flugfréttir

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:36

Dreamliner-þotur Japan Airlines

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áður en þeir fengu að fara frá borði.

Fram kemur að Japan Airlines hafi samþykkt að greiða sektina til að komast hjá málaferli en félagið hefur lýst því yfir að það sé ekki sammála málsatvikum.

Atvikin tvö áttu sér stað í janúar og í maí árið 2018 og var í báðum tilvikum um að ræða áætlunarflug frá Narita-flugvellinum í Tókýó til Kennedy-flugvallarins í New York en í báðum tilvikunum þurfti að fljúga af leið og elnda á öðrum flugvelli vegna veðurs á áfangastað og var annarri þotunni lenti í Chicago en í hinu tilvikinu þurfti að lenda í Washington.

Þann 4. janúar 2018 biðu farþgear í 4:30 klukkustundir um borð í Chicago þar sem vélin lenti vegna snjóbyls sem gekk yfir New York sem varð til þess að loka þurfti JFK-flugvellinum í heilan sólarhring.

Þann 15. maí 2018 gekk mikið þrumuveður yfir New York sem varð til þess að aftur þurfti flug JL004 að lenda á öðrum flugvelli og lenti þota félagsins á Dulles-flugvellinum í Washington en þá biðu farþegar í vélinni í 4:58 klukkustundir en þá var vaktartími áhafnarinnar á þrotum.

Japan Airlines segir í yfirlýsingu sinni að seinkanirnar voru eitthvað sem flugfélagið réð engan veginn við og sé það ekki á ábyrgð þeirra og mótmælir félagið refsingunni af hálfu samgönguráðuneytis Bandaríkjanna.

Vitnar félagið í málsgrein þar sem fram kemur að ekki skal beita flugfélagi sektum vegna seinkana ef orsökin er vegna náttúruhamfara eða vegna ófremdarástands á flugvelli í kjölfar óveðurs.  fréttir af handahófi

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

Stefna á að opna aftur flugvelli í Serbíu

20. apríl 2020

|

Stjórnvöld í Serbíu stefna á að opna aftur flugvelli landsins fyrir farþegaflugi og er áætlað að flugvellir landsins verði starfræktir á ný í fyrstu vikunni í maí.

Afhendingar á ARJ21 þotunni frá COMAC hefjast að nýju

28. apríl 2020

|

Það hefur ekki borið eins mikið á að flugvélaframleiðendur hafi verið að afhenda nýjar farþegaþotur til viðskiptavina sl. vikur enda hefur flugiðnaðurinn orðið verulega fyrir barðinu á COVID-19 heim

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00