flugfréttir

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

- Lífrænt eldsneyti sem væri óháð árstíðarbundinni uppskeru úr landbúnaði

24. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Lífrænt eldsneyti sem væri framleitt úr örverum sem lifa í sjónum gæti orðið að veruleika á næstu árum

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Nokkrir vísindamenn hafa komist að því að baktería, sem lifir í sjónum sem nefnist „Halomonas“ framleiðir sérstaka tegund af örverum sem mögulega er hægt að nota sem efnasamband til bruna líkt á sér stað með hefðbundnu þotueldsneyti.

Aðferðin er sögð svipa til þeirrar aðferðar sem notuð er við ölgerð og með því að nýta endurnýjanlegar auðlindir væri hægt að nota sjó og sykur við framleiðslu á eldsneyti.

Rannsóknarteyminu er stjórnað af Nigel Scrutton sem er prófessor við líftæknideild háskólans í Manchester og er notast við rannsóknir á sviði gervilíffræði en markmiðið er að breyta eiginleikum örverunnar sem eftir breytinguna myndi hafa sambærilega eiginleika og hráolía.

Kirk Malone, sem einnig kemur að verkefninu, sem fer einnig fram við rannsóknardeild bandaríska sjóhersins í China Lake í Kaliforníu, segir að hægt væri að nýta eldsneyti, sem unnið er úr sjó, í öðrum iðnaði en er kemur að þotueldsneyti væri hægt að ná miklum árangri.

Flestar tegundir af lífrænu eldsneyti sem framleitt hefur verið í dag reiðir sig á hráefni úr landbúnaði

„Í dag er lífrænt flugvélaeldsneyti einungis framleitt úr hráefni sem kemur úr landbúnaði en með því að framleiða lífrænt eldsneyti úr sjó væri hægt að komast hjá því að blanda saman framleiðslu á matvælum og eldsneyti úr sama iðnaði“, segir Malone.

Þá tekur Malone fram að framleiðsla á lífrænu eldsneyti úr landbúnaðarafurðum sé mjög dýr framleiðsla þar sem það sé háð uppskeru sem er árstíðarbundin á meðan hægt væri að nýta sjó sem auðlind sem er til staðar hvenær sem er og væri framleiðslan því stöðug.

„Það sem er sérstakt við þessa aðferð er að bakterían sem þarf til framleiðslunnar lifir í sjónum og að beisla eiginleika hennar er auðveld aðferð þar sem líftími hennar er löng sem tryggir stanslausa framleiðslu á lífrænu eldsneyti“.  fréttir af handahófi

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00