flugfréttir

Bjóða öllum menntaskólanemum í Aspen ókeypis flugtíma

- Vilja koma sem flestum nemendum í Aspen í Colorado í flugnám

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Michael Pearce segir að enginn flugskóli hafi áður gert svipað og Aspen Flight Academy er að gera núna sem er að bjóða menntaskólanemum upp á frítt flug

Flugakademían í Aspen í Colorado ætlar að gefa öllum nemendum við Aspen Public menntaskólann ókeypis flugtíma til að hvetja þá til þess að leggja fyrir sig nám í flugtengdum greinum.

Um 556 nemendur stunda nám við Aspen Public menntaskólann og geta þeir allir nýtt sér tilboð flugskólans sem hefur farið af stað með herför sem nefnist „Every Student Flies“.

Þeir nemendur sem nýta sér þetta tækifæri fá frítt kynnisflug með flugkennara um borð í kennsluvélum af gerðinni Diamond DA40 og að flugi loknu fara þeir í skoðunarferð í flugturninn á Aspen/Pitkin County flugvellinum.

Öllum nemendum við menntaskólann í Aspen stendur til boða að
fá frítt kynnisflug

Kennarar og starfsmenn menntaskólans fá líka að fljúga með nemendunum

Þá stendur kennurum og starfsfólki við Aspen Public menntaskólann einnig til boða að koma með nemendum í frían flugtíma hjá flugskólanum og upplifa hvernig það er að fljúga í lítilli flugvél.

„Every Student Flies“ verkefnið var sett af stað af Michael Pearce sem starfar sem flugstjóri Boeing 777 hjá American Airlines en hann er einnig í stjórn flugskólans Aspen Flight Academy.

„Við erum mjög spennt yfir því að fara af stað með þetta einstaka verkefni sem er að bjóða öllum nemendum við menntaskólann í Aspen það tækifæri að upplifa flugið og kynnast þeim störfum sem bjóðast í fluginu“, segir Pearce sem tekur fram að þetta sé eitthvað sem enginn annar flugskóli hafi gert áður.

Aspen Flight Academy hefur keypt tvær nýjar Diamond DA40 vélar sérstaklega vegna verkefnisins

„Þetta er alveg einstakt tækifæri sem við erum að bjóða nemendum í menntaskólum og þetta mun ekki kosta þá, eða fjölskyldu þeirra, ekki krónu“, segir einn flugkennari við flugskólann.  fréttir af handahófi

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

25. september 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

FAA lækkar öryggisstuðul Malasíu niður í 2. flokk

12. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Flugfélag sektað um 8 milljónir fyrir að spila tónlist um borð

11. nóvember 2019

|

Rúmenska flugfélagið Blue Air þarf að greiða 8.7 milljónir króna í sekt fyrir að hafa spilað tónlist um borð í farþegarýminu fyrir farþega fyrir brottför og eftir lendingu.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00