flugfréttir

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

- Hafa ekki fengið afhent lénin wow.is og wowair.com

25. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

TF-GAY, fyrsta breiðþota WOW air, á Keflavíkurflugvelli í maí árið 2016

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugferðirnar munu frestast um tvær vikur fram í miðjan mánuðinn.

Ástæðan er sögð vera þar sem ekki hefur náðst að fá lénin wow.is og wowair.com til að geta sett upp vefsíðu félagsins auk bókunarkerfisins til að hefja sölu á farmiðum.

Lénin wow.is og wowair.is er í eigu W Holding ehf. sem hefur haft milligöngu um samskipti bandrískra kaupenda og þrotabús WOW air en erlenda lénið, wowair.com, birtir ennþá upplýsingar um starfslok félagsins.

Í ViðskiptaMogganum kemur fram að það ætti þó ekki að hafa tiltölulega mikil áhrif á endurreisn félagsins og er greint frá því að undirbúningsvinnan gangi vel að öðru leyti.

WOW 2 á að hefja starfsemi sína með bandarísku flugrekstarleyfi fyrst um sinn en fram kemur að til standi að sækja um íslenskt flugrekstrarleyfi þegar starfsemin er komin á fullt skrið en slíkt er nauðsynlegt til að geta hafið áætlunarflug frá Íslandi til Evrópu fyrir félagi sem hefur bandarískt flugrekstrarleyfi.

Að öðru leyti er mjög flókið að fá leyfi til þess að fljúga frá því landi sem félagið er skráð með flugrekstrarleyfi, til annars lands og þaðan áfram til þriðja landsins sem væri háð leyfi frá stjórnvöldum til að veita undanþágu vegna loftferðasamnings sem kveður á um hinn svokallaðan „fimmta rétt“ í samræmi við alþjóðlegan sáttmála.

Efasemdir hafa verið uppi meðal margra varðandi hvort að áætlanir Michelle Ballarin nái fram að ganga en fljótlega í kjölfar falls WOW air voru einnig nokkrir aðilar sem hugðust stofna nýtt flugfélag til þess að fylla í það skarð sem WOW air skildi eftir sig.  fréttir af handahófi

Nálgast 9.000 Airbus A320 þotur

9. ágúst 2019

|

Airbus nálgast bráðum þann áfanga að hafa afhent 9.000 farþegaþotur úr A320-fjölskyldunni en talið er að níuþúsundasta þotan verði afhent fljótlega í byrjun september.

Vilja fá starfsmenn Boeing í viðtal vegna 737 MAX málsins

12. september 2019

|

Demókratar innan bandaríska þingsins auk nefndar um samgöngu- og innviðamál fara fram á að Boeing leyfi þeim starfsmönnum, sem komu að vottunarferli Boeing 737 MAX þotunnar, að mæta til viðtals og

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.