flugfréttir

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

- Verða með fjórar A320neo þotur í rekstri árið 2024

25. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:16

Fyrsta Airbus A320neo þota Atlantic Airways sem félagið fékk afhenta um miðjan júlí í sumar

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

Þetta er fjórða pöntunin sem Atlantic Airways leggur inn til Airbus og önnur pöntunin á þessu ári en í dag samastendur floti Atlantic Airways af tveimur Airbus A319 þotum, einni A320 þotu og einni Airbus A320neo þotu sem afhent var til félagsins í júlí í sumar.

Sú þota var tekin á leigu frá flugvélaleigunni Air Lease Corporation í kjölfar undirritun samnings þess efnis í febrúar 2018 en átta mánuðum síðar, í október 2018, gerði félagið svo samning við Airbus um leigu á annarri Airbus A320neo þotu.

Fyrsta Airbus A320neo þota Atlantic Airways

Á flugsýninginni Paris Air Show í júní pantaði Atlantic Airways tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar og var samningur um þau kaup formlega undirritaður ásamt forsvarsmönnum Airbus.

Fá næstu þotur árið 2020, 2023 og 2024

Núna, þremur mánuðum síðar, hefur félagið lagt formlega inn pöntun aftur til Airbus í eina A320neo þotu til viðbótar og verður næsta afhent árið 2020, sú þriðja árið 2023 og sú fjórða árið 2024.

„Okkar markmið er að hafa nýjustu flugvélarnar með nýjustu tækninni sem völ er ár“, segir Jóhanna á Bergi, framkvæmdarstjóri Atlantic Airways.

Þá hefur flugfélagið einni gert samning við dönsku ferðaskrifstofuna Primo Tours um leiguflug með þotunum á veturnar þegar háannatími sumarsins er yfirstaðinn til þess að nýta vélarnar sem best frá hausti fram á vorin.

Atlantic Airways flýgur í dag allan ársins hring frá Vágar í Færeyjum til Kaupmannahafnar, Bergen, Reykjavíkur, Billund, Edingborgar og til Parísar en þá flýgur félagið einnig árstíðarbundið flug til Barcelona, Mallorca, Kanaríeyja og til Álaborgar.  fréttir af handahófi

Ný A330 breiðþota fer beint í geymslu eftir afhendingu

20. júlí 2020

|

Írska flugfélagið Aer Lingus mun á næstunni senda splunkunýja Airbus A330 breiðþotu í geymslu sem afhent var til félagsins fyrir aðeins einni viku síðan.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Ætla að afhenda 450 MAX-vélar innan 12 mánaða

30. júlí 2020

|

Boeing stefnir á að afhenda allar þær 450 Boeing 737 MAX þotur sem framleiddar hafa verið til viðskiptavina sinna innan 12 mánaða frá því að afhendingar hefjast að nýju sem mögulega verður fyrir lok

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00