaðurinn við flugstjórann að hann treysti sér ekki til að ljúka aðfluginu og lendingunni og yfirgaf hann stjórnklefann.

Sjúkrabíll beið vélarinnar og vitjaði læknateymi flugmannsins sem sagði að hann hefði fengið kvíðakast.

Flugstjórinn sagði í viðtali við rannsóknarnefndina að honum sýndist flugmanninum líða „nokkuð vel“ er þeir voru að fara yfir flugið frá Glasgow til Palma daginn áður þar sem þeir ræddu fráhvarfsflugið sem þeir þurftu að taka en flugstjórinn sagði að flugmaðurinn hefði verið pirraður og ósáttur við frammistöðuna hjá sér en flugstjórinn sá ekki ástæða til að aðhafast eitthvað frekar í málinu.

Flugstjórinn sagði að daginn eftir er þeir flugu frá Glasgow til London Stansted hafi hann spurt flugmanninn hvernig honum liði í dag en ákvað hann að vera ekki að spyrja hann eitthvað mikið út í það og tók hann ekki eftir neinum ummerkjum um stress í fari hans.

Fyrsta sinn sem hann lenti í vindhvörfum

Flugmaðurinn sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann hefði upplifað vindhvörf þegar þeir voru að lenda í Palma og honum hefði fundist það frekar óþægilegt. Einnig sagði hann að honum hefði fundist erfitt að koma vélinni aftur inn á stefnu að miðlínu og koma vélinni í „flare“ á sama tíma og óttaðist hann að vélin myndi koma niður á brautarjaðrinum.

Þá nefndi flugmaðurinn einnig að hann hefði ekki sofið mjög vel daginn áður og vissi hann að að það væri ferli sem er ætlað til að tilkynna þreytu eða veikindi en þar sem ekki var um að ræða flug snemma að morgni þá fannst honum hann vera í góðu flugformi.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fundið fyrir kvíða byggjast upp daginn eftir er þeir flugu til baka frá London Stansted til Glasgow og hefði hann farið að ofhugsa hlutina og setti þrýsting á sjálfan sig að ná fullkominni lendingu.

Tilfinningarnar og hugsanirnar náði hinsvegar yfirhöndinni sem varð honum um megn og náði það hámarki þegar kom að aðfluginu að Glasgow-flugvelli.

Niðurstaða skýrslunar er sú að það hafi verið á ábyrgð flugmannsins að sleppa því að fljúga og tilkynna um líðan sína ef honum fannst það vera ástæða til og ráðfæra sig við flugstjórann á hvaða tímapunkti sem er á meðan á flugi stóð en fram kemur að það geti verið þó erfitt fyrir flugmenn að vega og meta hvenær þeim þykir ástæða að lýsa því yfir að þeir telji sig ekki vera í formi til að fljúga.

Þá fannst flugmanninum einnig að hann yrði að ná fullkominni lendingu til að „endurræsa“ sjálfstraustið sitt og þar af leiðandi var hann staðráðinn í að komast í gegnum kvíðann í stað þess að bugast sem á endanum varð raunin.  fréttir af handahófi

Fyrsta PC-24 sjúkraþotan fyrir Svíþjóð flýgur sitt fyrsta flug

26. júlí 2020

|

Fyrsta Pilatus PC-24 sjúkraþotan fyrir sænsku sjúkraflugþjónustuna KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) flaug fyrir helgi sitt fyrsta flug frá verksmiðjunum í Sviss áður en þotan verður afhe

Flugfélög byrjuð að greiða aftur leigugjöld af flugvélum

21. ágúst 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore segir að flestir af viðskiptavinum sínum séu byrjaðir aftur að greiða leigu af þeim flugvélum sem þeir hafa til umráða en flestir viðskiptavinirnir eru flugf

Byrja með 88 flugmenn í stað 625 flugmanna

25. ágúst 2020

|

Stjórn suður-afríska flugfélagsins South African Airways á nú í viðræðum við fjárfesta og gæti svo farið að „nýtt“ South African flugfélag hefji sig á loft á næsta ári og það fljótlega eftir áramót e

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00