flugfréttir

Bjóða öllum menntaskólanemum í Aspen ókeypis flugtíma

- Vilja koma sem flestum nemendum í Aspen í Colorado í flugnám

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Michael Pearce segir að enginn flugskóli hafi áður gert svipað og Aspen Flight Academy er að gera núna sem er að bjóða menntaskólanemum upp á frítt flug

Flugakademían í Aspen í Colorado ætlar að gefa öllum nemendum við Aspen Public menntaskólann ókeypis flugtíma til að hvetja þá til þess að leggja fyrir sig nám í flugtengdum greinum.

Um 556 nemendur stunda nám við Aspen Public menntaskólann og geta þeir allir nýtt sér tilboð flugskólans sem hefur farið af stað með herför sem nefnist „Every Student Flies“.

Þeir nemendur sem nýta sér þetta tækifæri fá frítt kynnisflug með flugkennara um borð í kennsluvélum af gerðinni Diamond DA40 og að flugi loknu fara þeir í skoðunarferð í flugturninn á Aspen/Pitkin County flugvellinum.

Öllum nemendum við menntaskólann í Aspen stendur til boða að
fá frítt kynnisflug

Kennarar og starfsmenn menntaskólans fá líka að fljúga með nemendunum

Þá stendur kennurum og starfsfólki við Aspen Public menntaskólann einnig til boða að koma með nemendum í frían flugtíma hjá flugskólanum og upplifa hvernig það er að fljúga í lítilli flugvél.

„Every Student Flies“ verkefnið var sett af stað af Michael Pearce sem starfar sem flugstjóri Boeing 777 hjá American Airlines en hann er einnig í stjórn flugskólans Aspen Flight Academy.

„Við erum mjög spennt yfir því að fara af stað með þetta einstaka verkefni sem er að bjóða öllum nemendum við menntaskólann í Aspen það tækifæri að upplifa flugið og kynnast þeim störfum sem bjóðast í fluginu“, segir Pearce sem tekur fram að þetta sé eitthvað sem enginn annar flugskóli hafi gert áður.

Aspen Flight Academy hefur keypt tvær nýjar Diamond DA40 vélar sérstaklega vegna verkefnisins

„Þetta er alveg einstakt tækifæri sem við erum að bjóða nemendum í menntaskólum og þetta mun ekki kosta þá, eða fjölskyldu þeirra, ekki krónu“, segir einn flugkennari við flugskólann.  fréttir af handahófi

Tveir kynningarfundir í nóvember um flugnám hjá Keili

7. nóvember 2019

|

Flugakademía Keilis mun laugardaginn 16. nóvember næstkomandi halda kynningarfund um flugnám við skólann en kynningin fer fram við aðalbyggingu Keilis í Ásbrú í Reykjanesbæ og þá fer annar kynningar

Flugu yfir 21.000 flugferðir með ranga jafnvægisútreikninga

13. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað bandaríska flugfélagið Southwest Airlines fyrir að hafa framkvæmt ranga jafnvægis- og þyngdarútreiknina fyrir yfir 21.000 flugferðir sem félagið flaug á t

Fly Jamaica sækir um gjaldþrotavernd

19. desember 2019

|

Flugfélagið Fly Jamaica Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd á meðan félagið reynir að endurskipuleggja reksturinn en félagið hefur ekki flogið neitt áætlunarflug frá því í mars á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00