flugfréttir

Einn flugmaður í fraktflugi skref að sömu tækni fyrir farþegaflug

- Einn flugmaður í farþegaflugi ein lausn við flugmannaskortinum

27. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Markmið Airbus er að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verði flugmenn óþarfir

Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag krefjast tveggja flugmanna samkvæmt reglugerðum.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus, hélt fyrirlestur á ISTAT EMEA ráðstefnunni í Berlín þann
25. september þar sem hún greindi frá rannsóknum sem Airbus vinnur nú að til að þróa stórar flugvélar þar sem aðeins verður þörf á einum flugmanni.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus

Með stórum fraktflugvélum þar sem aðeins einn flugmaður verður við stjórn segir Lohwasser að með því verður tekið eitt skref nær því að farþegaflug gæti orðið í framtíðinni flogið með aðeins einum flugmanni í stað tveggja en ekki eru mörg ár síðan að þrír voru í áhöfn í stjórnklefanum.

Einn flugmaður í stjórnklefa einnig leið til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga

„Það gefur auga leið að það er skortur á flugmönnum og ástandið mun ekki skána á næstu árum“, sagði Lohwasser sem benti einnig á að þróun á umverfisvænni flugvélum mun verða kostanaðarsamt á sama tíma og verð á flugvélaeldsneyti fer hækkandi. Þar af leiðandi þarf að finna leiðir til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga og mætti gera það með því að fækka flugmönnum í stjórnklefanum.

Lohwasser segir að markmiðið sé að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verða flugmenn óþarfir og munu þær því fljúga án flugmanna með sjálfstýringartækni og verði þeim þá stjórnað af jörðu niðri.  fréttir af handahófi

Rússar hafa áhuga á fjartengdri flugumferðarstjórnun

2. september 2019

|

Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhuga fyrir því að koma upp fjartengdri flugumferðarstjórnun á nokkrum flugvöllum í landinu þar sem flugumferðinni væri þá stjórnað úr flugturni sem staðsettur e

United setur pressu á Boeing varðandi nýju 797 þotuna

19. júlí 2019

|

United Airlines hefur sett pressu á Boeing varðandi nýju farþegaþotuna sem til stendur að komi á markaðinn sem talið er að muni heita Boeing 797 en flugfélagið bandaríska er samt sem áður til í að gef

Þjálfunarflugstjóri veiktist í aðflugi að Leipzig

8. ágúst 2019

|

Þjálfunarflugstjóri veiktist um borð í stjórnklefa á Airbus A300-600 fraktþotu er verið var að þjálfa nýjan flugmann á vélina í fraktflugi frá Stokkhólmi til Leipzig.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.