flugfréttir

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

- Kostar um 250 milljónir króna að koma þotunni í lofthæft ástand á ný

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Flugsafnið í Ástralíu gæti þurft að bíða fram á næsta ár eftir að fá Boeing 707 þotuna en biðin tekur einnig á fyrir leikarann

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Travolta, sem er einn þekktasti „fljúgandi“ kvikmyndaleikari Hollywood, gaf Boeing 707 þotuna árið 2017 til flugsafnsins Historic Aircraft Restoration Society (HARS) og stóð til að afhenda hana til safnsins í haust en Travolta hefur í mörg ár verið sérstakur sendiherra fyrir Qantas og haldið uppi heiðri félagsins með þotunni sem er í hans eign í dag.

Að koma „gjöfinni“ til flugsafnsins ætlar þó að verða dýrkeypt þar sem þotan hefur safnað köngulóarvefjum á flugvelli í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum vegna atriða sem þarf að lagfæra en að koma þotunni í lofthæft ástand á ný til þess að hún uppfylli allar kröfur flugmálayfirvalda er kostnaðarsamt.

John Travolta hefur sl. ár flogið N707JT, Boeing 707 þotu, í litum Qantas sem einskonar sendiherra fyrir félagið

Að mati John Dennis, flugstjóra hjá Qantas, sem hefur séð um verkefnið í kringum Boeing 707 þotu Travolta, þá telur hann að það muni kosta í kringum 250 milljónir króna að koma þotunni aftur í það ástand til að uppfylla kröfur flugmálayfirvalda.

Travolta hefur þegar tekið sér mánaðarleyfi frá tökum á nýjustu kvikmyndum hans til þess að vinna í því að ferja vélina til Ástralíu en hann ætlaði einnig að halda fyrirlestra í Sydney og í Melbourne og koma fram á Comic Con ráðstefnu í Brisbane og verða viðstaddur viðburð í Adeleide.

N707JT var smíðuð af Boeing árið 1964

Hópur flugvirkja í Bandaríkjunum auk vélfræðinga sem eru komnir á eftirlaunaaldur vinna nú að því að koma þotunni aftur í lofthæft ástand svo hægt sé að ferja hana til Ástralíu á næsta ári þar sem útséð er um að það verði á næstunni.

Boeing 707 þotan, sem ber skráninguna N707JT, var upphaflega afhent til Qantas árið 1964 en félagið fór inn í þotuöldina árið 1959 með Boeing 707 þotunum og voru vélarnar í flota Qantas til ársins 1979.  fréttir af handahófi

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Kenndi gölluðum vindpoka um að hann fór út af braut

13. mars 2020

|

Flugmaður einn í Bandaríkjunum telur að „gallaður vindpoki“ hafi valdið flugatviki er lítil einkaflugvél sem hann flaug fór út af flugbraut í lendingu í Flórída fyrir tveimur árum síðan.

737 MAX í framleiðslu á ný í maí

26. mars 2020

|

Boeing stefnir á að hefja framleiðslu á Boeing 737 MAX á ný í maí en hlé var gert á framleiðslunni í janúar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00