flugfréttir

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

- Lífrænt eldsneyti sem væri óháð árstíðarbundinni uppskeru úr landbúnaði

24. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Lífrænt eldsneyti sem væri framleitt úr örverum sem lifa í sjónum gæti orðið að veruleika á næstu árum

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Nokkrir vísindamenn hafa komist að því að baktería, sem lifir í sjónum sem nefnist „Halomonas“ framleiðir sérstaka tegund af örverum sem mögulega er hægt að nota sem efnasamband til bruna líkt á sér stað með hefðbundnu þotueldsneyti.

Aðferðin er sögð svipa til þeirrar aðferðar sem notuð er við ölgerð og með því að nýta endurnýjanlegar auðlindir væri hægt að nota sjó og sykur við framleiðslu á eldsneyti.

Rannsóknarteyminu er stjórnað af Nigel Scrutton sem er prófessor við líftæknideild háskólans í Manchester og er notast við rannsóknir á sviði gervilíffræði en markmiðið er að breyta eiginleikum örverunnar sem eftir breytinguna myndi hafa sambærilega eiginleika og hráolía.

Kirk Malone, sem einnig kemur að verkefninu, sem fer einnig fram við rannsóknardeild bandaríska sjóhersins í China Lake í Kaliforníu, segir að hægt væri að nýta eldsneyti, sem unnið er úr sjó, í öðrum iðnaði en er kemur að þotueldsneyti væri hægt að ná miklum árangri.

Flestar tegundir af lífrænu eldsneyti sem framleitt hefur verið í dag reiðir sig á hráefni úr landbúnaði

„Í dag er lífrænt flugvélaeldsneyti einungis framleitt úr hráefni sem kemur úr landbúnaði en með því að framleiða lífrænt eldsneyti úr sjó væri hægt að komast hjá því að blanda saman framleiðslu á matvælum og eldsneyti úr sama iðnaði“, segir Malone.

Þá tekur Malone fram að framleiðsla á lífrænu eldsneyti úr landbúnaðarafurðum sé mjög dýr framleiðsla þar sem það sé háð uppskeru sem er árstíðarbundin á meðan hægt væri að nýta sjó sem auðlind sem er til staðar hvenær sem er og væri framleiðslan því stöðug.

„Það sem er sérstakt við þessa aðferð er að bakterían sem þarf til framleiðslunnar lifir í sjónum og að beisla eiginleika hennar er auðveld aðferð þar sem líftími hennar er löng sem tryggir stanslausa framleiðslu á lífrænu eldsneyti“.  fréttir af handahófi

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

24. október 2019

|

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Tvær Cessna Caravan fóru mjög nálægt í aðflugi

25. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur greint frá mjög alvarlegu atviki sem átti sér stað á Englandi þegar tvær Cessna 208 Caravan flugvélar fóru mjög nálægt hvor annarri en vélarnar voru báðar

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

27. september 2019

|

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri