flugfréttir

Isavia höfðar mál vegna niðurstöðu í máli Air Lease

25. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

TF-GPA á Keflavíkurflugvelli

Isavia ohf. mun á næstu dögum stefna ALC og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness frá 17. júlí 2019 í innsetningarmáli flugvélaleigufélagsins Air Lease Corporation (ALC).

Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að á grundvelli úrskurðarins var Isavia gert að afhenda flugvél ALC sem kyrrsett hafði verið á grundvelli 136. gr. loftferðalaga vegna skulda leigutaka vélarinnar, WOW air.

Bótakrafan á hendur ALC byggist fyrst og fremst á bótareglu aðfararlaga. Þar segir að þeim sem gerir kröfu um aðfarargerð, í þessu tilviki ALC vegna flugvélarinnar TF-GPA, beri að bæta tjón sem aðrir hafa orðið fyrir ef síðar er leitt í ljós að skilyrði hafi skort fyrir aðfarargerðinni.

Telur Isavia að svo hafi verið í máli ALC vegna TF-GPA, enda hafi Landsréttur staðfest það í úrskurði sínum frá því í maí á þessu ári þegar hann leysti efnislega úr aðfararbeiðni ALC.  

Bótakrafan á hendur íslenska ríkinu byggist á ákvæðum dómstólalaga og 97. gr. aðfaralaga um ábyrgð héraðsdómara. Isavia telur að með úrskurði sínum þann 17. júlí 2019 hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness, sem heimilaði innsetninguna, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins.

Það hafi dómari meðal annars gert með því að hunsa efnislega niðurstöðu Landsréttar varðandi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga og með því að hafna kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðarins þannig að Landsréttur, og eftir atvikum Hæstiréttur, gætu tekið úrlausn héraðsdóms til endurskoðunar. Isavia telur blasa við í ljósi undirliggjandi hagsmuna að héraðsdómur hafi átt að taka þá kröfu Isavia til greina.  

Isavia telur mikilvægt að fá úr því skorið með skýrum hætti fyrir dómstólum hvernig túlka eigi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga. Það er mikilvægt að fá skýra niðurstöðu dómstóla í því efni þannig að ekki leiki nokkur vafi um það hvernig lagaákvæðinu skuli beitt. Isavia hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjaness bæði til Landsréttar og Hæstaréttar til að fá úr þessu skorið en báðir dómstólar vísuðu þeirri umleitan frá af þeirri ástæðu að flugvélin var farin af landi brott þegar málið kom til meðferðar Landsréttar og Hæstaréttar og þar með hefði félagið ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess í tengslum við rekstur aðfararmáls.  

Með úrskurðinum í júlí féllst héraðsdómari á að ALC fengi umráð flugvélarinnar og svipti Isavia þar með rétti til að leita endurskoðunar á lögskýringu héraðsdóms á efni 136. gr. loftferðlaga, sem gengur þvert gegn lögskýringu Landsréttar á ákvæðinu frá því í maí.    

Við það verður ekki unað og því er Isavia nauðugur einn kostur að sækja málið gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu héraðsdómarans. Lögsókn Isavia gegn íslenska ríkinu grundvallast á ákvæði dómstólalaga nr. 50/2016 en þar segir að verði athafnir dómara í starfi eða athafnaleysi öðrum til tjóns ber ríkið á því bótaábyrgð eftir almennum reglum. Byggir Isavia mál sitt á úrræði sem stendur til boða, lögum samkvæmt, fyrir fólk og fyrirtæki á Íslandi.  

„Hér er ekki bara um að ræða hagsmuni vegna tapaðra fjármuna,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.  „Málið í heild sinni hefur fordæmisgildi um hvernig við hjá Isavia högum rekstri okkar til framtíðar. Við þurfum að vita hvort við getum beitt kyrrsetningarheimild loftferðalaga áfram með þeim hætti sem við höfum gert, þ.e. kyrrsett eina flugvél fyrir heildarskuld, eða hvort nauðsynlegt verði til framtíðar að kyrrsetja allan flota flugfélaga í einu ef grípa þarf til aðgerða.“







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga