flugfréttir

„Yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að flytja“

- Bað starfsfólk, viðskiptavini og samstarfsaðila afsökunar

23. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:01

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, fór með stutta yfirlýsingu í nótt er í ljós kom hver niðurstaðan var

„Þetta er yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að fara með“ - Svona byrjaði Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, yfirlýsingu sína er hann gekk út að loknum samningaviðræðum í nótt er ljóst var að komið var að endalokum félagsins.

„Í kjölfar ákvörðunar stjórnar félagsins, núna seint í kvöld, þá mun ríkisstjórn Bretlands formlega taka við stjórn Thomas Cook. Þrátt fyrir þá mikla vinnu sem farið hefur fram á nokkrum mánuðum og erfiðar samningaviðræður síðastliðna daga þá hefur okkur ekki tekist að tryggja samning sem hefði tryggt áframhaldandi viðskipti“, sagði Fanhauser í morgun.

Fanhauser sagði að þessi útkoma ætti eftir að verða reiðarslag fyrir fjölda fólks og valda bæði kvíða, álagi og röskunum. - „Ég vill byrja á því að biðjast afsökunar til þeirra 21.000 samstarfsmanna minna sem eiga eftir að sitja uppi með brotið hjarta - Þið öll börðust mjög hart fyrir því að tryggja velgengni Thomas Cook“.

„Ég vill einnig biðja alla viðskiptavini okkar afsökunar, þá sem eru núna í fríi erlendis og einnig þá sem hafa bókað flug með okkur á næstu mánuðum. Samstarfsmenn mínir munu vinna með flugmálayfirvöldum til þess að hjálpa að koma farþegum heim“.

„Að lokum vill ég biðja öll þau þúsundir hótela afsökunar, birgja og annarra aðila sem hafa staðið með okkur í blíðu og stríðu og standa núna í frammi fyrir erfiðum tímum. Það hefur verið forréttindi að stjórna Thomas Cook og er því mjög erfitt fyrir mig að það hafi ekki verið möguleiki að bjarga einu vinsælasta vörumerki í ferðaiðnaðinum“.

Að því loknu gekk Faunhauser aftur inn í höfuðstöðvar Thomas Cook og svaraði ekki spurningum frá blaðamönnum er þeir spurðu hann hvort að hann tæki persónulega ábyrgð á gjaldþroti félagsins.  fréttir af handahófi

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

Vonir um endurreisn Flybe fara dvínandi

15. nóvember 2020

|

Vonir um að hægt verði að endurreisa Flybe og koma hinu gjaldþrota flugfélagið aftur á fót hafa farið dvínandi eftir að félagið var ekki valið í útboði á flugrekstri á einstaka flugleiðum á Írlandi f

Southwest íhugar Airbus A220

25. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur greint frá því að verið sé að skoða möguleikann á því að panta farþegaþotur frá Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

Boeing 737 MAX þoturnar fá að fljúga aftur í Kanada

18. janúar 2021

|

Kanadísk flugmálayfirvöld hafa gefið út vottun fyrir Boeing 737 MAX sem þýðir að allar MAX þotur í Kanada geta hafið sig til flugs að nýju frá og með næstkomandi miðvikudegi auk þess sem 737 MAX vé

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00