flugfréttir

Telja öruggt að Brandenburg opnar í október 2020

- Prófanir á lagfæringum á göllum í flugstöðinni lofa góðu

1. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Flughlaðið fyrir framan Terminal 1 flugstöðvarbygginguna á Brandenburg-flugvellinum

Stjórnendur Brandenburg-flugvallarins í Berlín telja að núverandi opnunardagsetning vallarins muni standast og er sagt að ekkert ætti að koma í veg fyrir að hann verði tekinn í notkun í október 2020.

Viðamiklar prófanir hafa farið fram á endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni Terminal 1 í kjölfar fjölda galla sem hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að opna flugvöllinn.

Rekstarfélagið FBB hélt fund með stjórnarmeðlimum flugvallarins í vikunni þar sem fram kom að niðurstöður úr fjölda prófanna sem staðið hafa yfir í sumar leiða í ljós að árangurinn sé „jákvæður“ en flestir gallarnir hafa snúið að brunakerfi vallarins, ljósakerfi auk öryggisbúnaðar.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri FBB, segir að bara það að brunakerfið virki núna eins og það eigi að gera sér mjög stórt skrefi í áttina að því að hægt sé að opna flugvöllinn.

Innritunarborð Lufthansa hafa staðið auð í nokkur ár

Endanleg skýrsla með niðurstöðum úr prófunum með greinargerð yfir árangur í kjölfar lagfæringanna verður birt í lok þessa mánaðar og er því talið að ekkert ætti að geta breytt því að opnun Brandenburg-flugvallarins verður í október á næsta ári.

Opnun flugvallarins hefur mörgum sinnum verið frestað sl. 7 ár og var búið að breyta það oft um dagsetningu að á endanum var hætt að ákveða nýja dagsetningu þar sem þær höfðu aldrei staðist en upphaflega stóð til að taka BER í notkun árið 2011.

Áður hefur komið fram að það sé búið að kosta þýska ríkið um 70 milljónir króna hver einasti dagur sem líður sem flugvöllurinn hefur ekki verið notaður og þá hefur lest, sem gengur til og frá flugvellinum til miðborg Berlínar, gengið reglulega dag og nótt í öll þessi ár.  fréttir af handahófi

Stærsta flugfélag Asíu hættir við 64 Boeing 737 MAX þotur

1. ágúst 2019

|

Kínaverska flugfélagið, China Shouthern Airlines, sem er eitt stærsta flugfélag Asíu er kemur að stærð flugflota, hefur hætt við pöntun í allar þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað á s

Aldrei eins margir farþegar með Icelandair í einum mánuði

7. ágúst 2019

|

Icelandair sló farþegamet í seinasta mánuði þegar 564.000 farþegar flugu með félaginu og hefur farþegar aldrei verið eins margir í einum mánuði í sögu félagsins.

Brak úr hreyfli féll til jarðar í flugtaki hjá Norwegian í Róm

12. ágúst 2019

|

Brak úr hreyfli á Dreamliner-þotu frá Norwegian féll til jarðar eftir að bilun kom upp í hreyfli í flugtaksklifri frá Fiumicino-flugvellinum í Róm um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.