flugfréttir

Ríkisstjórn Trumps bannar áætlunarflug til Kúbu

- Telja að Kúba noti bandarískan gjaldeyri til að styðja við ríkisstjórn Venesúela

28. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Bandarísk flugfélög fá aðeins að fljúga til Havana frá og með 10. desember næstkomandi

Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur fyrirskipað bandarískum flugfélögum að hætta að fljúga til allra þeirra níu áfangastaða á Kúbu fyrir utan Havana í þeim tilgangi að stöðva flæði á bandarískum gjaldeyri frá ferðamönnum sem Bandarískastjórn telur að Kúba noti til að styðja ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela.

Tilkynnt var um bannið sl. föstudag og tekur það í gildi þann 10. desember á sama tíma sem fjöldi bandarískra ferðamanna hyggja á jólafrí til eyríkja í Karíbahafinu.

„Vegna fyrirskipunar frá samgönguráðuneytinu þá hefur verið sett bann á allt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Kúbu fyrir utan flug til höfuðborgarinnar Havana til að koma í veg fyrir að Kúba hagnist á flugferðum frá Bandaríkjunum“, segir í tilkynningu.

Árið 2016 var bandarískum flugfélögum leyft að hefja frjálst áætlunarflug
til Kúbu

Bandarísk flugfélög hafa 45 daga til að hætta að fljúga til Kúbu fyrir utan flug til José Marti flugvallarins í Havana og verða bandarísku flugfélögin því að pakka saman og hætta flugi til þessara ferðamannastaða sem félögin hófu að fljúga til fyrir þremur árum síðan.

Aðeins eru þrjú ár liðin frá því að ríkisstjórn Barrack Obama gerði áætlunarflug frjálst milli Bandaríkjanna og Kúbu árið 2016 en þar á undan var bandarískum flugfélögum aðeins leyft að fljúga leiguflug til Kúbu.

Bannið hefur m.a. áhrif á áætlunarflug American Airlines, Delta Air Lines og Jetblue sem fljúga til áfangastaða á Kúbu á borð við Varadero, Camaguey, Santa Clara, Holguín og Santiago

Þá hefur Cubana de Aviación, ríkisflugfélagið á Kúbu, ákveðið að fella niður flug til 7 áfangastaða sem rakið er til deilna milli stjórnvalda í landinu og ríkisstjórnar Bandaríkjanna en Cubana segir að þessi nýju höft frá Bandaríkjastjórn eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag Kúbu.  fréttir af handahófi

Farþegi læstist inni á klósetti hjá United Airlines

26. september 2019

|

Farþegaþota frá United Airlines, sem var í innanlandsflugi í Bandaríkjunum sl. miðvikudag, þurfti að lenda óvænt í Denver eftir að í ljós kom að einn farþegi um borð var læstur inni á einu af salernu

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Benda á ný vandamál með 737 MAX og Dreamliner

8. nóvember 2019

|

Tveir bandarískir demókratar innan bandaríska þingsins hafa sent bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) bréf þar sem þeir spyrjast fyrir um tvö ný atriði sem þeir gagnrýna stofnuna fyrir og telja að u

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri