flugfréttir

Vankantar hjá tæknideild South African náði til 40 flugvéla

- Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku gerðu athugasemdir hjá viðhaldsdeild SAA

25. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:52

Flugvirkjar hjá South African Airways

Yfir 40 flugvélar í Suður-Afríku voru ýmist kyrrsettar tímabundið eða hafa þurft að ganga í gegnum ítarlegri skoðun í kjölfar fyrirmæla frá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að í ljós kom að starfshættir hjá SAA Technical, viðhaldsdeild ríkisflugfélagsins South African Airways, uppfylltu ekki skilyrði samkvæmt reglugerðum.

Ýmsir vankantar komu í ljós hjá viðhaldsdeild félagsins við úttekt sem gerð var á fyrirtækinu og segir Fikile Mbalula, samgönguráðherra Suður-Afríku, að við skoðun kom í ljós að minnsta kosti fimm atriði sem standast ekki kröfur flugmálayfirvalda er kemur að viðgerð og skoðun á flugvélum.

Tvær athugasemdir snúa að óhæfu starfsfólki sem var ekki með réttindi til þess að skrifa út flugvélar eftir skoðun og ófullnægjandi viðhaldsskoðanir á flugritum og hljóðritum flugvéla.

Úttektin náði til yfir 40 flugvéla í flota þriggja flugfélaga

Mbalula segir að í ljós komu atriði sem flugmálayfirvöld ákváðu að grenslast nánast fyrir um og þótti ástæða til að grípa í taumana og gera frekar úttekt á fyrirtækinu sem sér um viðhald og viðgerðir á flugvélum fyrir South African Airways, Mango Airlines og fyrir flugfélagið Comair.

Úttektin nær til 25 flugvéla í flota South African en af þeim hefur 21 flugvél farið aftur í umferð en aðrar flugvélar eru enn að gangast undir ítarlegri skoðun. Þá nær úttektin einnig til tólf flugvéla í flota Comair og til sjö flugvéla í flota Mango Airlines.  fréttir af handahófi

Fyrsti ratsjársvarinn fyrir dróna sem fær vottun frá FAA

8. apríl 2021

|

Fyrirtækið uAvionix hefur sett á markað fyrsta ratsjársvarann fyrir dróna sem hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

Hafa misst pantanir í 1.200 flugvélar á einu ári

14. apríl 2021

|

Boeing hefur misst pantanir í yfir 1.200 flugvélar á síðustu tólf mánuðum og þar af staðfestar pantanir í 800 flugvélar sem bæði má rekja til heimsfaraldursins og einnig til vandamála með Boeing 737

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00