flugfréttir

Ríkisstjórn Trumps bannar áætlunarflug til Kúbu

- Telja að Kúba noti bandarískan gjaldeyri til að styðja við ríkisstjórn Venesúela

28. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Bandarísk flugfélög fá aðeins að fljúga til Havana frá og með 10. desember næstkomandi

Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur fyrirskipað bandarískum flugfélögum að hætta að fljúga til allra þeirra níu áfangastaða á Kúbu fyrir utan Havana í þeim tilgangi að stöðva flæði á bandarískum gjaldeyri frá ferðamönnum sem Bandarískastjórn telur að Kúba noti til að styðja ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela.

Tilkynnt var um bannið sl. föstudag og tekur það í gildi þann 10. desember á sama tíma sem fjöldi bandarískra ferðamanna hyggja á jólafrí til eyríkja í Karíbahafinu.

„Vegna fyrirskipunar frá samgönguráðuneytinu þá hefur verið sett bann á allt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Kúbu fyrir utan flug til höfuðborgarinnar Havana til að koma í veg fyrir að Kúba hagnist á flugferðum frá Bandaríkjunum“, segir í tilkynningu.

Árið 2016 var bandarískum flugfélögum leyft að hefja frjálst áætlunarflug
til Kúbu

Bandarísk flugfélög hafa 45 daga til að hætta að fljúga til Kúbu fyrir utan flug til José Marti flugvallarins í Havana og verða bandarísku flugfélögin því að pakka saman og hætta flugi til þessara ferðamannastaða sem félögin hófu að fljúga til fyrir þremur árum síðan.

Aðeins eru þrjú ár liðin frá því að ríkisstjórn Barrack Obama gerði áætlunarflug frjálst milli Bandaríkjanna og Kúbu árið 2016 en þar á undan var bandarískum flugfélögum aðeins leyft að fljúga leiguflug til Kúbu.

Bannið hefur m.a. áhrif á áætlunarflug American Airlines, Delta Air Lines og Jetblue sem fljúga til áfangastaða á Kúbu á borð við Varadero, Camaguey, Santa Clara, Holguín og Santiago

Þá hefur Cubana de Aviación, ríkisflugfélagið á Kúbu, ákveðið að fella niður flug til 7 áfangastaða sem rakið er til deilna milli stjórnvalda í landinu og ríkisstjórnar Bandaríkjanna en Cubana segir að þessi nýju höft frá Bandaríkjastjórn eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag Kúbu.  fréttir af handahófi

Eldur kom upp í verksmiðjum Bombardier í Belfast

25. maí 2020

|

Mikill eldur kom upp í verksmiðjum flugvélaframleiðandans Bombardier í Norður-Írlandi í gær en í verksmiðjunum eru meðal annars íhlutir framleiddir fyrir Airbus A220 þotuna á borð við vængi vélanna.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

Stefna á að fljúga 90 prósent af leiðarkerfinu í júlí

12. maí 2020

|

Ryanair stefnir á í byrjun júlí að fljúga flestar flugleiðirnar milli áfangastaða félagsins í leiðarkerfinu eða sem samsvarar 90% af flugáætluninni eins og hún var fyrir tíma COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00