flugfréttir

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

- Verður dýrkeypt fyrir bandarísk flugfélög sem hafa pantað þotur frá Airbus

5. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Tollarnir eiga eftir að hafa áhrif á allar þær pantanir sem bandarísk flugfélag hafa lagt inn til Airbus

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.

Þetta þýðir að öll bandarísk flugfélög, sem hafa pantað farþegaþotur frá Airbus fyrir fleiri millljarða króna, munu þurfa að greiða mjög háar upphæðir en tollarnir eru 10% af kaupverði.

Tollarnir ná til allra flugvéla sem eru 30 tonn af þyngd og yfir sé miðað við þyngd án hleðslu en tollarnir ná ekki til þeirra flugvéla sem notaðar eru í hernaðarlegum tilgangi.

Tollarnir eru hluti af þeirri álagningu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kynnt að undanförnu og ná þeir einnig yfir aðrar vörur og þar á meðal matvörur frá Frakklandi og Ítalíu.

Fram kemur að tollar á evrópskar flugvélar sem keyptar eru til Bandaríkjanna sé samt hluti af áralöngum deilum milli Boeing og Airbus en Boeing hefur allt frá árinu 2004 sakað Airbus um að hafa þegið ólögmætar greiðslur frá ríkisstjórnum Evrópulanda sem framleiðandinn á að hafa notað til að fjármanga þróun og smíði á risaþotunni Airbus A380 og Airbus 350.

Airbus segir að fyrirhugaðir tollar bandarískra stjórnvalda, sem eiga að taka í gildi þann 18. október næstkomandi, mun auka enn óvissuna með framtíð flugfélaganna og koma á ójafnvægi í flugiðnaðinum.

Tollarnir munu án efa hafa mikil áhrif á rekstur bandarískra flugfélaga en Delta Air Lines hefur pantað 170 þotur frá Airbus og mun kaupverðið við þær pantanir hækka umtalsvert en ekki er vitað hver áhrifin verða er kemur að pöntun félagsins í Airbus A220 sem framleiddar eru í Kanada.  fréttir af handahófi

Fjórtán tilboð berast í hið gjaldþrota Aigle Azur

10. september 2019

|

Skiptastjóri þrotabús franska flugfélagsins Aigle Azur segir að borist hafa 14 yfirtökutilboð í félagið sem hætti öllu flugi þann
7. september sl. eftir 73 ára starfsemi.

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

4. september 2019

|

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00