flugfréttir

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

- Verður dýrkeypt fyrir bandarísk flugfélög sem hafa pantað þotur frá Airbus

5. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Tollarnir eiga eftir að hafa áhrif á allar þær pantanir sem bandarísk flugfélag hafa lagt inn til Airbus

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.

Þetta þýðir að öll bandarísk flugfélög, sem hafa pantað farþegaþotur frá Airbus fyrir fleiri millljarða króna, munu þurfa að greiða mjög háar upphæðir en tollarnir eru 10% af kaupverði.

Tollarnir ná til allra flugvéla sem eru 30 tonn af þyngd og yfir sé miðað við þyngd án hleðslu en tollarnir ná ekki til þeirra flugvéla sem notaðar eru í hernaðarlegum tilgangi.

Tollarnir eru hluti af þeirri álagningu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kynnt að undanförnu og ná þeir einnig yfir aðrar vörur og þar á meðal matvörur frá Frakklandi og Ítalíu.

Fram kemur að tollar á evrópskar flugvélar sem keyptar eru til Bandaríkjanna sé samt hluti af áralöngum deilum milli Boeing og Airbus en Boeing hefur allt frá árinu 2004 sakað Airbus um að hafa þegið ólögmætar greiðslur frá ríkisstjórnum Evrópulanda sem framleiðandinn á að hafa notað til að fjármanga þróun og smíði á risaþotunni Airbus A380 og Airbus 350.

Airbus segir að fyrirhugaðir tollar bandarískra stjórnvalda, sem eiga að taka í gildi þann 18. október næstkomandi, mun auka enn óvissuna með framtíð flugfélaganna og koma á ójafnvægi í flugiðnaðinum.

Tollarnir munu án efa hafa mikil áhrif á rekstur bandarískra flugfélaga en Delta Air Lines hefur pantað 170 þotur frá Airbus og mun kaupverðið við þær pantanir hækka umtalsvert en ekki er vitað hver áhrifin verða er kemur að pöntun félagsins í Airbus A220 sem framleiddar eru í Kanada.  fréttir af handahófi

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

Airbus fær nýja pöntun í minni gerðina af Airbus A330neo

6. desember 2019

|

Airbus hefur fengið óvænta pöntun í fjórar Airbus A330-800neo breiðþotur en tiltölulega lítill áhugi hefur verið fyrir styttri útgáfunn af A330neo þotunni og á tímabili var Airbus ekki með neinar pan

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00