flugfréttir

Forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing segir af sér

- Kevin McAllister hefur stjórnað farþegaþotudeildinni frá árinu 2016

23. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Kevin McAllister sagði af sér í gær sem forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Kevin McAllister hefur sagt af sér sem framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing.

McAllister hefur gengt embætti forstjóra yfir farþegaþotudeildinni frá árinu 2016 en hann hefur verið meðal þeirra sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir aðkomu Boeing að vandamálinu með Boeing 737 MAX þoturnar að undanförnu.

McAllister sagði starfi sínu lausu í gær og mun Stan Deal, framkvæmdarstjóri Boeing Global Services, taka við stöðu forstjóra yfir farþegaþotudeild Boeing þegar í stað.

„Við erum þakklát fyrir framlag McAllister hjá Boeing, þau störf sem hann sinnti fyrir viðskiptavini og framlag hans til fyrirtækisins á krefjandi tímum“, segir Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í gær.

Stan Deal, sem tekur við hlutverki McAllister, hefur starfað hjá Boeing frá árinu 1986 og hefur hann gengt mörgum hlutverkum og verkefnum innan farþegaþotudeildarinnar.

Kevin McAllister tók við starfinu af Ray Conners árið 2016

Uppsögn McAllister kemur í kjölfar frétta af textaskilaboðum milli tilraunaflugmanna á Boeing 737 MAX þotunum sem varðar hið svokallaða MCAS-kerfi sem er talið hafa verið meginorsök flugslysanna tveggja sem var aðdragandi að kyrrsetningu flugvélanna sem hafa verið kyrrsettar um allan heim í rúma 7 mánuði.

Kevin McAllister tók við formennsku yfir farþegaþotudeildinni í nóvember árið 2016 af Ray Conners sem hafði stýrt farþegaþotudeildinni frá árinu 2012 en áður var McAllister framkvæmdarstjóri hjá GE Aviation Services.  fréttir af handahófi

Bjartsýnir á að Boeing 737 MAX eigi eftir að ná sér á strik aftur

18. nóvember 2019

|

Randy Tinseth, varaforstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, segir að framleiðandinn sé bjartsýnn á að Boeing 737 MAX þotan eigi eftir að ná sér á strik þegar á líður og að pantanir eigi eftir að taka v

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Sun Class Airlines nýtt nafn á Thomas Cook Scandinavia

30. október 2019

|

Thomas Cook Scandinavia hefur fengið nýja eigendur en norskt hótel og tveir hlutabréfasjóðir hafa keypt skandinavíska hlutann af Thomas Cook og verður nafni félagsins breytt á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri