flugfréttir

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

- Verða með fjórar A320neo þotur í rekstri árið 2024

25. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:16

Fyrsta Airbus A320neo þota Atlantic Airways sem félagið fékk afhenta um miðjan júlí í sumar

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

Þetta er fjórða pöntunin sem Atlantic Airways leggur inn til Airbus og önnur pöntunin á þessu ári en í dag samastendur floti Atlantic Airways af tveimur Airbus A319 þotum, einni A320 þotu og einni Airbus A320neo þotu sem afhent var til félagsins í júlí í sumar.

Sú þota var tekin á leigu frá flugvélaleigunni Air Lease Corporation í kjölfar undirritun samnings þess efnis í febrúar 2018 en átta mánuðum síðar, í október 2018, gerði félagið svo samning við Airbus um leigu á annarri Airbus A320neo þotu.

Fyrsta Airbus A320neo þota Atlantic Airways

Á flugsýninginni Paris Air Show í júní pantaði Atlantic Airways tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar og var samningur um þau kaup formlega undirritaður ásamt forsvarsmönnum Airbus.

Fá næstu þotur árið 2020, 2023 og 2024

Núna, þremur mánuðum síðar, hefur félagið lagt formlega inn pöntun aftur til Airbus í eina A320neo þotu til viðbótar og verður næsta afhent árið 2020, sú þriðja árið 2023 og sú fjórða árið 2024.

„Okkar markmið er að hafa nýjustu flugvélarnar með nýjustu tækninni sem völ er ár“, segir Jóhanna á Bergi, framkvæmdarstjóri Atlantic Airways.

Þá hefur flugfélagið einni gert samning við dönsku ferðaskrifstofuna Primo Tours um leiguflug með þotunum á veturnar þegar háannatími sumarsins er yfirstaðinn til þess að nýta vélarnar sem best frá hausti fram á vorin.

Atlantic Airways flýgur í dag allan ársins hring frá Vágar í Færeyjum til Kaupmannahafnar, Bergen, Reykjavíkur, Billund, Edingborgar og til Parísar en þá flýgur félagið einnig árstíðarbundið flug til Barcelona, Mallorca, Kanaríeyja og til Álaborgar.  fréttir af handahófi

Qatar Airways hefur áhuga á að kaupa hlut í Lufthansa

2. desember 2019

|

Qatar Airways hefur gefið í skyn að félagið hafi áhuga á því að fjárfesta í Lufthansa með því að kaupa hlut í flugfélaginu þýska.

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

Einn flugmaður í fraktflugi skref að sömu tækni fyrir farþegaflug

27. september 2019

|

Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag kr

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri