flugfréttir

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

- „Sigdís“ flaug í 24 ár í flota Flugleiða og Flugfélags Íslands

11. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:25

TF-JMS flaug í 24 ár í flota Flugleiða og síðar Flugfélags Íslands áður en hún var seld til Afríku árið 2016

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýska flugfélagið Silverstone Air Service.

Flugvélin, sem ber skráninguna 5Y-IZO, er mörgum íslendingum minnistæð þar sem hún var ein af „dísunum“ sem Flugleiðir fengu afhentar nýjar snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

Vélin sem skemmdist í dag í Kenýa hét „Sigdís“ en hún kom ný til landsins frá Fokker-verksmiðjunum í Hollandi þann 29. febrúar árið 1992 og fékk skráninguna TF-FIS.

Vélin fór út af braut í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum í Nairobi í Kenýa

Flugvélin var í áætlunarflugi á leið frá Nairobi til Mombasa þegar hún sveigði út af brautinni í brautarbruninu og fór vélin í gegnum nokkur tré áður en hún staðnæmdist í moldarjarðvegi.

Farþegi, sem var um borð í vélinni, segir að flugstjórinn hafi tilkynnt um að einhverskonar vandamál hafi komið upp án þess að gefa nánari útskýringar um hvað kom upp á. Um borð voru fimmtíu farþegar og fimm manna áhöfn og voru að minnsta kosti tveir sem slösuðust en vélin er talin ónýt.

Ein af „Dísunum“ fjórum sem komu til landsins árið 1992

Sigdís (TF-FIS) lendir á Egilsstaðaflugvelli eftir afhendingarflug frá Amsterdam þann 29. febrúar árið 1992

Sigdís var önnur af þeim fjórum Fokker-vélum sem komu nýjar til landsins í innanlandsflota Flugleiða á eftir Ásdísi en síðar komu Freydís og Valdís til landsins.

Árið 1997 var nafni flugfélagsins breytt í Flugfélag Íslands eftir samruna við Flugfélag Norðurlands og fjórum árum síðar var skráningu Sigdísar breytt í TF-JMS.

TF-JMS á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli árið 2017 / Ljósmynd: Bergdís Norðdahl

TF-JMS flaug í flota Flugfélagsins undir skráningunni alveg fram til vorsins 2016 en þá hafði flugfélagið, sem breytti nafni félagsins í Air Iceland Connect, skipt út öllum Fokker 50 vélunum út fyrir nýju Bombardier-vélunum sem félagið notar í dag.

TF-JMS/TF-FIS, sem var 27 ára gömul, þjónaði Íslendingum í heilan aldarfjórðung og því næst í eitt og hálft ár í flota kenýska flugfélagsins Silverstone Air Service.  fréttir af handahófi

Sun Class Airlines nýtt nafn á Thomas Cook Scandinavia

30. október 2019

|

Thomas Cook Scandinavia hefur fengið nýja eigendur en norskt hótel og tveir hlutabréfasjóðir hafa keypt skandinavíska hlutann af Thomas Cook og verður nafni félagsins breytt á næstunni.

CAE sér mikla aukningu í sölu á flughermum fyrir 737 MAX

10. september 2019

|

Mikil aukning hefur verið í sölu á Boeing 737 MAX flughermum á þessu ári þrátt fyrir að þoturnar hafa verið kyrrsettar um allan heim í tæpt hálft ár að verða.

Lítil flugvél brotlenti við Skálafell

17. september 2019

|

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út núna seinnpartinn í dag eftir að tilkynning barst um að flugvél hefði nauðlent nálægt Skálafelli austan við Esjuna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

FAA lækkar öryggisstuðul Malasíu niður í 2. flokk

12. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Flugfélag sektað um 8 milljónir fyrir að spila tónlist um borð

11. nóvember 2019

|

Rúmenska flugfélagið Blue Air þarf að greiða 8.7 milljónir króna í sekt fyrir að hafa spilað tónlist um borð í farþegarýminu fyrir farþega fyrir brottför og eftir lendingu.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00