flugfréttir
Einn flugmaður í fraktflugi skref að sömu tækni fyrir farþegaflug
- Einn flugmaður í farþegaflugi ein lausn við flugmannaskortinum

Markmið Airbus er að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verði flugmenn óþarfir
Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag krefjast tveggja flugmanna samkvæmt reglugerðum.
Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus, hélt fyrirlestur á ISTAT EMEA ráðstefnunni
í Berlín þann
25. september þar sem hún greindi frá rannsóknum sem Airbus vinnur nú að til að þróa
stórar flugvélar þar sem aðeins verður þörf á einum flugmanni.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus
Með stórum fraktflugvélum þar sem aðeins einn flugmaður verður við stjórn segir Lohwasser að með því
verður tekið eitt skref nær því að farþegaflug gæti orðið í framtíðinni flogið með aðeins einum flugmanni
í stað tveggja en ekki eru mörg ár síðan að þrír voru í áhöfn í stjórnklefanum.
Einn flugmaður í stjórnklefa einnig leið til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga
„Það gefur auga leið að það er skortur á flugmönnum og ástandið mun ekki skána á næstu árum“, sagði
Lohwasser sem benti einnig á að þróun á umverfisvænni flugvélum mun verða kostanaðarsamt á sama
tíma og verð á flugvélaeldsneyti fer hækkandi. Þar af leiðandi þarf að finna leiðir til að lækka rekstrarkostnað
flugfélaga og mætti gera það með því að fækka flugmönnum í stjórnklefanum.
Lohwasser segir að markmiðið sé að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum
sem þýðir að einn daginn verða flugmenn óþarfir og munu þær því fljúga án flugmanna með sjálfstýringartækni og verði þeim þá stjórnað af jörðu niðri.


20. nóvember 2019
|
Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

27. september 2019
|
Ryanair hefur enn og aftur lýst því yfir að félagið hafi of marga flugmenn og hefur stjórn Ryanair beðið breska flugmenn um að annað hvort taka sér launalaust leyfi eða flytja sig um set yfir til an

20. september 2019
|
Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.