flugfréttir

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:36

Dreamliner-þotur Japan Airlines

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áður en þeir fengu að fara frá borði.

Fram kemur að Japan Airlines hafi samþykkt að greiða sektina til að komast hjá málaferli en félagið hefur lýst því yfir að það sé ekki sammála málsatvikum.

Atvikin tvö áttu sér stað í janúar og í maí árið 2018 og var í báðum tilvikum um að ræða áætlunarflug frá Narita-flugvellinum í Tókýó til Kennedy-flugvallarins í New York en í báðum tilvikunum þurfti að fljúga af leið og elnda á öðrum flugvelli vegna veðurs á áfangastað og var annarri þotunni lenti í Chicago en í hinu tilvikinu þurfti að lenda í Washington.

Þann 4. janúar 2018 biðu farþgear í 4:30 klukkustundir um borð í Chicago þar sem vélin lenti vegna snjóbyls sem gekk yfir New York sem varð til þess að loka þurfti JFK-flugvellinum í heilan sólarhring.

Þann 15. maí 2018 gekk mikið þrumuveður yfir New York sem varð til þess að aftur þurfti flug JL004 að lenda á öðrum flugvelli og lenti þota félagsins á Dulles-flugvellinum í Washington en þá biðu farþegar í vélinni í 4:58 klukkustundir en þá var vaktartími áhafnarinnar á þrotum.

Japan Airlines segir í yfirlýsingu sinni að seinkanirnar voru eitthvað sem flugfélagið réð engan veginn við og sé það ekki á ábyrgð þeirra og mótmælir félagið refsingunni af hálfu samgönguráðuneytis Bandaríkjanna.

Vitnar félagið í málsgrein þar sem fram kemur að ekki skal beita flugfélagi sektum vegna seinkana ef orsökin er vegna náttúruhamfara eða vegna ófremdarástands á flugvelli í kjölfar óveðurs.  fréttir af handahófi

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Brak úr hreyfli féll til jarðar í flugtaki hjá Norwegian í Róm

12. ágúst 2019

|

Brak úr hreyfli á Dreamliner-þotu frá Norwegian féll til jarðar eftir að bilun kom upp í hreyfli í flugtaksklifri frá Fiumicino-flugvellinum í Róm um helgina.

Þjálfunarflugstjóri veiktist í aðflugi að Leipzig

8. ágúst 2019

|

Þjálfunarflugstjóri veiktist um borð í stjórnklefa á Airbus A300-600 fraktþotu er verið var að þjálfa nýjan flugmann á vélina í fraktflugi frá Stokkhólmi til Leipzig.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.