flugfréttir

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

- Viðurkennir að hafa gert mistök og á eftir að sakna Draco mikið

17. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:53

Mike Patey auk tveggja farþega voru um borð í Draco í gær og sluppu allir ómeiddir frá slysinu

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Draco-flugvélin var mjög þekkt meðal margra flugmanna líkt og eigandinn Mike Patey og tvíburabróðir hans, Mark Patey, sem eru þekktir meðal grasrótarflugmanna víðsvegar um heiminn og þá sérstaklega meðal STOL-flugmanna.

Patey hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur deilt myndböndum af þeim verkefnum sem hann hefur fengist við er tengjast flugvélum en Draco er ein af þeim nokkrum flugvélum sem Mike hefur átt og breytt í gegnum tíðina.

Draco-flugvélin átti rætur sínar að rekja til Íslands þar sem henni var breytt úr PZL-Okecie Wilga sem skráð var á Íslandi en þá bar hún skráninguna TF-RED en árið 2011 var hún seld til Bandaríkjanna en vélin var smíðuð árið 2006.

Mike Patey á slysstað í gær við flak Draco

Mike deildi myndbandi í gær á Youtube þar sem hann tjáir sig um atvikið hálf niðurbrotinn og viðurkennir hann þau mistök sem hann gerði sem er að hafa ekki beðið um aðra flugbraut þar sem hann fór í loftið með beinan hliðarvindi en hann fékk á sig sterka vindhviðu og vonar hann að myndbandið verði öðrum flugmönnum víti til varnaðar er kemur að ákvörðunartöku.

Vindhviðan var of sterk og endaði í „ground loop“

Mike hugðist koma sér í loftið á undan veðrakerfi sem var að nálgast flugvöllinnn og var aðeins farið að hvessa á flugvellinum en Mike segir að vindurinn hafi ekki verið orðin það mikill er hann var að aka vélinni í átt að flugbrautinni.

Mike segir að hann hafi ekki haft neina stjórn á vélinni í vindinum um leið og Draco lyftist af brautinni þrátt fyrir að hafa notað fullt hliðarstýri og hallarstýri til að beina vélinni upp í vindinn og fór vélin niður í jörðina úr lítilli hæð og endaði í „ground loop“ og staðnæmdist utan brautar með báða vængina brotna og er vélin gjörónýt.

Eins og sjá má er Draco gjörónýt en Mike segist eiga eftir að sakna vélarinnar mikið

„Flugvélin brást mér ekki. Það var ég sem brást flugvélinni og farþegunum“, segir hin viðkunnalegi flugmaður í myndbandi sínu en bræðirnir hafa verið báðir mjög duglegir í ýmsum verkefnum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur en þeir voru aðeins 15 ára er þeir stofnuðu sitt fyrsta fyrirtæki.

Um borð í vélinni var Mike, eiginkona hans og einn annar farþegi og náðu þau að skríða frá borði undan öðrum vængnum án meiðsla en Mike segir að konan sín hafi að vísu brotið nögl.

Patey-bræður þekktir innan grasrótarinnar á Íslandi

Mike segist eiga eftir að sakna Draco mjög mikið og skellir skuldunni á atriði sem er orsök flestra flugslysa sem kallast „mistök flugmanna“ (pilot error). Hann segist vona að aðrir flugmenn taki betri ákvörðun en hann gerði en er þakklátur að enginn meiddist.

Mark Patey ásamt eiginkonu sinni, Chandra Brooks Patey og Draco-flugvélin í baksýn

Hundruði notenda á Facebook hafa skrifað ummmæli á fésbókarsíðu Mike Patey og hughreyst kappann og þar á meðal íslenskir flugmenn en grasrótin í fluginu á Íslandi þekkir vel til þeirra bræðra en hinn tvíburabróðirinn, Mark Patey, var staddur hér á landi í ágúst í fyrra þar sem hann hélt fyrirlestur í flugklúbbnum Geirfugli um grasrótarflug í Utah auk þess sem hann flaug með íslenskum flugmönnum og heimsótti Flugklúbb Mosfellsbæjar.

Mike Patey er meðal annars skráður í Heimsmetabók Guinness eftir að hann setti heimsmet á „Turbulence“ flugvélinni sem náði mesta meðalhraða sem nokkur einshreyfils flugvél með túrbínu-hreyfli hefur náð.

Myndband frá Mike Patey sem hann setti inn á Youtube í gærkvöldi:  fréttir af handahófi

Talið að kveikt hafi verið í einkaþotu í Toronto

3. mars 2020

|

Lögreglan í Kanada rannsakar nú dularfullan eldsvoða þar sem talið er að kveikt hafi verið í einkaþotu af gerðinni Dassault Falcon 50 sem brann til kaldra kola á Buttonville-flugvellinum í Toronto.

Airbus A220 og Embraer E2 til skoðunar hjá SAS

28. febrúar 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) undirbýr sig nú til þess að taka ákvörðun um nýja flugvélategund sem notuð verður til að endurnýja minni farþegavélar félagsins sem notaðar eru á styttri flugleiðum.

Isavia og ASÍ semja um upplýsingagjöf til erlends launafólks

28. febrúar 2020

|

ASÍ og Isavia hafa gert með sér samstarfssamning um miðlun upplýsinga til erlends launafólks um íslenskan vinnumarkað, kjarasamninga, réttindi og skyldur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

30. mars 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum fa

Ein yngsta Airbus A320 þotan sem send hefur verið til niðurrifs

30. mars 2020

|

Hollenska fyrirtækið TDA, sem sérhæfir sig í flugvélapörtum og niðurrifi á flugvélum, segir að það hafi tekið að sér að rífa í brotajárn yngstu Airbus A320 þotu sem fyrirtækið hafi fengið í sínar hen

Piper framleiðir andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

30. mars 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Piper Aircraft hefur ákveðið að láta gott af sér leiða í baráttunni við kórónaveiruna og COVID-19 með því að hefja framleiðslu á andlitshlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfól

Flugmenn samþykkja laun og kjör er varðar Project Sunrise

30. mars 2020

|

Flugmenn hjá ástralska flugfélaginu Qantas hafa kosið með Sólarupprásar-verkefninu Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00