flugfréttir
Varar við því að Thai Airways gæti þurft að hætta rekstri

Flugvélar Thai Airways á flugvellinum í Bangkok
Forstjóri tælenska ríkisflugfélagsins Thai Airways segir að það gæti komið til þess að félagið muni hætta rekstri ef helstu stjórnarformenn félagsins fara ekki að halda betur á spöðunum og reyna að bæta úr rekstri félagsins.
Forstjórinn, Sumeth Damrongchaitham, tilkynnti þetta til stjórnar félagsins í skilaboði sem hann sendi út í gær en þar segir hann meðal annars: „Í dag þurfa starfsmenn félagsins að standa
betur saman til að yfirstíga hindranir. Að öðru leyti verður að loka fyrir reksturinn. Það er enn
tími til að finna lausnir en tíminn er hinsvegar ekki mikill“.
Damrongchaitham segir að Thai Airways hafi tapað markaðsstöðu sinni á nokkrum flugleiðum
yfir til samkeppnisflugfélaga sem flest eru lágfargjaldarfélög.

Sumeth Damrongchaitham, forstjóri Thai Airways
„Samkeppnin hefur verið mjög mikil í ár. Thai Airways er í mikilli krísu og á næsta ári þarf félagið
að gera sitt besta. Ef starfsmenn ná ekki að standa sig í stykkinu þá verður ekki hægt að
endurheimta það sem hefur tapast. Allir munu deyja ef skipið sekkur“, sagði forsetinn sem tekur fram að stjórnarmeðlimir þurfa að taka á sig launalækkun.
Á fyrri helmingi þessa árs tapaði Thai Airways 26 milljónum króna en heildarskuldir
félagsins nema í dag 4.1 milljarði króna.


8. nóvember 2019
|
Tilkynnt var um að lítil tveggja hreyfla flugvél hefði misst mótor í dag er hún var á flugi yfir hafinu á milli Íslands og Grænlands.

11. október 2019
|
Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

7 október 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.