flugfréttir
87 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair
- Gera kjarasamning við flugmenn sem kveður á um launalækkun

„Vatnajökull“, Boeing 757 þota Icelandair
Icelandair hefur sagt upp 87 flugmönnum hjá félaginu og hefur félagið ákveðið að grípa til þeirra aðgerða sem koma í stað ákvörðunar um að lækka 111 flugmenn niður í hálft starf eins og upphaflega stóð til.
Icelandair tilkynnti þann 30. ágúst sl. að 111 flugmenn yrðu færðir niður í 50% starfshlutfall í vetur auk þess
sem 30 flugstjórar verða færðir til tímabundið í stöðu flugmanns.
Uppsögnin tekur í gildi frá og með 1. október næstkomandi en fram kemur í yfirlýsingu frá Icelandair
að vonast sé til þess að hægt verði að endurráða sem flesta aftur næsta vor en hjá Icelandair starfa um 460 flugmenn
Þá undirritaði Icelandair í dag kjarasamning sem felur í sér tímabundna launalækkun sem tekur í gildi
þann 1. apríl 2020 og samhliða því var undirrituð viljayfirlýsing sömu aðila um að skipa starfshóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfsfyrirkomulagi flugmanna sem miða að því að
styrkja samkeppnishæfni Icelandair.
Áhrif kyrrsetningu Boeing 737 MAX þotnanna hefur haft neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en ekki er vitað
hvenær flugvélarnar geta hafið sig á loft að nýju en Boeing vonast til þess að 737 MAX geti flogið á ný vestanhafs
fyrir desember.


26. september 2019
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið varar flugmenn við þeim afleiðingum sem verkfallsaðgerðir geta haft en félagið

23. september 2019
|
Síðasta áætlunarflug í sögu Thomas Cook til að lenda eftir gjaldþrot félagsins var flug TCX2643 frá Orlando í Flórída til Manchester.

2. desember 2019
|
Ríkisstjórn Ítalíu átti í dag einskonar neyðarfund um alvarlega stöðu flugfélagsins Alitalia en vonast er til þess að hægt verði að finna leiðir til þess að halda rekstri ríkisfélagsins á floti áfram

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.