flugfréttir

Telja öruggt að Brandenburg opnar í október 2020

- Prófanir á lagfæringum á göllum í flugstöðinni lofa góðu

1. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Flughlaðið fyrir framan Terminal 1 flugstöðvarbygginguna á Brandenburg-flugvellinum

Stjórnendur Brandenburg-flugvallarins í Berlín telja að núverandi opnunardagsetning vallarins muni standast og er sagt að ekkert ætti að koma í veg fyrir að hann verði tekinn í notkun í október 2020.

Viðamiklar prófanir hafa farið fram á endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni Terminal 1 í kjölfar fjölda galla sem hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að opna flugvöllinn.

Rekstarfélagið FBB hélt fund með stjórnarmeðlimum flugvallarins í vikunni þar sem fram kom að niðurstöður úr fjölda prófanna sem staðið hafa yfir í sumar leiða í ljós að árangurinn sé „jákvæður“ en flestir gallarnir hafa snúið að brunakerfi vallarins, ljósakerfi auk öryggisbúnaðar.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri FBB, segir að bara það að brunakerfið virki núna eins og það eigi að gera sér mjög stórt skrefi í áttina að því að hægt sé að opna flugvöllinn.

Innritunarborð Lufthansa hafa staðið auð í nokkur ár

Endanleg skýrsla með niðurstöðum úr prófunum með greinargerð yfir árangur í kjölfar lagfæringanna verður birt í lok þessa mánaðar og er því talið að ekkert ætti að geta breytt því að opnun Brandenburg-flugvallarins verður í október á næsta ári.

Opnun flugvallarins hefur mörgum sinnum verið frestað sl. 7 ár og var búið að breyta það oft um dagsetningu að á endanum var hætt að ákveða nýja dagsetningu þar sem þær höfðu aldrei staðist en upphaflega stóð til að taka BER í notkun árið 2011.

Áður hefur komið fram að það sé búið að kosta þýska ríkið um 70 milljónir króna hver einasti dagur sem líður sem flugvöllurinn hefur ekki verið notaður og þá hefur lest, sem gengur til og frá flugvellinum til miðborg Berlínar, gengið reglulega dag og nótt í öll þessi ár.  fréttir af handahófi

Lufthansa Group mun segja upp 22.000 manns

11. júní 2020

|

Lufthansa Group hefur gert áætlanir vegna kórónaveirufaraldursins sem gera ráð fyrir uppsögnum á alls 22.000 starfsmönnum og þá verður fækkað um 100 flugvélar í flota dótturfélaganna.

Fara mögulega í mál við flugfélög sem hætta við pantanir

8. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að framleiðandinn muni beita hörku og hefja dómsmál á hendur þeim flugfélögum sem ætla að sniðganga þá samninga sem gerðir hafa verið vegna pantana í nýjar þotur vegna COVID-19

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00