flugfréttir

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

- Fjárfesta í LATAM fyrir 243 milljarða króna og taka að sér flugvélakaup

27. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:20

LATAM var stofnað árið 2012 við samruna LAN Chile og TAM og er félagið stærsta flugfélag Suður-Ameríku

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

Fram kemur að Delta Air Lines mun fjárfesta fyrir 1.9 milljarð bandaríkjadali í LATAM sem samsvarar 234 milljörðum króna en til samans munu leiðarkerfi flugfélaganna tveggja telja 435 áfangastaði í sex heimsálfum.

Hluti af samningnum er að Delta mun fjármagna kaup á fjórum nýjum Airbus A350 þotum fyrir LATAM og tryggja fyrirhuguð kaup á 10 slíkum þotum til viðbótar.

Delta mun fá sæti í stjórn LATAM og fjárfesta fyrir yfir 40 milljarða króna þar að auki í samstarfinu sjálfu en með því mun LATAM yfirgefa flugfélagabandalagið oneworld en félagið hefur verið meðlimur í því frá árinu 1999.

„Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en við virðum þeirra ákvörðun. Þeir hafa verið traustir meðlimir í langan tíma og við óskum þeim velfarnaðar“, segir í yfirlýsingu frá oneworld.

LATAM varð til við samruna flugfélaganna LAN Airlines og TAM Airlines sem sameinuðust árið 2012 en við sameininguna varð til stærsta flugfélag Suður-Ameríku.  fréttir af handahófi

Fyrsta Boeing 777X þota Emirates komin úr samsetningu

30. júlí 2019

|

Birtar hafa verið myndir af fyrstu Boeing 777X þotunni fyrir Emirates en flugfélagið verður fyrsti viðskiptavinurinn til að taka við fyrsta eintakinu af arftaka Boeing 777.

Boeing frestar fyrsta flugi 777X fram til 2020

24. júlí 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að fyrsta flug nýju Boeing 777X þotunnar mun ekki eiga sér stað á þessu ári vegna vandamála sem hafa komið upp hjá hreyflaframleiðandanum General Electric með GE9X hreyfilinn.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.