flugfréttir

Einn flugmaður í fraktflugi skref að sömu tækni fyrir farþegaflug

- Einn flugmaður í farþegaflugi ein lausn við flugmannaskortinum

27. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Markmið Airbus er að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verði flugmenn óþarfir

Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag krefjast tveggja flugmanna samkvæmt reglugerðum.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus, hélt fyrirlestur á ISTAT EMEA ráðstefnunni í Berlín þann
25. september þar sem hún greindi frá rannsóknum sem Airbus vinnur nú að til að þróa stórar flugvélar þar sem aðeins verður þörf á einum flugmanni.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus

Með stórum fraktflugvélum þar sem aðeins einn flugmaður verður við stjórn segir Lohwasser að með því verður tekið eitt skref nær því að farþegaflug gæti orðið í framtíðinni flogið með aðeins einum flugmanni í stað tveggja en ekki eru mörg ár síðan að þrír voru í áhöfn í stjórnklefanum.

Einn flugmaður í stjórnklefa einnig leið til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga

„Það gefur auga leið að það er skortur á flugmönnum og ástandið mun ekki skána á næstu árum“, sagði Lohwasser sem benti einnig á að þróun á umverfisvænni flugvélum mun verða kostanaðarsamt á sama tíma og verð á flugvélaeldsneyti fer hækkandi. Þar af leiðandi þarf að finna leiðir til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga og mætti gera það með því að fækka flugmönnum í stjórnklefanum.

Lohwasser segir að markmiðið sé að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verða flugmenn óþarfir og munu þær því fljúga án flugmanna með sjálfstýringartækni og verði þeim þá stjórnað af jörðu niðri.  fréttir af handahófi

Emirates mun fljúga A380 á ný um miðjan júlí

24. júní 2020

|

Emirates ætlar sér að byrja að nota risaþoturnar Airbus A380 aftur um miðjan næsta mánuð en félagið hefur ekki flogið risaþotunum frá því að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

SAS mun taka 10 þotur til viðbótar í flotann úr geymslu

16. júní 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar að taka inn tíu farþegaþotur í flotann til viðbótar í júli úr geymslu þar sem til stendur að fjölga flugferðum enn frekar eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00