flugfréttir

„Yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að flytja“

- Bað starfsfólk, viðskiptavini og samstarfsaðila afsökunar

23. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:01

Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, fór með stutta yfirlýsingu í nótt er í ljós kom hver niðurstaðan var

„Þetta er yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að fara með“ - Svona byrjaði Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, yfirlýsingu sína er hann gekk út að loknum samningaviðræðum í nótt er ljóst var að komið var að endalokum félagsins.

„Í kjölfar ákvörðunar stjórnar félagsins, núna seint í kvöld, þá mun ríkisstjórn Bretlands formlega taka við stjórn Thomas Cook. Þrátt fyrir þá mikla vinnu sem farið hefur fram á nokkrum mánuðum og erfiðar samningaviðræður síðastliðna daga þá hefur okkur ekki tekist að tryggja samning sem hefði tryggt áframhaldandi viðskipti“, sagði Fanhauser í morgun.

Fanhauser sagði að þessi útkoma ætti eftir að verða reiðarslag fyrir fjölda fólks og valda bæði kvíða, álagi og röskunum. - „Ég vill byrja á því að biðjast afsökunar til þeirra 21.000 samstarfsmanna minna sem eiga eftir að sitja uppi með brotið hjarta - Þið öll börðust mjög hart fyrir því að tryggja velgengni Thomas Cook“.

„Ég vill einnig biðja alla viðskiptavini okkar afsökunar, þá sem eru núna í fríi erlendis og einnig þá sem hafa bókað flug með okkur á næstu mánuðum. Samstarfsmenn mínir munu vinna með flugmálayfirvöldum til þess að hjálpa að koma farþegum heim“.

„Að lokum vill ég biðja öll þau þúsundir hótela afsökunar, birgja og annarra aðila sem hafa staðið með okkur í blíðu og stríðu og standa núna í frammi fyrir erfiðum tímum. Það hefur verið forréttindi að stjórna Thomas Cook og er því mjög erfitt fyrir mig að það hafi ekki verið möguleiki að bjarga einu vinsælasta vörumerki í ferðaiðnaðinum“.

Að því loknu gekk Faunhauser aftur inn í höfuðstöðvar Thomas Cook og svaraði ekki spurningum frá blaðamönnum er þeir spurðu hann hvort að hann tæki persónulega ábyrgð á gjaldþroti félagsins.  fréttir af handahófi

Virgin keppist við að finna fjármagn upp á 154 milljarða

29. júní 2020

|

Virgin Atlantic Airways berst nú í bökkum og leitar flugfélagið breska nú að fjármagni með aðstoð frá einkafjárfestum til þess að styrkja reksturinn sem hefur verulega orðið fyrir barðinu á kórónavei

Virgin mun hætta á Gatwick

5. maí 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að hætta allri starfsemi á Gatwick-flugvellinum í London og segja upp 3.150 starfsmönnum í kjölfarið.

Helmingi minna fé varið í framleiðslu á SpaceJet-þotunni

13. maí 2020

|

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries (MH) hefur tilkynnt að helmingi minna fé verði varið til framleiðslu á SpaceJet farþegaþotunni sem upphaflega var kynnt til sögunnar undir

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00