flugfréttir

Thomas Cook flaug til 68 áfangastaða í 30 löndum

- Síðasta flug félagsins var TCX2643 frá Orlando til Manchester

23. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:38

Airbus A330-300 breiðþota Thomas Cook lendir í Manchester í morgun eftir flug frá Orlando sem var síðasta flug félagsins

Síðasta áætlunarflug í sögu Thomas Cook til að lenda eftir gjaldþrot félagsins var flug TCX2643 frá Orlando í Flórída til Manchester.

Síðasta flugið var breiðþotuflug með Airbus A330 þotu og fór þotan í loftið frá Orlando klukkan 23:15 í gærkvöldi að íslenskum tíma og lenti í Manchester klukkan 7:31 að íslenskum tíma.

Um fjögurleytið í nótt voru sex þotur frá Thomas Cook í loftinu sem allar voru að nálgast Bretlandseyjar eftir flug yfir Atlantshafið frá Ameríku en þær voru að koma frá Cayo Coco á Kúbu, Cancún í Mexíkó, Las Vegas og þrjár á leið frá Orlando til Manchester og Glasgow.

Flug TCX2643 í aðflugi að flugvellinum í Manchester í morgun

Klukkan eitt í nótt mátti sjá á vefsíðunni Flightradar24.com síðustu Evrópuflugin á leið til Bretlands en þær þotur voru að koma frá Hurghada, Antalya, Enfidha, Dalaman og Larnaca.

Flugu til 68 áfangastaða í heiminum

Thomas Cook Airlines flaug til 68 áfangastaða utan Bretlands í fjórum heimsálfum en til margra áfangastaðanna var flogið tímabundið annaðhvort á sumrin eða veturnar og voru þeir vinsælustu á Spáni, Tyrklandi, Grikklandi, Egyptalandi, Kýpur, Bandaríkjunum og í Karíbahafinu.

Hér að neðan má sjá lista yfir þá áfangastaða sem Thomas Cook flaug til en félagið flaug til þeirra frá Glasgow, Manchester, Belfast, Birmingham, Bristol, Cardiff, East Midlands, London Gatwick, London Stansted og frá Newcastle.  fréttir af handahófi

Hæpið að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á þessu ári

9. október 2019

|

Fátt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar muni fljúga á ný fyrir lok þessa árs eins og Boeing hafði lýst yfir fyrir nokkrum vikum síðan en þá sagði framleiðandinn að kyrrsetning vélanna myndi

Adria Airways er gjaldþrota

30. september 2019

|

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugreks

Fékk fugla í báða hreyfla í flugtaki og nauðlenti á akri

15. ágúst 2019

|

Farþegaþota nauðlenti á maísakri í morgun í Rússlandi eftir að báðir hreyflar vélarinnar stöðvuðust eftir að þotan flaug í gegnum fuglager skömmu eftir flugtak frá Moskvu.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.