flugfréttir
Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

Boeing 737-800 þota Norwegian
Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.
Norwegian mun selja fimm 737-800 þotur í gegnum dótturfyrirtækið Arctic Aviation Assets og verða þær ferjaðar á næstunni til Hong Kong.
Salan á þotunun fimm mun auka lausafjárstöðu Norwegian um 6 milljarða eftir að félagið hefur greitt niður skuldir.
Þá er salan hluti af stefnu Norwegian sem er að ná fram hagnaði í stað þess að einblína á gróða og aukin umsvif.
Norwegian mun afhenda fyrstu þotuna til kaupandans, Aircraft Recycling International, á fjórða ársfjórðungi og verður sú síðasta afhent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.


2. desember 2020
|
Stjórnvöld í Japan ætla tímabundið að lækka skatta og álögur á flugvélaeldsneyti um allt að 80% til þess að styðja við bakið á japönskum flugfélögum í heimsfaraldrinum.

22. desember 2020
|
EasyJet hefur gert samkomulag við Airbus um að fresta afhendingum á 22 farþegaþotum af gerðinni Airbus A320neo um allt að 5 ár vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldurinn hefur haft á starfsemi félagsin

4. janúar 2021
|
Qatar Airways er í dag orðið það flugfélag sem hefur flestar Airbus A350 breiðþotur í sínum flota af öllum flugfélögum.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.