flugfréttir

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

- Viðurkennir að hafa gert mistök og á eftir að sakna Draco mikið

17. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:53

Mike Patey auk tveggja farþega voru um borð í Draco í gær og sluppu allir ómeiddir frá slysinu

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Draco-flugvélin var mjög þekkt meðal margra flugmanna líkt og eigandinn Mike Patey og tvíburabróðir hans, Mark Patey, sem eru þekktir meðal grasrótarflugmanna víðsvegar um heiminn og þá sérstaklega meðal STOL-flugmanna.

Patey hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur deilt myndböndum af þeim verkefnum sem hann hefur fengist við er tengjast flugvélum en Draco er ein af þeim nokkrum flugvélum sem Mike hefur átt og breytt í gegnum tíðina.

Draco-flugvélin átti rætur sínar að rekja til Íslands þar sem henni var breytt úr PZL-Okecie Wilga sem skráð var á Íslandi en þá bar hún skráninguna TF-RED en árið 2011 var hún seld til Bandaríkjanna en vélin var smíðuð árið 2006.

Mike Patey á slysstað í gær við flak Draco

Mike deildi myndbandi í gær á Youtube þar sem hann tjáir sig um atvikið hálf niðurbrotinn og viðurkennir hann þau mistök sem hann gerði sem er að hafa ekki beðið um aðra flugbraut þar sem hann fór í loftið með beinan hliðarvindi en hann fékk á sig sterka vindhviðu og vonar hann að myndbandið verði öðrum flugmönnum víti til varnaðar er kemur að ákvörðunartöku.

Vindhviðan var of sterk og endaði í „ground loop“

Mike hugðist koma sér í loftið á undan veðrakerfi sem var að nálgast flugvöllinnn og var aðeins farið að hvessa á flugvellinum en Mike segir að vindurinn hafi ekki verið orðin það mikill er hann var að aka vélinni í átt að flugbrautinni.

Mike segir að hann hafi ekki haft neina stjórn á vélinni í vindinum um leið og Draco lyftist af brautinni þrátt fyrir að hafa notað fullt hliðarstýri og hallarstýri til að beina vélinni upp í vindinn og fór vélin niður í jörðina úr lítilli hæð og endaði í „ground loop“ og staðnæmdist utan brautar með báða vængina brotna og er vélin gjörónýt.

Eins og sjá má er Draco gjörónýt en Mike segist eiga eftir að sakna vélarinnar mikið

„Flugvélin brást mér ekki. Það var ég sem brást flugvélinni og farþegunum“, segir hin viðkunnalegi flugmaður í myndbandi sínu en bræðirnir hafa verið báðir mjög duglegir í ýmsum verkefnum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur en þeir voru aðeins 15 ára er þeir stofnuðu sitt fyrsta fyrirtæki.

Um borð í vélinni var Mike, eiginkona hans og einn annar farþegi og náðu þau að skríða frá borði undan öðrum vængnum án meiðsla en Mike segir að konan sín hafi að vísu brotið nögl.

Patey-bræður þekktir innan grasrótarinnar á Íslandi

Mike segist eiga eftir að sakna Draco mjög mikið og skellir skuldunni á atriði sem er orsök flestra flugslysa sem kallast „mistök flugmanna“ (pilot error). Hann segist vona að aðrir flugmenn taki betri ákvörðun en hann gerði en er þakklátur að enginn meiddist.

Mark Patey ásamt eiginkonu sinni, Chandra Brooks Patey og Draco-flugvélin í baksýn

Hundruði notenda á Facebook hafa skrifað ummmæli á fésbókarsíðu Mike Patey og hughreyst kappann og þar á meðal íslenskir flugmenn en grasrótin í fluginu á Íslandi þekkir vel til þeirra bræðra en hinn tvíburabróðirinn, Mark Patey, var staddur hér á landi í ágúst í fyrra þar sem hann hélt fyrirlestur í flugklúbbnum Geirfugli um grasrótarflug í Utah auk þess sem hann flaug með íslenskum flugmönnum og heimsótti Flugklúbb Mosfellsbæjar.

Mike Patey er meðal annars skráður í Heimsmetabók Guinness eftir að hann setti heimsmet á „Turbulence“ flugvélinni sem náði mesta meðalhraða sem nokkur einshreyfils flugvél með túrbínu-hreyfli hefur náð.

Myndband frá Mike Patey sem hann setti inn á Youtube í gærkvöldi:  fréttir af handahófi

Southwest sker niður sautján flugleiðir í leiðarkerfinu

20. ágúst 2019

|

Southwest Airlines hefur tilkynnt að félagið ætlar sér að fella niður 17 leiðir í leiðarkerfi félagsins um áramótin til þess að hagræða flugáætlun sinni en niðurskurðinn má rekja til kyrrsetningu Boe

Vörslusvipting á farþegaþotu rakin til skuldar við bónda

26. ágúst 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A220-300 frá flugfélaginu Air Tanzania var vörslusvipt um helgina á O.R. Tambo flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vegna vangoldinna skulda við ríkisstjórn Suð

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.