flugfréttir

Flybe verður Virgin Connect

- Nafninu breytt til að færa ímyndina nær Virgin-merkinu

15. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:12

Eftir áramót mun Flybe heita Virgin Connect

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

Með því mun félagið færast nær markaðsímynd Virgin Atlantic sem á þriðjungshlut í félaginu í gegnum Connect Airways sem er móðurfélag Flybe.

Aðeins merki, ímynd og útlit flugflotans mun breyta um útlit að sögn félagsins en bókunarkerfið mun haldast óbreytt og segir að farþegar muni ekki finna fyrir neinum breytingum.

„Virgin Connect mun einblína með mikilli ástríðu á að verða eitt vinsælasta svæðisflugfélag Evrópu“, segir Mark Anderson, framkvæmdarstjóri Flybe og Connect Airways.

Virgin Atlantic gerði eitt sinn tilraun til að hefja innanlandsflug í Bretlandi með flugfélagi sem hét Little Red árið 2015 en það flugfélag hætti starfsemi sinni þremur árum síðar.

Markmið Virgin um að hasla sér völl í innanlandsfluginu í Bretlandi gæti orðið að veruleika með Virgin Connect en Flybe flýgur til 85 áfangastaða í bresku innanlandsflugi og í flugi til landa á borð við Frakkland, Þýskaland, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Spán og Sviss.  fréttir af handahófi

Eldur kviknaði í Boeing 777 fraktþotu í Shanghai

22. júlí 2020

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 777F frá Ethiopian Airlines skemmdist í eldsvoða á Pudong-flugvellinum í Shanghai í Kína í morgun.

Aero Commander brotlenti á bílastæði í Flórída

31. ágúst 2020

|

Tveir létust í flugslysi sl. föstudag er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Aero Commander 500S Shrike brotlenti á bílastæði í bænum Pembroke Park í Flórída í Bandaríkjunum.

Bjóða farþegum að fljúga ótakmarkað fyrir fast verð

30. júlí 2020

|

Nokkur kínversk flugfélög eru farin að fara ýmsar leiðir til þess að laða að fleiri flugfarþega og hafa að minnsta kosti átta flugfélög í Kína auglýst sérstakt tilboð þar sem farþegum er boðið upp á

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00