flugfréttir

Telja öruggt að Brandenburg opnar í október 2020

- Prófanir á lagfæringum á göllum í flugstöðinni lofa góðu

1. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Flughlaðið fyrir framan Terminal 1 flugstöðvarbygginguna á Brandenburg-flugvellinum

Stjórnendur Brandenburg-flugvallarins í Berlín telja að núverandi opnunardagsetning vallarins muni standast og er sagt að ekkert ætti að koma í veg fyrir að hann verði tekinn í notkun í október 2020.

Viðamiklar prófanir hafa farið fram á endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni Terminal 1 í kjölfar fjölda galla sem hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að opna flugvöllinn.

Rekstarfélagið FBB hélt fund með stjórnarmeðlimum flugvallarins í vikunni þar sem fram kom að niðurstöður úr fjölda prófanna sem staðið hafa yfir í sumar leiða í ljós að árangurinn sé „jákvæður“ en flestir gallarnir hafa snúið að brunakerfi vallarins, ljósakerfi auk öryggisbúnaðar.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri FBB, segir að bara það að brunakerfið virki núna eins og það eigi að gera sér mjög stórt skrefi í áttina að því að hægt sé að opna flugvöllinn.

Innritunarborð Lufthansa hafa staðið auð í nokkur ár

Endanleg skýrsla með niðurstöðum úr prófunum með greinargerð yfir árangur í kjölfar lagfæringanna verður birt í lok þessa mánaðar og er því talið að ekkert ætti að geta breytt því að opnun Brandenburg-flugvallarins verður í október á næsta ári.

Opnun flugvallarins hefur mörgum sinnum verið frestað sl. 7 ár og var búið að breyta það oft um dagsetningu að á endanum var hætt að ákveða nýja dagsetningu þar sem þær höfðu aldrei staðist en upphaflega stóð til að taka BER í notkun árið 2011.

Áður hefur komið fram að það sé búið að kosta þýska ríkið um 70 milljónir króna hver einasti dagur sem líður sem flugvöllurinn hefur ekki verið notaður og þá hefur lest, sem gengur til og frá flugvellinum til miðborg Berlínar, gengið reglulega dag og nótt í öll þessi ár.  fréttir af handahófi

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Starfsemi Thomas Cook Scandinavia heldur áfram

25. september 2019

|

Skandinavíski hluti Thomas Cook Airlines mun halda áfram starfsemi sinni en allt flug þess félags stöðvaðist í um sólarhring þann 23. september á sama tíma og Thomas Cook Group varð gjaldþrota.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri