flugfréttir

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

- Viðurkennir að hafa gert mistök og á eftir að sakna Draco mikið

17. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:53

Mike Patey auk tveggja farþega voru um borð í Draco í gær og sluppu allir ómeiddir frá slysinu

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Draco-flugvélin var mjög þekkt meðal margra flugmanna líkt og eigandinn Mike Patey og tvíburabróðir hans, Mark Patey, sem eru þekktir meðal grasrótarflugmanna víðsvegar um heiminn og þá sérstaklega meðal STOL-flugmanna.

Patey hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur deilt myndböndum af þeim verkefnum sem hann hefur fengist við er tengjast flugvélum en Draco er ein af þeim nokkrum flugvélum sem Mike hefur átt og breytt í gegnum tíðina.

Draco-flugvélin átti rætur sínar að rekja til Íslands þar sem henni var breytt úr PZL-Okecie Wilga sem skráð var á Íslandi en þá bar hún skráninguna TF-RED en árið 2011 var hún seld til Bandaríkjanna en vélin var smíðuð árið 2006.

Mike Patey á slysstað í gær við flak Draco

Mike deildi myndbandi í gær á Youtube þar sem hann tjáir sig um atvikið hálf niðurbrotinn og viðurkennir hann þau mistök sem hann gerði sem er að hafa ekki beðið um aðra flugbraut þar sem hann fór í loftið með beinan hliðarvindi en hann fékk á sig sterka vindhviðu og vonar hann að myndbandið verði öðrum flugmönnum víti til varnaðar er kemur að ákvörðunartöku.

Vindhviðan var of sterk og endaði í „ground loop“

Mike hugðist koma sér í loftið á undan veðrakerfi sem var að nálgast flugvöllinnn og var aðeins farið að hvessa á flugvellinum en Mike segir að vindurinn hafi ekki verið orðin það mikill er hann var að aka vélinni í átt að flugbrautinni.

Mike segir að hann hafi ekki haft neina stjórn á vélinni í vindinum um leið og Draco lyftist af brautinni þrátt fyrir að hafa notað fullt hliðarstýri og hallarstýri til að beina vélinni upp í vindinn og fór vélin niður í jörðina úr lítilli hæð og endaði í „ground loop“ og staðnæmdist utan brautar með báða vængina brotna og er vélin gjörónýt.

Eins og sjá má er Draco gjörónýt en Mike segist eiga eftir að sakna vélarinnar mikið

„Flugvélin brást mér ekki. Það var ég sem brást flugvélinni og farþegunum“, segir hin viðkunnalegi flugmaður í myndbandi sínu en bræðirnir hafa verið báðir mjög duglegir í ýmsum verkefnum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur en þeir voru aðeins 15 ára er þeir stofnuðu sitt fyrsta fyrirtæki.

Um borð í vélinni var Mike, eiginkona hans og einn annar farþegi og náðu þau að skríða frá borði undan öðrum vængnum án meiðsla en Mike segir að konan sín hafi að vísu brotið nögl.

Patey-bræður þekktir innan grasrótarinnar á Íslandi

Mike segist eiga eftir að sakna Draco mjög mikið og skellir skuldunni á atriði sem er orsök flestra flugslysa sem kallast „mistök flugmanna“ (pilot error). Hann segist vona að aðrir flugmenn taki betri ákvörðun en hann gerði en er þakklátur að enginn meiddist.

Mark Patey ásamt eiginkonu sinni, Chandra Brooks Patey og Draco-flugvélin í baksýn

Hundruði notenda á Facebook hafa skrifað ummmæli á fésbókarsíðu Mike Patey og hughreyst kappann og þar á meðal íslenskir flugmenn en grasrótin í fluginu á Íslandi þekkir vel til þeirra bræðra en hinn tvíburabróðirinn, Mark Patey, var staddur hér á landi í ágúst í fyrra þar sem hann hélt fyrirlestur í flugklúbbnum Geirfugli um grasrótarflug í Utah auk þess sem hann flaug með íslenskum flugmönnum og heimsótti Flugklúbb Mosfellsbæjar.

Mike Patey er meðal annars skráður í Heimsmetabók Guinness eftir að hann setti heimsmet á „Turbulence“ flugvélinni sem náði mesta meðalhraða sem nokkur einshreyfils flugvél með túrbínu-hreyfli hefur náð.

Myndband frá Mike Patey sem hann setti inn á Youtube í gærkvöldi:  fréttir af handahófi

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00