flugfréttir

Adria Airways er gjaldþrota

- Ríkisstjórn Slóveníu stefnir á stofnun nýs flugfélags sem fyrst

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Flugvélum Adria Airways höfðu þegar verið lagt

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugrekstri.

Adria Airways verður tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar dómsúrskurðar og endar þar með 58 ára saga félagsins sem var stofnað árið 1961 sem Index-Adria Aviopromet og síðar Inex-Adria Airways.

Zdravko Počivalšek, efnahagsþróunarráðherra Slóveníu, segir að ríkisstjórn landsins stefni á að stofna nýtt ríkisflugfélag eins fljótt og auðið er til að fylla í skarð Adria Airways svo hægt sé að tryggja samgöngur til og frá landinu en ráðherrann tekur samt fram að stofnun nýs flugfélags mun taka einhvern tíma.

Rekstur Adria Airways var keyptur af þýska fjárfestingarfyrirtækinu 4K í Munchen árið 2016 en áform fyrirtækisins til þess að láta flugfélagið vaxa og dafna gengu ekki eftir.

Flugfélagið Adria Airways var mjög virkt á samfélagsmiðlum á borð við Instagram

Síðastliðna viku hefur Adria Airways aflýst 400 flugferðum og aðeins haldið úti áætlunarflugi til Frankfurt en öllu flugi hefur nú verið aflýst.

Skiptar skoðanir hafa verið meðal þingmanna í ríkistjórn Slóveníu varðandi hvort að ríkið hefði átt að grípa inn í og bjarga rekstri félagsins en talið var að staða félagsins hafi verið of slæm til að grípa til björgunaraðgerða.

Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu miklar skuldir félagsins voru en talið er að þær nemi 8 milljörðum króna. Félagið átti ekki neinar haldbærar eignir og allar þotur félagsins voru teknar á leigu frá flugvélaleigufyrirtækjum.  fréttir af handahófi

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

A321neo framleidd í Toulouse eftir að smíði A380 verður hætt

22. janúar 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að til standi að hefja framleiðslu á Airbus A321neo þotunum í Toulouse í fyrsta sinn og verður sú staðsetning því sú þriðja í heiminum þar sem A321neo þotan verður framleidd auk

EASA gefur út leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

28. janúar 2020

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið frá sér fyrirmæli og leiðbeiningar til flugfélaga og flugvalla vegna kórónaveirunnar með ráðleggingum um þær ráðstafanir sem þarf að hafa í huga til að hef

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00