flugfréttir

„Yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að flytja“

- Bað starfsfólk, viðskiptavini og samstarfsaðila afsökunar

23. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:01

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, fór með stutta yfirlýsingu í nótt er í ljós kom hver niðurstaðan var

„Þetta er yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að fara með“ - Svona byrjaði Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, yfirlýsingu sína er hann gekk út að loknum samningaviðræðum í nótt er ljóst var að komið var að endalokum félagsins.

„Í kjölfar ákvörðunar stjórnar félagsins, núna seint í kvöld, þá mun ríkisstjórn Bretlands formlega taka við stjórn Thomas Cook. Þrátt fyrir þá mikla vinnu sem farið hefur fram á nokkrum mánuðum og erfiðar samningaviðræður síðastliðna daga þá hefur okkur ekki tekist að tryggja samning sem hefði tryggt áframhaldandi viðskipti“, sagði Fanhauser í morgun.

Fanhauser sagði að þessi útkoma ætti eftir að verða reiðarslag fyrir fjölda fólks og valda bæði kvíða, álagi og röskunum. - „Ég vill byrja á því að biðjast afsökunar til þeirra 21.000 samstarfsmanna minna sem eiga eftir að sitja uppi með brotið hjarta - Þið öll börðust mjög hart fyrir því að tryggja velgengni Thomas Cook“.

„Ég vill einnig biðja alla viðskiptavini okkar afsökunar, þá sem eru núna í fríi erlendis og einnig þá sem hafa bókað flug með okkur á næstu mánuðum. Samstarfsmenn mínir munu vinna með flugmálayfirvöldum til þess að hjálpa að koma farþegum heim“.

„Að lokum vill ég biðja öll þau þúsundir hótela afsökunar, birgja og annarra aðila sem hafa staðið með okkur í blíðu og stríðu og standa núna í frammi fyrir erfiðum tímum. Það hefur verið forréttindi að stjórna Thomas Cook og er því mjög erfitt fyrir mig að það hafi ekki verið möguleiki að bjarga einu vinsælasta vörumerki í ferðaiðnaðinum“.

Að því loknu gekk Faunhauser aftur inn í höfuðstöðvar Thomas Cook og svaraði ekki spurningum frá blaðamönnum er þeir spurðu hann hvort að hann tæki persónulega ábyrgð á gjaldþroti félagsins.  fréttir af handahófi

Thomas Cook flaug til 68 áfangastaða í 30 löndum

23. september 2019

|

Síðasta áætlunarflug í sögu Thomas Cook til að lenda eftir gjaldþrot félagsins var flug TCX2643 frá Orlando í Flórída til Manchester.

A350 þota British Airways skemmdist í málningu hjá Airbus

23. nóvember 2019

|

Nýjasta Airbus A350-1000 þota British Airways varð fyrir skemmdum í málningarvinnu hjá Airbus í Toulouse en vélin skemmdist þegar verið var að leggja lokahönd á að mála vélina í litum félagsins rétt

Forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing segir af sér

23. október 2019

|

Kevin McAllister hefur sagt af sér sem framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00