flugfréttir

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

- Kostar um 250 milljónir króna að koma þotunni í lofthæft ástand á ný

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Flugsafnið í Ástralíu gæti þurft að bíða fram á næsta ár eftir að fá Boeing 707 þotuna en biðin tekur einnig á fyrir leikarann

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Travolta, sem er einn þekktasti „fljúgandi“ kvikmyndaleikari Hollywood, gaf Boeing 707 þotuna árið 2017 til flugsafnsins Historic Aircraft Restoration Society (HARS) og stóð til að afhenda hana til safnsins í haust en Travolta hefur í mörg ár verið sérstakur sendiherra fyrir Qantas og haldið uppi heiðri félagsins með þotunni sem er í hans eign í dag.

Að koma „gjöfinni“ til flugsafnsins ætlar þó að verða dýrkeypt þar sem þotan hefur safnað köngulóarvefjum á flugvelli í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum vegna atriða sem þarf að lagfæra en að koma þotunni í lofthæft ástand á ný til þess að hún uppfylli allar kröfur flugmálayfirvalda er kostnaðarsamt.

John Travolta hefur sl. ár flogið N707JT, Boeing 707 þotu, í litum Qantas sem einskonar sendiherra fyrir félagið

Að mati John Dennis, flugstjóra hjá Qantas, sem hefur séð um verkefnið í kringum Boeing 707 þotu Travolta, þá telur hann að það muni kosta í kringum 250 milljónir króna að koma þotunni aftur í það ástand til að uppfylla kröfur flugmálayfirvalda.

Travolta hefur þegar tekið sér mánaðarleyfi frá tökum á nýjustu kvikmyndum hans til þess að vinna í því að ferja vélina til Ástralíu en hann ætlaði einnig að halda fyrirlestra í Sydney og í Melbourne og koma fram á Comic Con ráðstefnu í Brisbane og verða viðstaddur viðburð í Adeleide.

N707JT var smíðuð af Boeing árið 1964

Hópur flugvirkja í Bandaríkjunum auk vélfræðinga sem eru komnir á eftirlaunaaldur vinna nú að því að koma þotunni aftur í lofthæft ástand svo hægt sé að ferja hana til Ástralíu á næsta ári þar sem útséð er um að það verði á næstunni.

Boeing 707 þotan, sem ber skráninguna N707JT, var upphaflega afhent til Qantas árið 1964 en félagið fór inn í þotuöldina árið 1959 með Boeing 707 þotunum og voru vélarnar í flota Qantas til ársins 1979.  fréttir af handahófi

Fljúga fyrir Airbus milli tveggja flugvélaframleiðsluborga

30. ágúst 2019

|

Airbus flugvélaframleiðandinn hefur valið Air Canada til þess að hefja sérstakt áætlunarflug milli Montréal og Toulouse í Frakklandi næsta sumar.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Air Nostrum og CityJet fá leyfi fyrir sameiningu

28. júlí 2019

|

Spænska flugfélagið Air Nostrum og írska flugfélagið CityJet hafa fengið leyfi frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) fyrir sameiningu en við samrunann verður til eitt stærsta svæðisflugfélag („regio

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.