flugfréttir

Adria Airways er gjaldþrota

- Ríkisstjórn Slóveníu stefnir á stofnun nýs flugfélags sem fyrst

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Flugvélum Adria Airways höfðu þegar verið lagt

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugrekstri.

Adria Airways verður tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar dómsúrskurðar og endar þar með 58 ára saga félagsins sem var stofnað árið 1961 sem Index-Adria Aviopromet og síðar Inex-Adria Airways.

Zdravko Počivalšek, efnahagsþróunarráðherra Slóveníu, segir að ríkisstjórn landsins stefni á að stofna nýtt ríkisflugfélag eins fljótt og auðið er til að fylla í skarð Adria Airways svo hægt sé að tryggja samgöngur til og frá landinu en ráðherrann tekur samt fram að stofnun nýs flugfélags mun taka einhvern tíma.

Rekstur Adria Airways var keyptur af þýska fjárfestingarfyrirtækinu 4K í Munchen árið 2016 en áform fyrirtækisins til þess að láta flugfélagið vaxa og dafna gengu ekki eftir.

Flugfélagið Adria Airways var mjög virkt á samfélagsmiðlum á borð við Instagram

Síðastliðna viku hefur Adria Airways aflýst 400 flugferðum og aðeins haldið úti áætlunarflugi til Frankfurt en öllu flugi hefur nú verið aflýst.

Skiptar skoðanir hafa verið meðal þingmanna í ríkistjórn Slóveníu varðandi hvort að ríkið hefði átt að grípa inn í og bjarga rekstri félagsins en talið var að staða félagsins hafi verið of slæm til að grípa til björgunaraðgerða.

Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu miklar skuldir félagsins voru en talið er að þær nemi 8 milljörðum króna. Félagið átti ekki neinar haldbærar eignir og allar þotur félagsins voru teknar á leigu frá flugvélaleigufyrirtækjum.  fréttir af handahófi

Næturflugbanni um lágfargjaldaflugvöll áfrýjað

28. ágúst 2019

|

Flugmálayfirvöld í Argentínu ætla að áfrýja ákvörðun dómstóla sem hafa samþykkt næturflugbann um El Palomar flugvöllinn í Buenos Aires að beiðni argentínska ríkisins.

Rússar ætla að smíða 72 eintök af MC-21 þotunni árlega

29. ágúst 2019

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut stefnir á að framleiða 72 eintök árlega af MC-21-300 farþegaþotunni eftir sex ár eða árið 2025.

EASA setur strangar kröfur áður en 737 MAX flýgur á ný í Evrópu

5. september 2019

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa lýst því yfir að farið verði fram á strangar kröfur sem þarf að uppfylla áður en Boeing 737 MAX þotan fær að fljúga á ný í Evrópu og í lofthelginni sem tilheyrir

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.