flugfréttir

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

- Verða með fjórar A320neo þotur í rekstri árið 2024

25. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:16

Fyrsta Airbus A320neo þota Atlantic Airways sem félagið fékk afhenta um miðjan júlí í sumar

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

Þetta er fjórða pöntunin sem Atlantic Airways leggur inn til Airbus og önnur pöntunin á þessu ári en í dag samastendur floti Atlantic Airways af tveimur Airbus A319 þotum, einni A320 þotu og einni Airbus A320neo þotu sem afhent var til félagsins í júlí í sumar.

Sú þota var tekin á leigu frá flugvélaleigunni Air Lease Corporation í kjölfar undirritun samnings þess efnis í febrúar 2018 en átta mánuðum síðar, í október 2018, gerði félagið svo samning við Airbus um leigu á annarri Airbus A320neo þotu.

Fyrsta Airbus A320neo þota Atlantic Airways

Á flugsýninginni Paris Air Show í júní pantaði Atlantic Airways tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar og var samningur um þau kaup formlega undirritaður ásamt forsvarsmönnum Airbus.

Fá næstu þotur árið 2020, 2023 og 2024

Núna, þremur mánuðum síðar, hefur félagið lagt formlega inn pöntun aftur til Airbus í eina A320neo þotu til viðbótar og verður næsta afhent árið 2020, sú þriðja árið 2023 og sú fjórða árið 2024.

„Okkar markmið er að hafa nýjustu flugvélarnar með nýjustu tækninni sem völ er ár“, segir Jóhanna á Bergi, framkvæmdarstjóri Atlantic Airways.

Þá hefur flugfélagið einni gert samning við dönsku ferðaskrifstofuna Primo Tours um leiguflug með þotunum á veturnar þegar háannatími sumarsins er yfirstaðinn til þess að nýta vélarnar sem best frá hausti fram á vorin.

Atlantic Airways flýgur í dag allan ársins hring frá Vágar í Færeyjum til Kaupmannahafnar, Bergen, Reykjavíkur, Billund, Edingborgar og til Parísar en þá flýgur félagið einnig árstíðarbundið flug til Barcelona, Mallorca, Kanaríeyja og til Álaborgar.  fréttir af handahófi

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

United setur pressu á Boeing varðandi nýju 797 þotuna

19. júlí 2019

|

United Airlines hefur sett pressu á Boeing varðandi nýju farþegaþotuna sem til stendur að komi á markaðinn sem talið er að muni heita Boeing 797 en flugfélagið bandaríska er samt sem áður til í að gef

Flugakademía Keilis útskrifar átján atvinnuflugnema

5. september 2019

|

Átján nemendur í atvinnuflugmannsnámi útskrifuðust sl. laugardag þann 31. ágúst frá Flugakademíu Keilis.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.