flugfréttir

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

- Aftur þrjú flugfélög um samkeppnina á flugi milli Köben og Keflavíkur

20. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Boeing 737-800 þota CSA Czech Airlines

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinni til og frá Íslandi sem eru Icelandair og SAS.

Nýtt flugfélag mun núna taka þátt í samkeppninni með því að hefja flug milli Köben og Íslands en það er tékkneska flugfélagið CSA Czech Airlines sem ætlar að hefja flug frá Prag til Keflavíkur með millilendingu í Kaupmannahöfn.

Með því geta Íslendingar flogið til og frá Kaupmannahöfn með Czech Airlines eða haldið áfram þaðan með vélinni til Prag en félagið mun nota Boeing 737 þotur til flugsins.

Tékkneskar flugfreyjur hjá CSA Czech Airlines

Flogið daglega frá og með
28. október


Flogið verður daglega með Boeing 737-800 þotum og er fyrsta flugið áætlað þann 28. október en brottför frá Prag er klukkan 18:05 að staðartíma og lent í Kaupmannahöfn klukkan 19:25.

Brottför frá Kaupmannahöfn er áætluð klukkan 20:10 og lent í Keflavík klukkan 22:35. Frá Íslandi er brottför klukkan 04:35 um morguninn og lent í Kaupmannahöfn kl. 08:30 og svo lent í Prag klukkan 10:40.

Sala á farmiðum á þessari flugleið er nú þegar hafin og er ódýrasta fargjaldið í kringum 23.000 krónur fram og til baka til Kaupmannahafnar sé miðað við flug sem bókað er 29. október.

Czech Airlines hefur áður flogið til Íslands í beinu flug frá Prag en fyrsta flug félagsins til Keflavíkur var flogið þann 1. júní árið 2017 en á flaug félagið hingað með Airbus A320 þotum.  fréttir af handahófi

Von á niðurstöðum á úttekt á vottunarferli FAA í haust

25. júlí 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur tilkynnt að í haust verða birtar niðurstöður ásamt athugasemdum varðandi vottunarferli meðal bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hefur verið til ra

Flugvél snúið við vegna rifrildis um farsímanotkun fyrir flugtak

9. september 2019

|

Farþegaflugvél af gerðinni De Havilland Dash 8 Q400 frá QantasLink, sem var í innanlandsflugi í morgun í Ástralíu, þurfti að snúa við aftur til Sydney vegna deilna sem komu upp milli tveggja farþega

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.