flugfréttir

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

- Flugstjórinn lenti þotunni eins síns liðs

15. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Stjórnklefa á Airbus A320 þotu í aðflugi á lokastefnu

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi sem birt var þann 12. september sl. en atvikið átti sér stað þann 30. september í fyrra en flugstjórinn kláraði lendingu eins síns liðs.

Fram kemur að flugmaðurinn hafi fengið kvíðakast í kjölfar fráhvarfsflugs („go around“) sem átti sér stað deginum áður sem hafði áhrif á starfsgetu hans næsta dag þegar kvíði fór að byggjast upp þegar hann var í aðflugi að flugvellinum í Glasgow.

Í skýrslunni er ekki tilgreint hvaða flugfélag á í hlut en fram kemur skráning þotunnar sem mun vera Airbus A319 þotu í flota easyJet.

Fram kemur að flugstjórinn og flugmaðurinn hafi flogið saman deginum áður frá Glasgow til Mallorca en þá var aðstoðarflugmaðurinn að handfljúga vélinni á lokastefnu að flugvellinum í Palma.

Þegar vélin var í 30 fetum yfir braut kom snörp vindhviða sem feykti vélinni til af stefnu í átt að brautarjaðrinum sem varð til þess að flugstjórinn tók við stjórninni og hætti við lendinguna og fór í fráhvarfsflug.

Daginn eftir voru báður flugmennirnir aftur að fljúga saman frá Glasgow til London Stansted og því næst til baka til Glasgow og tók flugmaðurinn lendinguna í Glasgow en um borð voru 148 farþegar og sex manna áhöfn.

Þotan var af gerðinni Airbus A319

Hægt og bítandi á leiðinni til Glasgow fór kvíði að byggjast upp hjá flugmanninum sem jókst til muna þegar flugstjórinn nefndi vindhvörf („wind shear“) í aðfluginu. Fljótlega sagði flugmaðurinn við flugstjórann að hann treysti sér ekki til að ljúka aðfluginu og lendingunni og yfirgaf hann stjórnklefann.

Sjúkrabíll beið vélarinnar og vitjaði læknateymi flugmannsins sem sagði að hann hefði fengið kvíðakast.

Flugstjórinn sagði í viðtali við rannsóknarnefndina að honum sýndist flugmanninum líða „nokkuð vel“ er þeir voru að fara yfir flugið frá Glasgow til Palma daginn áður þar sem þeir ræddu fráhvarfsflugið sem þeir þurftu að taka en flugstjórinn sagði að flugmaðurinn hefði verið pirraður og ósáttur við frammistöðuna hjá sér en flugstjórinn sá ekki ástæða til að aðhafast eitthvað frekar í málinu.

Flugstjórinn sagði að daginn eftir er þeir flugu frá Glasgow til London Stansted hafi hann spurt flugmanninn hvernig honum liði í dag en ákvað hann að vera ekki að spyrja hann eitthvað mikið út í það og tók hann ekki eftir neinum ummerkjum um stress í fari hans.

Fyrsta sinn sem hann lenti í vindhvörfum

Flugmaðurinn sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann hefði upplifað vindhvörf þegar þeir voru að lenda í Palma og honum hefði fundist það frekar óþægilegt. Einnig sagði hann að honum hefði fundist erfitt að koma vélinni aftur inn á stefnu að miðlínu og koma vélinni í „flare“ á sama tíma og óttaðist hann að vélin myndi koma niður á brautarjaðrinum.

Þá nefndi flugmaðurinn einnig að hann hefði ekki sofið mjög vel daginn áður og vissi hann að að það væri ferli sem er ætlað til að tilkynna þreytu eða veikindi en þar sem ekki var um að ræða flug snemma að morgni þá fannst honum hann vera í góðu flugformi.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fundið fyrir kvíða byggjast upp daginn eftir er þeir flugu til baka frá London Stansted til Glasgow og hefði hann farið að ofhugsa hlutina og setti þrýsting á sjálfan sig að ná fullkominni lendingu.

Tilfinningarnar og hugsanirnar náði hinsvegar yfirhöndinni sem varð honum um megn og náði það hámarki þegar kom að aðfluginu að Glasgow-flugvelli.

Niðurstaða skýrslunar er sú að það hafi verið á ábyrgð flugmannsins að sleppa því að fljúga og tilkynna um líðan sína ef honum fannst það vera ástæða til og ráðfæra sig við flugstjórann á hvaða tímapunkti sem er á meðan á flugi stóð en fram kemur að það geti verið þó erfitt fyrir flugmenn að vega og meta hvenær þeim þykir ástæða að lýsa því yfir að þeir telji sig ekki vera í formi til að fljúga.

Þá fannst flugmanninum einnig að hann yrði að ná fullkominni lendingu til að „endurræsa“ sjálfstraustið sitt og þar af leiðandi var hann staðráðinn í að komast í gegnum kvíðann í stað þess að bugast sem á endanum varð raunin.  fréttir af handahófi

EASA bannar listflug með XtremeAir XA42 flugvélum

24. september 2019

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað allt listflug með flugvél af gerðinni XtremeAir XA42 sem er eins hreyfils sportflugvél.

Tvær Cessna Caravan fóru mjög nálægt í aðflugi

25. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur greint frá mjög alvarlegu atviki sem átti sér stað á Englandi þegar tvær Cessna 208 Caravan flugvélar fóru mjög nálægt hvor annarri en vélarnar voru báðar

Tveir kynningarfundir í nóvember um flugnám hjá Keili

7. nóvember 2019

|

Flugakademía Keilis mun laugardaginn 16. nóvember næstkomandi halda kynningarfund um flugnám við skólann en kynningin fer fram við aðalbyggingu Keilis í Ásbrú í Reykjanesbæ og þá fer annar kynningar

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í