flugfréttir
Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför
- Farþegar biðu í 11 tíma á meðan flugfélagið sendi annan flugmann

Boeing 737 þota flugfélagsins Tway Air
Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.
Flugvélin átti að fljúga frá Ho Chi Minh City í Víetnam heim til Seoul í Suður-Kóreu sl. föstudag en eftir að annar flugmaðurinn
uppgötvaði að hann var ekki með vegabréfið sitt meðferðis á flugvellinum kom í ljós að flugvélin var ekki að fara lönd né strönd.
Um 160 farþegar þurftu að bíða eftir því að flugfélagið myndi senda annan flugmann frá Suður-Kóreu til Víetnam
og fór flugvélin ekki í loftið fyrr en á laugardagsmorgninum.
Í yfirlýsingu frá Tway Air kemur fram að félagið sé að rannsaka hvernig flugmanninum tókst að týna vegabréfinu ásamt
öðrum pappírum sem hann átti að vera með í fórum sínum.


11. nóvember 2019
|
Rúmenska flugfélagið Blue Air þarf að greiða 8.7 milljónir króna í sekt fyrir að hafa spilað tónlist um borð í farþegarýminu fyrir farþega fyrir brottför og eftir lendingu.

12. nóvember 2019
|
Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

21. nóvember 2019
|
Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.