flugfréttir

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

- „Sigdís“ flaug í 24 ár í flota Flugleiða og Flugfélags Íslands

11. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:25

TF-JMS flaug í 24 ár í flota Flugleiða og síðar Flugfélags Íslands áður en hún var seld til Afríku árið 2016

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýska flugfélagið Silverstone Air Service.

Flugvélin, sem ber skráninguna 5Y-IZO, er mörgum íslendingum minnistæð þar sem hún var ein af „dísunum“ sem Flugleiðir fengu afhentar nýjar snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

Vélin sem skemmdist í dag í Kenýa hét „Sigdís“ en hún kom ný til landsins frá Fokker-verksmiðjunum í Hollandi þann 29. febrúar árið 1992 og fékk skráninguna TF-FIS.

Vélin fór út af braut í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum í Nairobi í Kenýa

Flugvélin var í áætlunarflugi á leið frá Nairobi til Mombasa þegar hún sveigði út af brautinni í brautarbruninu og fór vélin í gegnum nokkur tré áður en hún staðnæmdist í moldarjarðvegi.

Farþegi, sem var um borð í vélinni, segir að flugstjórinn hafi tilkynnt um að einhverskonar vandamál hafi komið upp án þess að gefa nánari útskýringar um hvað kom upp á. Um borð voru fimmtíu farþegar og fimm manna áhöfn og voru að minnsta kosti tveir sem slösuðust en vélin er talin ónýt.

Ein af „Dísunum“ fjórum sem komu til landsins árið 1992

Sigdís (TF-FIS) lendir á Egilsstaðaflugvelli eftir afhendingarflug frá Amsterdam þann 29. febrúar árið 1992

Sigdís var önnur af þeim fjórum Fokker-vélum sem komu nýjar til landsins í innanlandsflota Flugleiða á eftir Ásdísi en síðar komu Freydís og Valdís til landsins.

Árið 1997 var nafni flugfélagsins breytt í Flugfélag Íslands eftir samruna við Flugfélag Norðurlands og fjórum árum síðar var skráningu Sigdísar breytt í TF-JMS.

TF-JMS á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli árið 2017 / Ljósmynd: Bergdís Norðdahl

TF-JMS flaug í flota Flugfélagsins undir skráningunni alveg fram til vorsins 2016 en þá hafði flugfélagið, sem breytti nafni félagsins í Air Iceland Connect, skipt út öllum Fokker 50 vélunum út fyrir nýju Bombardier-vélunum sem félagið notar í dag.

TF-JMS/TF-FIS, sem var 27 ára gömul, þjónaði Íslendingum í heilan aldarfjórðung og því næst í eitt og hálft ár í flota kenýska flugfélagsins Silverstone Air Service.  fréttir af handahófi

Þrír yfirmenn Air Namibia reknir í kjölfar rannsóknar

5. mars 2020

|

Þrír stjórnendur hjá Air Namibia hafa verið reknir frá félaginu í tengslum við rannsókn sem fram fer á rekstri félagsins.

Ryanair leggur öllum flotanum fram í júní

24. mars 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair mun leggja öllum flugflota félagsins þangað til í júní en Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að ástandið sé orðið með þeim hætti að alveg óvíst er h

Vara við uppsögnum vegna seinkana á MAX vélunum

29. janúar 2020

|

Ryanair hefur enn og aftur varað flugmenn sína við niðurskurði en í tilkynningu sem félagið hefur sent starfsfólki sínu kemur fram að mögulega mun félagið fækka starfsstöðvum og grípa til uppsagna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

30. mars 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum fa

Ein yngsta Airbus A320 þotan sem send hefur verið til niðurrifs

30. mars 2020

|

Hollenska fyrirtækið TDA, sem sérhæfir sig í flugvélapörtum og niðurrifi á flugvélum, segir að það hafi tekið að sér að rífa í brotajárn yngstu Airbus A320 þotu sem fyrirtækið hafi fengið í sínar hen

Piper framleiðir andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

30. mars 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Piper Aircraft hefur ákveðið að láta gott af sér leiða í baráttunni við kórónaveiruna og COVID-19 með því að hefja framleiðslu á andlitshlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfól

Flugmenn samþykkja laun og kjör er varðar Project Sunrise

30. mars 2020

|

Flugmenn hjá ástralska flugfélaginu Qantas hafa kosið með Sólarupprásar-verkefninu Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00