flugfréttir

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

- Kostar um 250 milljónir króna að koma þotunni í lofthæft ástand á ný

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Flugsafnið í Ástralíu gæti þurft að bíða fram á næsta ár eftir að fá Boeing 707 þotuna en biðin tekur einnig á fyrir leikarann

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Travolta, sem er einn þekktasti „fljúgandi“ kvikmyndaleikari Hollywood, gaf Boeing 707 þotuna árið 2017 til flugsafnsins Historic Aircraft Restoration Society (HARS) og stóð til að afhenda hana til safnsins í haust en Travolta hefur í mörg ár verið sérstakur sendiherra fyrir Qantas og haldið uppi heiðri félagsins með þotunni sem er í hans eign í dag.

Að koma „gjöfinni“ til flugsafnsins ætlar þó að verða dýrkeypt þar sem þotan hefur safnað köngulóarvefjum á flugvelli í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum vegna atriða sem þarf að lagfæra en að koma þotunni í lofthæft ástand á ný til þess að hún uppfylli allar kröfur flugmálayfirvalda er kostnaðarsamt.

John Travolta hefur sl. ár flogið N707JT, Boeing 707 þotu, í litum Qantas sem einskonar sendiherra fyrir félagið

Að mati John Dennis, flugstjóra hjá Qantas, sem hefur séð um verkefnið í kringum Boeing 707 þotu Travolta, þá telur hann að það muni kosta í kringum 250 milljónir króna að koma þotunni aftur í það ástand til að uppfylla kröfur flugmálayfirvalda.

Travolta hefur þegar tekið sér mánaðarleyfi frá tökum á nýjustu kvikmyndum hans til þess að vinna í því að ferja vélina til Ástralíu en hann ætlaði einnig að halda fyrirlestra í Sydney og í Melbourne og koma fram á Comic Con ráðstefnu í Brisbane og verða viðstaddur viðburð í Adeleide.

N707JT var smíðuð af Boeing árið 1964

Hópur flugvirkja í Bandaríkjunum auk vélfræðinga sem eru komnir á eftirlaunaaldur vinna nú að því að koma þotunni aftur í lofthæft ástand svo hægt sé að ferja hana til Ástralíu á næsta ári þar sem útséð er um að það verði á næstunni.

Boeing 707 þotan, sem ber skráninguna N707JT, var upphaflega afhent til Qantas árið 1964 en félagið fór inn í þotuöldina árið 1959 með Boeing 707 þotunum og voru vélarnar í flota Qantas til ársins 1979.  fréttir af handahófi

Piaggio Aerospace fær leyfi til að selja fyrirtækið

25. nóvember 2019

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace hefur fengið grænt ljós frá ríkisstjórn Ítalíu fyrir sölu á fyrirtækinu en framleiðandinn leitar enn að kaupanda til að taka yfir reksturinn.

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Mitsubishi Aircraft missir pöntun í 50 SpaceJet-þotur

4. nóvember 2019

|

Mitsubishi Aircraft Corporation hefur misst risapöntun sem bandaríska fyrirtækið Trans States Holding lagði inn árið 2009 í 50 þotur af gerðinni Mitsubishi SpaceJet (áður MRJ).

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.