flugfréttir

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

- Flugstjórinn lenti þotunni eins síns liðs

15. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Stjórnklefa á Airbus A320 þotu í aðflugi á lokastefnu

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi sem birt var þann 12. september sl. en atvikið átti sér stað þann 30. september í fyrra en flugstjórinn kláraði lendingu eins síns liðs.

Fram kemur að flugmaðurinn hafi fengið kvíðakast í kjölfar fráhvarfsflugs („go around“) sem átti sér stað deginum áður sem hafði áhrif á starfsgetu hans næsta dag þegar kvíði fór að byggjast upp þegar hann var í aðflugi að flugvellinum í Glasgow.

Í skýrslunni er ekki tilgreint hvaða flugfélag á í hlut en fram kemur skráning þotunnar sem mun vera Airbus A319 þotu í flota easyJet.

Fram kemur að flugstjórinn og flugmaðurinn hafi flogið saman deginum áður frá Glasgow til Mallorca en þá var aðstoðarflugmaðurinn að handfljúga vélinni á lokastefnu að flugvellinum í Palma.

Þegar vélin var í 30 fetum yfir braut kom snörp vindhviða sem feykti vélinni til af stefnu í átt að brautarjaðrinum sem varð til þess að flugstjórinn tók við stjórninni og hætti við lendinguna og fór í fráhvarfsflug.

Daginn eftir voru báður flugmennirnir aftur að fljúga saman frá Glasgow til London Stansted og því næst til baka til Glasgow og tók flugmaðurinn lendinguna í Glasgow en um borð voru 148 farþegar og sex manna áhöfn.

Þotan var af gerðinni Airbus A319

Hægt og bítandi á leiðinni til Glasgow fór kvíði að byggjast upp hjá flugmanninum sem jókst til muna þegar flugstjórinn nefndi vindhvörf („wind shear“) í aðfluginu. Fljótlega sagði flugmaðurinn við flugstjórann að hann treysti sér ekki til að ljúka aðfluginu og lendingunni og yfirgaf hann stjórnklefann.

Sjúkrabíll beið vélarinnar og vitjaði læknateymi flugmannsins sem sagði að hann hefði fengið kvíðakast.

Flugstjórinn sagði í viðtali við rannsóknarnefndina að honum sýndist flugmanninum líða „nokkuð vel“ er þeir voru að fara yfir flugið frá Glasgow til Palma daginn áður þar sem þeir ræddu fráhvarfsflugið sem þeir þurftu að taka en flugstjórinn sagði að flugmaðurinn hefði verið pirraður og ósáttur við frammistöðuna hjá sér en flugstjórinn sá ekki ástæða til að aðhafast eitthvað frekar í málinu.

Flugstjórinn sagði að daginn eftir er þeir flugu frá Glasgow til London Stansted hafi hann spurt flugmanninn hvernig honum liði í dag en ákvað hann að vera ekki að spyrja hann eitthvað mikið út í það og tók hann ekki eftir neinum ummerkjum um stress í fari hans.

Fyrsta sinn sem hann lenti í vindhvörfum

Flugmaðurinn sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann hefði upplifað vindhvörf þegar þeir voru að lenda í Palma og honum hefði fundist það frekar óþægilegt. Einnig sagði hann að honum hefði fundist erfitt að koma vélinni aftur inn á stefnu að miðlínu og koma vélinni í „flare“ á sama tíma og óttaðist hann að vélin myndi koma niður á brautarjaðrinum.

Þá nefndi flugmaðurinn einnig að hann hefði ekki sofið mjög vel daginn áður og vissi hann að að það væri ferli sem er ætlað til að tilkynna þreytu eða veikindi en þar sem ekki var um að ræða flug snemma að morgni þá fannst honum hann vera í góðu flugformi.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fundið fyrir kvíða byggjast upp daginn eftir er þeir flugu til baka frá London Stansted til Glasgow og hefði hann farið að ofhugsa hlutina og setti þrýsting á sjálfan sig að ná fullkominni lendingu.

Tilfinningarnar og hugsanirnar náði hinsvegar yfirhöndinni sem varð honum um megn og náði það hámarki þegar kom að aðfluginu að Glasgow-flugvelli.

Niðurstaða skýrslunar er sú að það hafi verið á ábyrgð flugmannsins að sleppa því að fljúga og tilkynna um líðan sína ef honum fannst það vera ástæða til og ráðfæra sig við flugstjórann á hvaða tímapunkti sem er á meðan á flugi stóð en fram kemur að það geti verið þó erfitt fyrir flugmenn að vega og meta hvenær þeim þykir ástæða að lýsa því yfir að þeir telji sig ekki vera í formi til að fljúga.

Þá fannst flugmanninum einnig að hann yrði að ná fullkominni lendingu til að „endurræsa“ sjálfstraustið sitt og þar af leiðandi var hann staðráðinn í að komast í gegnum kvíðann í stað þess að bugast sem á endanum varð raunin.  fréttir af handahófi

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Huga að því að ferja MAX-þotur til hlýrri landa fyrir veturinn

28. ágúst 2019

|

Nokkur flugfélög eru farin að huga að því að færa kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur til hlýrri landsvæða þar sem vetur fer nú að ganga í garð á næstunni með kólnandi veðri á norðurhveli jarðar.

111 flugmenn færðir í 50 prósent starf í vetur

30. ágúst 2019

|

Alls verða 111 flugmenn hjá Icelandair færðir niður í 50 prósent starfshlutfall í vetur auk þess sem 30 flugstjórar verða færðir til tímabundið í stöðu flugmanns yfir hávetrartímann frá 1. desember t

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.