flugfréttir

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

- Hafa ekki fengið afhent lénin wow.is og wowair.com

25. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

TF-GAY, fyrsta breiðþota WOW air, á Keflavíkurflugvelli í maí árið 2016

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugferðirnar munu frestast um tvær vikur fram í miðjan mánuðinn.

Ástæðan er sögð vera þar sem ekki hefur náðst að fá lénin wow.is og wowair.com til að geta sett upp vefsíðu félagsins auk bókunarkerfisins til að hefja sölu á farmiðum.

Lénin wow.is og wowair.is er í eigu W Holding ehf. sem hefur haft milligöngu um samskipti bandrískra kaupenda og þrotabús WOW air en erlenda lénið, wowair.com, birtir ennþá upplýsingar um starfslok félagsins.

Í ViðskiptaMogganum kemur fram að það ætti þó ekki að hafa tiltölulega mikil áhrif á endurreisn félagsins og er greint frá því að undirbúningsvinnan gangi vel að öðru leyti.

WOW 2 á að hefja starfsemi sína með bandarísku flugrekstarleyfi fyrst um sinn en fram kemur að til standi að sækja um íslenskt flugrekstrarleyfi þegar starfsemin er komin á fullt skrið en slíkt er nauðsynlegt til að geta hafið áætlunarflug frá Íslandi til Evrópu fyrir félagi sem hefur bandarískt flugrekstrarleyfi.

Að öðru leyti er mjög flókið að fá leyfi til þess að fljúga frá því landi sem félagið er skráð með flugrekstrarleyfi, til annars lands og þaðan áfram til þriðja landsins sem væri háð leyfi frá stjórnvöldum til að veita undanþágu vegna loftferðasamnings sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“ í samræmi við alþjóðlegan sáttmála.

Efasemdir hafa verið uppi meðal margra varðandi hvort að áætlanir Michelle Ballarin nái fram að ganga en fljótlega í kjölfar falls WOW air voru einnig nokkrir aðilar sem hugðust stofna nýtt flugfélag til þess að fylla í það skarð sem WOW air skildi eftir sig.  fréttir af handahófi

Skaðabótagreiðslunni verður deilt með starfsfólkinu

3. janúar 2020

|

American Airlines hefur greint frá því að félagið hyggst deila skaðabótaupphæðinni, sem félagið á von á því að fá greidda frá Boeing venga kyrrsetningarinnar á 737 MAX þotunum, með starfsfólki félags

A350 þota British Airways skemmdist í málningu hjá Airbus

23. nóvember 2019

|

Nýjasta Airbus A350-1000 þota British Airways varð fyrir skemmdum í málningarvinnu hjá Airbus í Toulouse en vélin skemmdist þegar verið var að leggja lokahönd á að mála vélina í litum félagsins rétt

KLM stefnir á að hætta með Airbus A330 á næstu árum

6. nóvember 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun hætta með Airbus A330 breiðþoturnar á næstu árum en ástæðan er sögð þar sem móðurfélagið, Air France-KLM, stefnir á að einfalda flugflota félaganna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00