flugfréttir

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

- Skilaði sér ekki á áfangastað í fraktflugi til fjallahéraðs á Papúa-eyju

18. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:50

Flugvélin sem leitað er af er af gerðinni Twin Otter frá flugfélaginu Rimbun Air

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis til bæjarins Ilaga sem staðsettur er í afskekktu fjallahéraði á Nýju-Gíneu.

Um borð í vélinni er einn farþegi, þriggja manna áhöfn og 1.700 kíló af hrísgrjónum. Vélin átti að lenda í Ilaga klukkan 2:09 í nótt að íslenskum tíma en 15 mínútum áður rofnaði samband við flugvélina.

„Eftir tvær og hálfa klukkustund hafði ekkert enn til vélarinnar spurst og ekki hefur verið tilkynnt að hún hafi lent á einhverjum öðrum flugvelli og höfum við því ákveðið að lýsa því yfir að vélin er týnd“, sagði yfirmaður samgöngumála á svæðinu.

Flugtíminn frá Timiki til Ilaga er um 40 mínútur

Samkvæmt lögreglu í bænum Ilaga kemur fram að veðrið hafi verið „nógu gott“ fyrir flug til bæjarins en er vélin fór í loftið frá Timiki var heiður himinn. Fjarlægðin milli flugvallanna tveggja eru um 100 kílómetrar og er flugtíminn um 30 til 40 mínútur.

Indónesía reiðir sig mikið á flugsamgöngur þar sem landið telur þúsundir eyja en Nýja-Gínea er ein hættulegasta eyja landsins er kemur að flugi og hafa flugslys þar verið mjög tíð og þar að auki hefur flugöryggi í Indónesíu verið mjög ábótavant.

Flugvöllurinn í bænum Ilaga á Papúa-eyju  fréttir af handahófi

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Halda ekki áfram flugi milli Akureyrar og Keflavíkur í haust

2. ágúst 2019

|

Air Iceland Connect ætlar ekki að halda áfram að fljúga á mili Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.