flugfréttir

EASA bannar listflug með XtremeAir XA42 flugvélum

- Hætta á að mótorinn geti losnað úr vélinni

24. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:21

XtremeAir XA42 listflugvélin

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað allt listflug með flugvél af gerðinni XtremeAir XA42 sem er eins hreyfils sportflugvél.

Ástæðan er sögð vera af ótta við að upp geti komið aðstæður þar sem hætta er á að mótorinn geti losnað frá burðarvirki vélarinnar ef verið er að fljúga listflug á vélinni með tilheyrandi æfingum.

Nýverið kom í ljós að járnbitar („struts“), við eldvegg á einni flugvél af gerðinni XA42, höfðu losnað frá skrokknum sem festa mótorinn við búkinn en það uppgötvaðist í tæka tíð áður en það olli slysi.

Þá kom einnig í ljós í mars á þessu ári, er reglubundin skoðun fór fram á annarri flugvél af þessari gerð, að sprungur höfðu myndast í skástífunum í vélinni sem varð til þess að tilmæli voru send út og eigendum XA42 flugvéla gert að framkvæma skoðun á sínum flugvélum.

EASA segir að nauðsynlegt sé að breyta flughandbók vélanna og taka skýrt fram að listflug sé ekki leyfilegt að svo stöddu auk þess sem farið er fram á að viðvörunarspjald þess efnis sé sett í stjórnklefann í augsýn flugmanns.

Þá fer EASA fram á að stutt skoðun á burðarjárnbitum verði hluti af fyrirflugsskoðun í stað þess að farið var fram á að það var gert eftir 10 flugferðir þar sem flogið var listflug.

XA42, einnig þekkt sem Sbach342, er framleidd af þýska flugvélaframleiðandanum XtremeAir og er vélin tveggja sæta listflugvél sem kemur með 315 hestafla Lycoming AEIO-580 mótor.

EASA segir að hætta sé á því að mótorinn geti losnað frá burðargrind vélarinnar  fréttir af handahófi

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

25. september 2019

|

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugf

Vörslusvipting á farþegaþotu rakin til skuldar við bónda

26. ágúst 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A220-300 frá flugfélaginu Air Tanzania var vörslusvipt um helgina á O.R. Tambo flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vegna vangoldinna skulda við ríkisstjórn Suð

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.