flugfréttir

Thomas Cook gjaldþrota: Ekki náðist að bjarga rekstri félagsins

- Verið að bjarga 150.000 ferðamönnum aftur heim til Bretlands

23. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:04

Sögu Thomas Cook má rekja allt aftur til ársins 1841

Breska ferðaskrifstofusamsteypan Thomas Cook Group, ásamt flugfélaginu Thomas Cook Airlines, er gjaldþrota eftir að stífar samningviðræður í nótt fóru út um þúfur og lýkur þar með 178 ára sögu ferðaþjónustufyrirtækisins sem stofnað var árið 1841.

Viðræður við fjárfesta og lánadrottna náðu ekki fram að ganga en allt var gert til þess að reyna að fá neyðarfjármagn upp á 200 milljónur Sterlingspunda inn í rekstur félagsins sem samsvarar 31 milljarði króna.

Strax í gær var ljóst að staða félagsins hékk á bláþræði og allt stefndi í gjaldþrot á mánudagsmorgninum ef stjórn félagsins myndi ekki ná að semja um neyðarfjármagn og ná sáttum við fjárfesta.

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, ávarpar blaðamenn í nótt

Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, sem gefin var út í nótt, kemur fram að þar sem að ekki náðist að semja um fjármagn til þess að halda rekstri félagsins gangandi þá sér stjórn Thomas Cook því miður ekki aðra leið í stöðunni en að sækja um gjaldþrotaskipti.

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, sagði í viðtali í nótt að það sé grátlegt að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri félagsins og sé djúp eftirsjá eftir því og nýtti hann tækifærið og bað hann milljónir viðskiptavina félagsins afsökunar á því hvernig fór auk þeirra 9.000 starfsmanna sem störfuðu hjá félaginu.

Tilkynning um starfslok félagsins til farþega á flugvellinum í Bristol

Framundan er að koma um 150.000 ferðamönnum aftur til síns heima frá þeim 82 áfangastöðum sem félagið flaug til og er því um að ræða eina umfangsmestu fólksflutningar í sögu Bretlands frá því í seinni heimstyrjöldinni.

Thomas Cook mun formlega senda inn umsókn um gjaldþrotaskipti klukkan 8:00 að breskum tíma þegar kauphöllin í London opnar en þegar var byrjað að senda tómar þotur til evrópska áfangastaða í nótt til að sækja farþega þar sem allt áætlunarflug á vegum félagsins stöðvaðist í gærkvöldi.  fréttir af handahófi

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

11. maí 2020

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19

Boeing 737 MAX sennilega kyrrsettar fram á haust

28. apríl 2020

|

Flest bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar verði kyrrsettar áfram fram í ágúst í sumar og jafnvel fram á haust þar sem Boeing er enn í balsi með að finna lausn á tveimur mismunandi vandamálum í

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00