flugfréttir

Thomas Cook gjaldþrota: Ekki náðist að bjarga rekstri félagsins

- Verið að bjarga 150.000 ferðamönnum aftur heim til Bretlands

23. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:04

Sögu Thomas Cook má rekja allt aftur til ársins 1841

Breska ferðaskrifstofusamsteypan Thomas Cook Group, ásamt flugfélaginu Thomas Cook Airlines, er gjaldþrota eftir að stífar samningviðræður í nótt fóru út um þúfur og lýkur þar með 178 ára sögu ferðaþjónustufyrirtækisins sem stofnað var árið 1841.

Viðræður við fjárfesta og lánadrottna náðu ekki fram að ganga en allt var gert til þess að reyna að fá neyðarfjármagn upp á 200 milljónur Sterlingspunda inn í rekstur félagsins sem samsvarar 31 milljarði króna.

Strax í gær var ljóst að staða félagsins hékk á bláþræði og allt stefndi í gjaldþrot á mánudagsmorgninum ef stjórn félagsins myndi ekki ná að semja um neyðarfjármagn og ná sáttum við fjárfesta.

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, ávarpar blaðamenn í nótt

Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, sem gefin var út í nótt, kemur fram að þar sem að ekki náðist að semja um fjármagn til þess að halda rekstri félagsins gangandi þá sér stjórn Thomas Cook því miður ekki aðra leið í stöðunni en að sækja um gjaldþrotaskipti.

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, sagði í viðtali í nótt að það sé grátlegt að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri félagsins og sé djúp eftirsjá eftir því og nýtti hann tækifærið og bað hann milljónir viðskiptavina félagsins afsökunar á því hvernig fór auk þeirra 9.000 starfsmanna sem störfuðu hjá félaginu.

Tilkynning um starfslok félagsins til farþega á flugvellinum í Bristol

Framundan er að koma um 150.000 ferðamönnum aftur til síns heima frá þeim 82 áfangastöðum sem félagið flaug til og er því um að ræða eina umfangsmestu fólksflutningar í sögu Bretlands frá því í seinni heimstyrjöldinni.

Thomas Cook mun formlega senda inn umsókn um gjaldþrotaskipti klukkan 8:00 að breskum tíma þegar kauphöllin í London opnar en þegar var byrjað að senda tómar þotur til evrópska áfangastaða í nótt til að sækja farþega þar sem allt áætlunarflug á vegum félagsins stöðvaðist í gærkvöldi.  fréttir af handahófi

Fjórtán tilboð berast í hið gjaldþrota Aigle Azur

10. september 2019

|

Skiptastjóri þrotabús franska flugfélagsins Aigle Azur segir að borist hafa 14 yfirtökutilboð í félagið sem hætti öllu flugi þann
7. september sl. eftir 73 ára starfsemi.

Allt flug liggur niðri hjá BA vegna verkfalls flugmanna

9. september 2019

|

Næstum öll flugáætlun British Airways liggur niðri í dag þar sem að verkfall flugmanna hjá félaginu er skollið á en verkfallsaðgerðirnar munu einnig raska flugi á morgun, 10. september.

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

27. september 2019

|

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00